Birgir Leifur: Eiginkonan hvatti mig til að spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 18:16 Birgir Leifur Hafþórsson varð Íslandsmeistari í höggleik í dag eftir æsilegan lokadag á Korpúlfsstaðavelli og harða baráttu við Harald Franklín Magnús, Íslandsmeistara síðasta árs. „Þetta var frábær rimma og gat farið á báða vegu. Haddi spilaði vel allt mótið fyrir utan þetta eina högg á 16. sem refsaði honum full mikið,“ sagði Birgir Leifur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var fúlt fyrir hann því hann átti þetta jafn mikið skilið og ég. En ég er gríðarlega sáttur við sigurinn og spilamennskuna.“ Hann segir að leikáætlun hans fyrir 16. holu hafi gengið vel upp þó svo að hann hafi þurft að þrípútta. Þá var hann næstum búinn að missa boltann út af á 14. braut en náði að bjarga parinu. „Ég var heppinn þá en ég reddaði því vel. Annars getur þessi völlur refsað mjög mikið fyrir eitt lélegt högg og það er stutt á milli fugls og skolla.“ „Mestu skiptir að halda boltanum í leik og vera þolinmóður. Ætli ég hafi ekki unnið þolinmæðisvinnuna vel á mótinu,“ segir hann. Birgir Leifur á von á sínu þriðja barni með eiginkonu sinni en hún er komin yfir settan dag. Hann segir að það hafi ekki haft mikil áhrif á sig. „Hún er svo yndisleg að hún rak mig alltaf áfram. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að taka þátt en hún hvatti mig til þess. Ég gæti þá bara komið á fæðingadeildina ef allt færi af stað. Við tókum bara einn daga í einu.“ Hann fylgdist því með símanum annað slagið. „Hún var svo í nágrenninu og maður var því rólegari. Ætli þetta komi ekki á morgun - eða bara í kvöld. Það væri eftir öllu.“ Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson varð Íslandsmeistari í höggleik í dag eftir æsilegan lokadag á Korpúlfsstaðavelli og harða baráttu við Harald Franklín Magnús, Íslandsmeistara síðasta árs. „Þetta var frábær rimma og gat farið á báða vegu. Haddi spilaði vel allt mótið fyrir utan þetta eina högg á 16. sem refsaði honum full mikið,“ sagði Birgir Leifur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var fúlt fyrir hann því hann átti þetta jafn mikið skilið og ég. En ég er gríðarlega sáttur við sigurinn og spilamennskuna.“ Hann segir að leikáætlun hans fyrir 16. holu hafi gengið vel upp þó svo að hann hafi þurft að þrípútta. Þá var hann næstum búinn að missa boltann út af á 14. braut en náði að bjarga parinu. „Ég var heppinn þá en ég reddaði því vel. Annars getur þessi völlur refsað mjög mikið fyrir eitt lélegt högg og það er stutt á milli fugls og skolla.“ „Mestu skiptir að halda boltanum í leik og vera þolinmóður. Ætli ég hafi ekki unnið þolinmæðisvinnuna vel á mótinu,“ segir hann. Birgir Leifur á von á sínu þriðja barni með eiginkonu sinni en hún er komin yfir settan dag. Hann segir að það hafi ekki haft mikil áhrif á sig. „Hún er svo yndisleg að hún rak mig alltaf áfram. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að taka þátt en hún hvatti mig til þess. Ég gæti þá bara komið á fæðingadeildina ef allt færi af stað. Við tókum bara einn daga í einu.“ Hann fylgdist því með símanum annað slagið. „Hún var svo í nágrenninu og maður var því rólegari. Ætli þetta komi ekki á morgun - eða bara í kvöld. Það væri eftir öllu.“
Golf Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira