Sunna: Spjallið við mömmu róaði taugarnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 18:02 Sunna Víðisdóttir varð í dag Íslandsmeistari kvenna í golfi eftir æsispennandi lokadag á Íslandsmótinu í höggleik. Sunna hafði sigur eftir umspil og bráðabana en hún, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir voru allar jafnar eftir 18. holuna í dag. Það voru miklar sviptingar á lokaholunum og Sunna segir að það hafi verið erfitt að fylgjast nákvæmlega með gangi mála. „Ég vissi nokkurn veginn hvernig staðan var en hafði ekki hugmynd um á hverju Ólafía hefði spilað,“ sagði Sunna eftir sigurinn í dag. Svo fór að hún fór í umspil með Ólafíu og Guðrúnu Brá. Ólafía datt út eftir þrjár holur en Sunna hafði svo betur gegn Guðrúnu í bráðabana. 18. holan var æsispennandi og Sunna fékk tækifæri til að pútta fyrir sigrinum þá. Hún gerði sér þó ekki grein fyrir því. „Ég vissi það ekki þá en ég vissi að ég var að pútta fyrir sigri í hollinu okkar,“ segir hún. Hún segir að hún hafi reynt að dreifa huganum í umspilinu. „Mamma var á pokanum og við reyndum bara að spjalla um eitthvað allt annað en golf. Það var bara hitt og þetta.“ „En ég er himinlifandi með sigurinn, sérstaklega eftir að hafa spilað illa til að byrja með. Það er frábært að hafa náð að koma til baka.“ Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sunna Víðisdóttir varð í dag Íslandsmeistari kvenna í golfi eftir æsispennandi lokadag á Íslandsmótinu í höggleik. Sunna hafði sigur eftir umspil og bráðabana en hún, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir voru allar jafnar eftir 18. holuna í dag. Það voru miklar sviptingar á lokaholunum og Sunna segir að það hafi verið erfitt að fylgjast nákvæmlega með gangi mála. „Ég vissi nokkurn veginn hvernig staðan var en hafði ekki hugmynd um á hverju Ólafía hefði spilað,“ sagði Sunna eftir sigurinn í dag. Svo fór að hún fór í umspil með Ólafíu og Guðrúnu Brá. Ólafía datt út eftir þrjár holur en Sunna hafði svo betur gegn Guðrúnu í bráðabana. 18. holan var æsispennandi og Sunna fékk tækifæri til að pútta fyrir sigrinum þá. Hún gerði sér þó ekki grein fyrir því. „Ég vissi það ekki þá en ég vissi að ég var að pútta fyrir sigri í hollinu okkar,“ segir hún. Hún segir að hún hafi reynt að dreifa huganum í umspilinu. „Mamma var á pokanum og við reyndum bara að spjalla um eitthvað allt annað en golf. Það var bara hitt og þetta.“ „En ég er himinlifandi með sigurinn, sérstaklega eftir að hafa spilað illa til að byrja með. Það er frábært að hafa náð að koma til baka.“
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira