Sjómenn hinir nýju forstjórar Jakob Bjarnar skrifar 26. júlí 2013 13:19 Eitt af því sem kemur í ljós þegar rýnt er í tekjublaðs Frjálsrar verslunar er að annað árið í röð eru tekjuhæstu sjómennirnir hærri í launum en forstjórarnir. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, hefur áhyggjur af þeim skilaboðum sem launaskrið þeirra sem hæst hafa launin í samfélaginu sendi út á almenna vinnumarkaðinn. Árlegt tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem segir af tekjum 3,500 einstaklinga, er komið út. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir það talsvert mál að gefa út blað sem þetta á 20 tímum eða frá því að álagningarskrár voru opnaðar. Það hefur verið sprettur og en þetta er í 25. skipti sem Frjáls verslun birtir upplýsingar úr álagningaskrám, en í 18. skipti sem tekjublaðið kemur út. Í ljósi þess er ekki úr vegi að spyrja um hinar stóru línur? „Þær ályktanir sem hægt er að draga er augljóst launaskrið á vinnumarkaði á Íslandi. Fimmtán þekktustu forstjórar landsins eru komnir með yfir 4 milljónir í laun á mánuði. Ef við tökum tvö hundruð í flokki forstjóra, þá hafa þeir hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði á síðasta ári.“ Bankamenn eru að hækka líka, sömuleiðis um hundrað þúsund krónur. Eru með 1,7 milljón á mánuði, 200 efstu þar. „En stóra málið í þessu er kannski það að nú, annað árið í röð, eru sjómenn að toppa forstjóra í launum. Ef við lítum til 200 sjómenn, þeirra launahæstu þar, þá eru þeir komnir með 2,5 milljón á mánuði að jafnaði. Tvö hundruð þúsund krónum hærri en forstjórarnir.“ 20 flokkar eru tilgreindir í blaðinu. Á breiðum grunni má velta því fyrir sér hvort launaskrið meðal hinna tekjuhæstu gefi góða fyrirmynd, og sé að senda rétt skilaboð inn á vinnumarkaðinn? „Við getum til dæmis horft til þess að forseti Íslands hækkaði um 400 þúsund krónur á mánuði síðasta ári. Úr 1.600 þúsundum og fór í tvær milljónir. Þá hækkaði Jóhanna Sigurðardóttir fráfarandi forsætisráðherra um tvö hundruð þúsund krónum á mánuði, fór úr 1,3 í 1,5 milljón á mánuði.“ Jón veltir því fyrir sér hvort þetta séu æskileg skilaboð út á vinnumarkaðinn? Auðvitað sé þarna um tekjuhátt fólk sem verið er að skoða og það skipti ekki sköpum í þjóðhagslegu tilliti. En, þegar fjöldinn horfir til þessa eru menn komnir í launahækkanir, verðbólgu, verðtrygginguna og skuldahækkanir. „Ég hef sagt sem svo: Nennum við þessu sem þjóð öllu lengur, að standa í þeim pælingum?“Elín Björg formaður BSRB segir að vitaskuld verði horft til launaskriðs meðal hinna hæst launuðu í komandi samningum.Samningar eru lausir og ljóst að þetta mun setja þrýsting á komandi samninga. Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB, en uppúr áramótum eru samningar lausir hjá aðildarfélögum bandalagsins. Elín Björg telur það einsýnt að launaskrið meðal hinna tekjuháu hafi áhrif á kröfugerðina. „Það er auðvitað ljóst að aðildarfélögin munu horfa mjög til þess hvað er að gerast á hinum almenna vinnumarkaði varðandi laun og launakjör við gerð komandi kjarasamninga. Eitt af því sem verður skoðað er hvað er að gerast í þessu launaskriði sérstaklega þeirra sem eru með hæstu launin.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, hefur áhyggjur af þeim skilaboðum sem launaskrið þeirra sem hæst hafa launin í samfélaginu sendi út á almenna vinnumarkaðinn. Árlegt tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem segir af tekjum 3,500 einstaklinga, er komið út. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir það talsvert mál að gefa út blað sem þetta á 20 tímum eða frá því að álagningarskrár voru opnaðar. Það hefur verið sprettur og en þetta er í 25. skipti sem Frjáls verslun birtir upplýsingar úr álagningaskrám, en í 18. skipti sem tekjublaðið kemur út. Í ljósi þess er ekki úr vegi að spyrja um hinar stóru línur? „Þær ályktanir sem hægt er að draga er augljóst launaskrið á vinnumarkaði á Íslandi. Fimmtán þekktustu forstjórar landsins eru komnir með yfir 4 milljónir í laun á mánuði. Ef við tökum tvö hundruð í flokki forstjóra, þá hafa þeir hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði á síðasta ári.“ Bankamenn eru að hækka líka, sömuleiðis um hundrað þúsund krónur. Eru með 1,7 milljón á mánuði, 200 efstu þar. „En stóra málið í þessu er kannski það að nú, annað árið í röð, eru sjómenn að toppa forstjóra í launum. Ef við lítum til 200 sjómenn, þeirra launahæstu þar, þá eru þeir komnir með 2,5 milljón á mánuði að jafnaði. Tvö hundruð þúsund krónum hærri en forstjórarnir.“ 20 flokkar eru tilgreindir í blaðinu. Á breiðum grunni má velta því fyrir sér hvort launaskrið meðal hinna tekjuhæstu gefi góða fyrirmynd, og sé að senda rétt skilaboð inn á vinnumarkaðinn? „Við getum til dæmis horft til þess að forseti Íslands hækkaði um 400 þúsund krónur á mánuði síðasta ári. Úr 1.600 þúsundum og fór í tvær milljónir. Þá hækkaði Jóhanna Sigurðardóttir fráfarandi forsætisráðherra um tvö hundruð þúsund krónum á mánuði, fór úr 1,3 í 1,5 milljón á mánuði.“ Jón veltir því fyrir sér hvort þetta séu æskileg skilaboð út á vinnumarkaðinn? Auðvitað sé þarna um tekjuhátt fólk sem verið er að skoða og það skipti ekki sköpum í þjóðhagslegu tilliti. En, þegar fjöldinn horfir til þessa eru menn komnir í launahækkanir, verðbólgu, verðtrygginguna og skuldahækkanir. „Ég hef sagt sem svo: Nennum við þessu sem þjóð öllu lengur, að standa í þeim pælingum?“Elín Björg formaður BSRB segir að vitaskuld verði horft til launaskriðs meðal hinna hæst launuðu í komandi samningum.Samningar eru lausir og ljóst að þetta mun setja þrýsting á komandi samninga. Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB, en uppúr áramótum eru samningar lausir hjá aðildarfélögum bandalagsins. Elín Björg telur það einsýnt að launaskrið meðal hinna tekjuháu hafi áhrif á kröfugerðina. „Það er auðvitað ljóst að aðildarfélögin munu horfa mjög til þess hvað er að gerast á hinum almenna vinnumarkaði varðandi laun og launakjör við gerð komandi kjarasamninga. Eitt af því sem verður skoðað er hvað er að gerast í þessu launaskriði sérstaklega þeirra sem eru með hæstu launin.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira