Sunna: Spjallið við mömmu róaði taugarnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 18:02 Sunna Víðisdóttir varð í dag Íslandsmeistari kvenna í golfi eftir æsispennandi lokadag á Íslandsmótinu í höggleik. Sunna hafði sigur eftir umspil og bráðabana en hún, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir voru allar jafnar eftir 18. holuna í dag. Það voru miklar sviptingar á lokaholunum og Sunna segir að það hafi verið erfitt að fylgjast nákvæmlega með gangi mála. „Ég vissi nokkurn veginn hvernig staðan var en hafði ekki hugmynd um á hverju Ólafía hefði spilað,“ sagði Sunna eftir sigurinn í dag. Svo fór að hún fór í umspil með Ólafíu og Guðrúnu Brá. Ólafía datt út eftir þrjár holur en Sunna hafði svo betur gegn Guðrúnu í bráðabana. 18. holan var æsispennandi og Sunna fékk tækifæri til að pútta fyrir sigrinum þá. Hún gerði sér þó ekki grein fyrir því. „Ég vissi það ekki þá en ég vissi að ég var að pútta fyrir sigri í hollinu okkar,“ segir hún. Hún segir að hún hafi reynt að dreifa huganum í umspilinu. „Mamma var á pokanum og við reyndum bara að spjalla um eitthvað allt annað en golf. Það var bara hitt og þetta.“ „En ég er himinlifandi með sigurinn, sérstaklega eftir að hafa spilað illa til að byrja með. Það er frábært að hafa náð að koma til baka.“ Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sunna Víðisdóttir varð í dag Íslandsmeistari kvenna í golfi eftir æsispennandi lokadag á Íslandsmótinu í höggleik. Sunna hafði sigur eftir umspil og bráðabana en hún, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir voru allar jafnar eftir 18. holuna í dag. Það voru miklar sviptingar á lokaholunum og Sunna segir að það hafi verið erfitt að fylgjast nákvæmlega með gangi mála. „Ég vissi nokkurn veginn hvernig staðan var en hafði ekki hugmynd um á hverju Ólafía hefði spilað,“ sagði Sunna eftir sigurinn í dag. Svo fór að hún fór í umspil með Ólafíu og Guðrúnu Brá. Ólafía datt út eftir þrjár holur en Sunna hafði svo betur gegn Guðrúnu í bráðabana. 18. holan var æsispennandi og Sunna fékk tækifæri til að pútta fyrir sigrinum þá. Hún gerði sér þó ekki grein fyrir því. „Ég vissi það ekki þá en ég vissi að ég var að pútta fyrir sigri í hollinu okkar,“ segir hún. Hún segir að hún hafi reynt að dreifa huganum í umspilinu. „Mamma var á pokanum og við reyndum bara að spjalla um eitthvað allt annað en golf. Það var bara hitt og þetta.“ „En ég er himinlifandi með sigurinn, sérstaklega eftir að hafa spilað illa til að byrja með. Það er frábært að hafa náð að koma til baka.“
Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira