Valdís Þóra og Guðrún Brá deila forystunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 18:02 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/GVA Það er útlit fyrir afar spennandi lokahring í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Korpúlfsstaðavelli. Guðrún Brá hafði fjögurra högga forystu fyrir daginn en endaði á því að spila á 75 höggum í dag, rétt eins og í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari, byrjaði illa í mótinu en vann sig inn í toppbarátuna í gær. Hún gerði enn betur í dag og náði forystuna um miðbik hringsins. Mestu munaði um fugla á 11. og 13. holu en Valdís lenti í vandræðum á 16. og varð að sætta sig við skolla. Guðrún Brá hélt rónni þrátt fyrir að missa forystuna um tíma og jafnaði metin með fugli á 18. holu. Valdís spilaði á 70 höggum í dag, einu undir pari, og náði besta skori dagsins ásamt Sunnu Víðisdóttur sem er í þriðja sæti - tveimur höggum á eftir Valdísi og Guðrúnu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði um tíma atlögu að efstu konunum og náði frábærum erni á 16. holu. En hún fékk skramba strax á næstu holu á eftir og þurrkaði því örninn út.Staðan: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +5 3. Sunna Víðisdóttir, GR +7 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +9 5. Anna Sólveig Snorradóttir +11 Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra: Kom á óvart Valdís Þóra Jónsdóttir deilir forystunni með Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Íslandsmótinu í höggleik. 27. júlí 2013 17:36 Guðmundur Ágúst: Ég vildi meira Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilaði vel á Íslandsmótinu í höggleik í dag og var nálægt dagsgömlu vallarmeti Ólafs Björns Loftssonar. 27. júlí 2013 16:07 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er útlit fyrir afar spennandi lokahring í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Korpúlfsstaðavelli. Guðrún Brá hafði fjögurra högga forystu fyrir daginn en endaði á því að spila á 75 höggum í dag, rétt eins og í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari, byrjaði illa í mótinu en vann sig inn í toppbarátuna í gær. Hún gerði enn betur í dag og náði forystuna um miðbik hringsins. Mestu munaði um fugla á 11. og 13. holu en Valdís lenti í vandræðum á 16. og varð að sætta sig við skolla. Guðrún Brá hélt rónni þrátt fyrir að missa forystuna um tíma og jafnaði metin með fugli á 18. holu. Valdís spilaði á 70 höggum í dag, einu undir pari, og náði besta skori dagsins ásamt Sunnu Víðisdóttur sem er í þriðja sæti - tveimur höggum á eftir Valdísi og Guðrúnu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði um tíma atlögu að efstu konunum og náði frábærum erni á 16. holu. En hún fékk skramba strax á næstu holu á eftir og þurrkaði því örninn út.Staðan: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +5 3. Sunna Víðisdóttir, GR +7 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +9 5. Anna Sólveig Snorradóttir +11
Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra: Kom á óvart Valdís Þóra Jónsdóttir deilir forystunni með Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Íslandsmótinu í höggleik. 27. júlí 2013 17:36 Guðmundur Ágúst: Ég vildi meira Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilaði vel á Íslandsmótinu í höggleik í dag og var nálægt dagsgömlu vallarmeti Ólafs Björns Loftssonar. 27. júlí 2013 16:07 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra: Kom á óvart Valdís Þóra Jónsdóttir deilir forystunni með Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Íslandsmótinu í höggleik. 27. júlí 2013 17:36
Guðmundur Ágúst: Ég vildi meira Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilaði vel á Íslandsmótinu í höggleik í dag og var nálægt dagsgömlu vallarmeti Ólafs Björns Loftssonar. 27. júlí 2013 16:07