Ættu að njóta góðs af álhringekju Goldman Sachs Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2013 18:30 Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs er sakaður um að misnota álverð í heiminum og stýra eftirspurn með því að seinka afhendingartíma áls og flytja til áleiningar í vöruhúsum á gríðarstóru svæði í Detroit. Íslenskir álframleiðendur njóta góðs af þessu, þótt í litlum mæli sé, því þessir snúningar hækka heimsmarkaðsverð á áli. New York Times hefur afhjúpað hvernig bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hagnast á því að stýra álverði með því að geyma gríðarlegt magn málmsins í birgðageymslum í Detroit. Á hverjum degi fara stórir vörubílar og flytja birgðir af áli milli 27 vöruhúsa á sama svæðinu. Tvisvar til þrisvar sinnum á dag fara vörubílarnir sama hringinn. Þeir afferma í einu vöruhúsi og taka svo álfarm í öðru. Um ein og hálf milljón tonna af áli eða um fjórðungur allra álbirgða í heiminum er geymdur í vöruhúsunum í Detroit, sem er í eigu Metro International, dótturfélags Goldman Sachs. New York Times greinir frá því að þessi hringekja hafi verið hönnuð af Goldman Sachs til að hagnast á reglugerð um geymslu áls sem er sett af málmefnamarkaðnum í London, þ.e London Metal Exchange. Reglur girða fyrir kyrrstöðu álsins í vörugeymslunni og a.m.k. 3000 tonn af þessu áli þyrfti að flytja á degi hverjum. Það er hins vegar ekki flutt til viðskiptavina, heldur flutt milli vöruhúsa. Þannig kemst bandaríski bankinn hjá ákvæði í reglugerð um kyrrstöðu álsins. Hann færir það bara til á eigin svæði. Áður en Goldman Sachs keypti Metro International var meðal biðtími eftir áli viðskiptavina um sex vikur en hefur nú tuttugufaldast í rúmlega 16 mánuði. Lengri biðtími eftir afhendingu áls hefur hækkað heimsmarkaðsverð á áli þar sem geymslukostnaður er tekinn inn í verðmyndun. Þá hagnast Goldman Sachs líka um mismuninn því þeir eiga birgðageymslurnar. Áhrif til hækkunar óveruleg en þó má gera ráð fyrir að íslensku álframleiðendurnir, Alcan, Norðurál og Alcoa Fjarðaál hagnist eitthvað á þessu vegna áhrifanna á heimsmarkaðsverð. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í auðlindalöggjöf, segir að svona aðferðafræði sé þekkt á hrávörumarkaðnum og hafi tíðkast frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar þegar fjárfestingarbönkum á Wall Street var heimilað að fjárfesta í auknum mæli beint í hrávörubirgðum. Þannig séu dæmi um að stórbankar hafi keypt mikið magn hráolíu sem þeir kyrrsetji í ákveðinn tíma þangað til verðið fyrir olíuna sé orðið hagstætt. Þannig hámarki þeir hagnað sinn á þessum markaði. Talið er að þessi misnotkun Goldman Sachs á álverðinu hafi nú þegar kostað bandaríska neytendur samtals 5 milljarða dollara á síðustu þremur árum. Ástæðan er sú að gosdrykkjaframleiðendur og aðrir sem þurfa álið greiða hærra verð fyrir málminn sem skilar sér svo í hærra verði til neytenda. Þessu tengt: Ósennilegt að álver rísi hér á næstu árum.Úr vöruhúsi Alcoa á Ítalíu.Mynd/AFP Mest lesið Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs er sakaður um að misnota álverð í heiminum og stýra eftirspurn með því að seinka afhendingartíma áls og flytja til áleiningar í vöruhúsum á gríðarstóru svæði í Detroit. Íslenskir álframleiðendur njóta góðs af þessu, þótt í litlum mæli sé, því þessir snúningar hækka heimsmarkaðsverð á áli. New York Times hefur afhjúpað hvernig bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hagnast á því að stýra álverði með því að geyma gríðarlegt magn málmsins í birgðageymslum í Detroit. Á hverjum degi fara stórir vörubílar og flytja birgðir af áli milli 27 vöruhúsa á sama svæðinu. Tvisvar til þrisvar sinnum á dag fara vörubílarnir sama hringinn. Þeir afferma í einu vöruhúsi og taka svo álfarm í öðru. Um ein og hálf milljón tonna af áli eða um fjórðungur allra álbirgða í heiminum er geymdur í vöruhúsunum í Detroit, sem er í eigu Metro International, dótturfélags Goldman Sachs. New York Times greinir frá því að þessi hringekja hafi verið hönnuð af Goldman Sachs til að hagnast á reglugerð um geymslu áls sem er sett af málmefnamarkaðnum í London, þ.e London Metal Exchange. Reglur girða fyrir kyrrstöðu álsins í vörugeymslunni og a.m.k. 3000 tonn af þessu áli þyrfti að flytja á degi hverjum. Það er hins vegar ekki flutt til viðskiptavina, heldur flutt milli vöruhúsa. Þannig kemst bandaríski bankinn hjá ákvæði í reglugerð um kyrrstöðu álsins. Hann færir það bara til á eigin svæði. Áður en Goldman Sachs keypti Metro International var meðal biðtími eftir áli viðskiptavina um sex vikur en hefur nú tuttugufaldast í rúmlega 16 mánuði. Lengri biðtími eftir afhendingu áls hefur hækkað heimsmarkaðsverð á áli þar sem geymslukostnaður er tekinn inn í verðmyndun. Þá hagnast Goldman Sachs líka um mismuninn því þeir eiga birgðageymslurnar. Áhrif til hækkunar óveruleg en þó má gera ráð fyrir að íslensku álframleiðendurnir, Alcan, Norðurál og Alcoa Fjarðaál hagnist eitthvað á þessu vegna áhrifanna á heimsmarkaðsverð. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í auðlindalöggjöf, segir að svona aðferðafræði sé þekkt á hrávörumarkaðnum og hafi tíðkast frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar þegar fjárfestingarbönkum á Wall Street var heimilað að fjárfesta í auknum mæli beint í hrávörubirgðum. Þannig séu dæmi um að stórbankar hafi keypt mikið magn hráolíu sem þeir kyrrsetji í ákveðinn tíma þangað til verðið fyrir olíuna sé orðið hagstætt. Þannig hámarki þeir hagnað sinn á þessum markaði. Talið er að þessi misnotkun Goldman Sachs á álverðinu hafi nú þegar kostað bandaríska neytendur samtals 5 milljarða dollara á síðustu þremur árum. Ástæðan er sú að gosdrykkjaframleiðendur og aðrir sem þurfa álið greiða hærra verð fyrir málminn sem skilar sér svo í hærra verði til neytenda. Þessu tengt: Ósennilegt að álver rísi hér á næstu árum.Úr vöruhúsi Alcoa á Ítalíu.Mynd/AFP
Mest lesið Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent