Tónlist

Ólafur semur fyrir sakamálaþætti

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds semur tónlistina fyrir bresku sakamálaþættina Broadchurch sem hefja göngu sína á Stöð 2 hinn 11. ágúst.

Þættirnir segja frá morði á ungum dreng í litlum smábæ á Englandi en fjölmiðlafár í kringum morðið hefur stórtæk áhrif á samfélagið.

Með aðalhlutverkin fara þau Olivia Colman og David Tennant, en margir muna eflaust eftir David í hlutverki Bartie Crouch í kvikmyndinni um Harry Potter og eldbikarinn.

Ólafur Arnalds fær næg verkefni um þessar mundir en fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að lag Ólafs, Brotsjór, væri í stiklu fyrir kvikmyndina Adore sem skartar þeim Naomi Watts og Robin Wright í aðalhlutverkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.