Smábílaæði í Berlín Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2013 10:15 Ein vinsælasta afþreying ferðamanna í þýsku borginni Berlín er að leigja sér einskonar go-kart bíla sem löglegir eru á götum borgarinnar. Þessir smávöxnu bílar eru aðeins fyrir einn farþega, en þeir eru snarir í snúningum og komast á allt að 88 km hraða. Vélin í þeim er 14 hestöfl, sprengirýmið 170cc og bílarnir eru sjálfskiptir. Smábílarnir liggja ansi neðarlega á götunni og þykir mörgum þeir sjást illa og bjóða hættunni heim. Engin slys hafa þó þegar orðið á þessum bílum. Hætt er þó við því að þeir sjáist ansi illa úr bílum þar sem ökumenn sitja hátt, svo sem úr jepplingum og jeppum, hvað þá flutningabílum. Síðasta æðið hjá ferðamönnum í Berlín var að kaupa sér far í Trabant bílum um borgina og sjá hana með augum íbúa hennar á tímum kommúnismans. Nú þykir það ekki eins töff eins og að leigja sér einn af þessum litlu bílum sem eru reyndar ári smart.Algjör töffari Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent
Ein vinsælasta afþreying ferðamanna í þýsku borginni Berlín er að leigja sér einskonar go-kart bíla sem löglegir eru á götum borgarinnar. Þessir smávöxnu bílar eru aðeins fyrir einn farþega, en þeir eru snarir í snúningum og komast á allt að 88 km hraða. Vélin í þeim er 14 hestöfl, sprengirýmið 170cc og bílarnir eru sjálfskiptir. Smábílarnir liggja ansi neðarlega á götunni og þykir mörgum þeir sjást illa og bjóða hættunni heim. Engin slys hafa þó þegar orðið á þessum bílum. Hætt er þó við því að þeir sjáist ansi illa úr bílum þar sem ökumenn sitja hátt, svo sem úr jepplingum og jeppum, hvað þá flutningabílum. Síðasta æðið hjá ferðamönnum í Berlín var að kaupa sér far í Trabant bílum um borgina og sjá hana með augum íbúa hennar á tímum kommúnismans. Nú þykir það ekki eins töff eins og að leigja sér einn af þessum litlu bílum sem eru reyndar ári smart.Algjör töffari
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent