Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Keflavík 3-0 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 28. júlí 2013 09:42 Mynd/Daníel KR-ingar unnu í kvöld góðan 3-0 heimasigur á Keflvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar. Öll mörk KR-liðsins komu í síðari hálfleiknum eftir dapran fyrri hálfleik hjá Vesturbæjarliðinu. Leikurinn fór hægt af stað og voru það gestirnir úr Keflavík sem voru sprækari. Keflvíkingar fengu nokkur ágætis tækifæri til þess að koma boltanum í netið en ekkert frásögufærandi. KR-ingar voru skelfilegir fyrstu fjörutíu mínúturnar af hálfleiknum en rönkuðu aðeins við sér á lokamínútunum en það dugði ekki og staðan því 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var allt annað KR lið sem mætti til leiks í síðari hálfleiknum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga gerði þá tvær breytingar en hann setti Kjartan Henry Finnbogason og Baldur Sigurðsson inn á. Frábær skipting sem breytti leiknum. KR-ingar skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiksins en fyrsta markið gerði Emil Atlason eftir góða sókn. Kjartan Henry Finnbogason setti svo annað markið úr vítaspyrnu. Það var svo títtnefndur Kjartan Henry sem kláraði leikinn á 89. með öðru marki sínu. Tveir gjörólikir hálfleikar en KR-ingar voru skelfilegir í þeim fyrri en mjög góðir í þeim seinni. Akkúrat öfugt við Keflvíkingana. Munurinn var að það komu mörk þegar KR-ingar spýttu í en Keflvíkingum gekk ekki að koma boltanum í netið þegar þeir voru við stjórnvölin. KR-ingar því með kærkominn sigur eftir dapurt gengi að undanförnu en staða Keflavíkur er sem fyrr grafalvarleg. Liðið er á botni deildarinnar eftir umferð kvöldsins.Aron Bjarki: Fékk loksins séns í miðverðinum„Þetta var frábært í kvöld. Það var mjög ánægjulegt að fá sigur eftir nokkuð erfiða leiki að undanförnu. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en mér fannst við taka öll völdin þegar leið aðeins á þetta. Við kláruðum svo síðari hálfleikinn með stæl," sagði Aron Bjarki. „Ég var mjög sáttur með minn leik. Ég fékk loksins séns í miðverðinum, ég er búinn að bíða lengi eftir því þannig að ég er mjög sáttur. Við vorum ekkert að örvænta eftir úrslit síðustu leikja. Það var mikið talað um þreytumerki og slíkt á liðinu en mér fannst við afsanna það í þessum leik. Við erum alls ekkert búnir á því," sagði Aron Bjarki Jósepsson, maður leiksins, í leikslok.Rúnar: Hrikalega ánægjuleg þrjú stig„Ég er hrikalega ánægður með að ná í þrjú stig hérna. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleiknum, Keflvíkingarnir léku gríðarlega vel, sóttu hátt upp á völlinn og voru okkur til vandræða. Ég var ánægður með að ná að halda þessu markalausu þegar flautað var til hálfleiks," sagði Rúnar. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleiknum. Atli var nálægt því að vera rekinn útaf í fyrri hálfleiknum þannig að við ákváðum að breyta til. Bjaldur og Kjartan komu vel inn í leikinn og skiluðu sínu fyrir liðið," „Það var mjög ánægjulegt að ná sigrinum og nú þurfum við að rífa okkur upp fyrir bikarleik gegn Stjörnunni í vikunni. Við þurfum að spila betur ef við ætlum okkur að ná eitthvað úr þeim leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Kristján: Ein leið hjá okkur og hún er upp á við„Það gekk ekki hjá okkur að skora í fyrri hálfleiknum. Ég var mjög ánægður með hann hjá okkur en við hefðum átt að koma boltanum í netið. Við vorum hættulegir en það vantaði herslumuninn upp á," sagði Kristján. „Við fengum mikið sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn og brenndum okkur kannski aðeins á því að vera of ákafir eftir hann. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir í seinni hálfleiknum á þessum stutta kafla sem þeir skora tvö mörk og gera okkur erfitt fyrir í kjölfarið," bætti Kristján við. „Ég sé heilmikil batamerki á liðinu frá því í síðasta leik. Þessi leikur er vel spilaður hjá okkur. Það eru tíu mínútur sem skilja á milli. Við vorum að leggja áherslur á ákveðna hluti og þeir gengu fínt upp. Við erum að skapa okkur dauðafæri og eigum að skora í leiknum. Við vinnum okkur upp úr þessu enda er bara ein leið fyrir okkur í deildinni og hún er upp á við," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
KR-ingar unnu í kvöld góðan 3-0 heimasigur á Keflvíkingum í tólftu umferð Pepsi-deildarinnar. Öll mörk KR-liðsins komu í síðari hálfleiknum eftir dapran fyrri hálfleik hjá Vesturbæjarliðinu. Leikurinn fór hægt af stað og voru það gestirnir úr Keflavík sem voru sprækari. Keflvíkingar fengu nokkur ágætis tækifæri til þess að koma boltanum í netið en ekkert frásögufærandi. KR-ingar voru skelfilegir fyrstu fjörutíu mínúturnar af hálfleiknum en rönkuðu aðeins við sér á lokamínútunum en það dugði ekki og staðan því 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Það var allt annað KR lið sem mætti til leiks í síðari hálfleiknum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga gerði þá tvær breytingar en hann setti Kjartan Henry Finnbogason og Baldur Sigurðsson inn á. Frábær skipting sem breytti leiknum. KR-ingar skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiksins en fyrsta markið gerði Emil Atlason eftir góða sókn. Kjartan Henry Finnbogason setti svo annað markið úr vítaspyrnu. Það var svo títtnefndur Kjartan Henry sem kláraði leikinn á 89. með öðru marki sínu. Tveir gjörólikir hálfleikar en KR-ingar voru skelfilegir í þeim fyrri en mjög góðir í þeim seinni. Akkúrat öfugt við Keflvíkingana. Munurinn var að það komu mörk þegar KR-ingar spýttu í en Keflvíkingum gekk ekki að koma boltanum í netið þegar þeir voru við stjórnvölin. KR-ingar því með kærkominn sigur eftir dapurt gengi að undanförnu en staða Keflavíkur er sem fyrr grafalvarleg. Liðið er á botni deildarinnar eftir umferð kvöldsins.Aron Bjarki: Fékk loksins séns í miðverðinum„Þetta var frábært í kvöld. Það var mjög ánægjulegt að fá sigur eftir nokkuð erfiða leiki að undanförnu. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en mér fannst við taka öll völdin þegar leið aðeins á þetta. Við kláruðum svo síðari hálfleikinn með stæl," sagði Aron Bjarki. „Ég var mjög sáttur með minn leik. Ég fékk loksins séns í miðverðinum, ég er búinn að bíða lengi eftir því þannig að ég er mjög sáttur. Við vorum ekkert að örvænta eftir úrslit síðustu leikja. Það var mikið talað um þreytumerki og slíkt á liðinu en mér fannst við afsanna það í þessum leik. Við erum alls ekkert búnir á því," sagði Aron Bjarki Jósepsson, maður leiksins, í leikslok.Rúnar: Hrikalega ánægjuleg þrjú stig„Ég er hrikalega ánægður með að ná í þrjú stig hérna. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleiknum, Keflvíkingarnir léku gríðarlega vel, sóttu hátt upp á völlinn og voru okkur til vandræða. Ég var ánægður með að ná að halda þessu markalausu þegar flautað var til hálfleiks," sagði Rúnar. „Við gerðum tvær breytingar í hálfleiknum. Atli var nálægt því að vera rekinn útaf í fyrri hálfleiknum þannig að við ákváðum að breyta til. Bjaldur og Kjartan komu vel inn í leikinn og skiluðu sínu fyrir liðið," „Það var mjög ánægjulegt að ná sigrinum og nú þurfum við að rífa okkur upp fyrir bikarleik gegn Stjörnunni í vikunni. Við þurfum að spila betur ef við ætlum okkur að ná eitthvað úr þeim leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga í leikslok.Kristján: Ein leið hjá okkur og hún er upp á við„Það gekk ekki hjá okkur að skora í fyrri hálfleiknum. Ég var mjög ánægður með hann hjá okkur en við hefðum átt að koma boltanum í netið. Við vorum hættulegir en það vantaði herslumuninn upp á," sagði Kristján. „Við fengum mikið sjálfstraust eftir fyrri hálfleikinn og brenndum okkur kannski aðeins á því að vera of ákafir eftir hann. Við vorum hinsvegar mjög óheppnir í seinni hálfleiknum á þessum stutta kafla sem þeir skora tvö mörk og gera okkur erfitt fyrir í kjölfarið," bætti Kristján við. „Ég sé heilmikil batamerki á liðinu frá því í síðasta leik. Þessi leikur er vel spilaður hjá okkur. Það eru tíu mínútur sem skilja á milli. Við vorum að leggja áherslur á ákveðna hluti og þeir gengu fínt upp. Við erum að skapa okkur dauðafæri og eigum að skora í leiknum. Við vinnum okkur upp úr þessu enda er bara ein leið fyrir okkur í deildinni og hún er upp á við," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga í leikslok
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira