Renault-Nissan hefur selt 100.000 rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 12:15 Nissan Leaf Systurfyrirtækin Renault og Nissan bjóða bæði bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Nissan býður Leaf og Renault Kangoo, Twizy, Fluence og ZOE og náðu þau samtals því takmarki í gær að selja hundraðþúsundasta bílinn sem ekki mengar neitt. Þessum bílum hefur verið ekið 841 milljón kílómetra og sparað 53 milljón lítra af eldsneyti og komið í veg fyrir að 124 milljónir kílóa af kvoltvísýringi væri spúð útí andrúmsloftið. Með þessari heildarsölu er Renault-Nissan sá bílaframleiðandi sem selt hefur flesta rafmagnsbíla í heiminum. Þessi sala hefur einungis gerst á þremur árum en Nissan Leaf var fyrst kynntur árið 2010. Er Nissan nú búið að selja 71.000 Leaf bíla og er hann söluhæsti einstaki rafmagnsbíll í heimi. Nissan Leaf er einn af 10 söluhæstu einstöku bílgerðunum í San Fransisco, Seattle og Honolulu á Hawaií. Það á einnig við í Noregi öllum þar sem eru selst hafa 4.600 eintök af Nissan Leaf frá 2011. Renault er söluhæsti bílaframleiðandi Evrópu í rafmagnsbílum og hefur selt hátt í 30.000 rafmagnsbíla af fjórum mismunandi gerðum. Söluhæstur þeirra er Twizy, en hann hefur selst í 11.000 eintökum. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent
Systurfyrirtækin Renault og Nissan bjóða bæði bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Nissan býður Leaf og Renault Kangoo, Twizy, Fluence og ZOE og náðu þau samtals því takmarki í gær að selja hundraðþúsundasta bílinn sem ekki mengar neitt. Þessum bílum hefur verið ekið 841 milljón kílómetra og sparað 53 milljón lítra af eldsneyti og komið í veg fyrir að 124 milljónir kílóa af kvoltvísýringi væri spúð útí andrúmsloftið. Með þessari heildarsölu er Renault-Nissan sá bílaframleiðandi sem selt hefur flesta rafmagnsbíla í heiminum. Þessi sala hefur einungis gerst á þremur árum en Nissan Leaf var fyrst kynntur árið 2010. Er Nissan nú búið að selja 71.000 Leaf bíla og er hann söluhæsti einstaki rafmagnsbíll í heimi. Nissan Leaf er einn af 10 söluhæstu einstöku bílgerðunum í San Fransisco, Seattle og Honolulu á Hawaií. Það á einnig við í Noregi öllum þar sem eru selst hafa 4.600 eintök af Nissan Leaf frá 2011. Renault er söluhæsti bílaframleiðandi Evrópu í rafmagnsbílum og hefur selt hátt í 30.000 rafmagnsbíla af fjórum mismunandi gerðum. Söluhæstur þeirra er Twizy, en hann hefur selst í 11.000 eintökum.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent