Drukkin Flórídamær ekur yfir tvo heimilislausa menn Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 12:30 Frá slysstað Hún er ekki í góðum málum 22 ára konan sem ók Porsche Panamera bíl sínum yfir tvo heimilislausa menn sem dóu báðir. Konan, Alyza Russell, missti stjórn á sportbíl sínum á gatnamótum. Konan var greinilega á mikilli ferð og fór yfir nokkra trjárunna og bílastæði áður en hún endaði á heimilislausu mönnunum, sem voru sofandi. Hún reyndi síðan að flýja af vettvangi og reykspólaði í þeim tilgangi en komst ekkert áleiðis því annar mannanna var fastur í einni dekkjaskálinni. Ef hann var ekki látinn áður, varð það honum örugglega að aldurtila. Við áfengismælingu kom í ljós að konan var með helmingi meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er. Eftir mælinguna var konunni leyft að fara heim og þá flúði hún land og fór til Írlands. Þremur vikum eftir slysið gaf konan sig fram og nú bíður hennar dómur sem gæti orðið allt að 15 ára fangelsi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Hún er ekki í góðum málum 22 ára konan sem ók Porsche Panamera bíl sínum yfir tvo heimilislausa menn sem dóu báðir. Konan, Alyza Russell, missti stjórn á sportbíl sínum á gatnamótum. Konan var greinilega á mikilli ferð og fór yfir nokkra trjárunna og bílastæði áður en hún endaði á heimilislausu mönnunum, sem voru sofandi. Hún reyndi síðan að flýja af vettvangi og reykspólaði í þeim tilgangi en komst ekkert áleiðis því annar mannanna var fastur í einni dekkjaskálinni. Ef hann var ekki látinn áður, varð það honum örugglega að aldurtila. Við áfengismælingu kom í ljós að konan var með helmingi meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er. Eftir mælinguna var konunni leyft að fara heim og þá flúði hún land og fór til Írlands. Þremur vikum eftir slysið gaf konan sig fram og nú bíður hennar dómur sem gæti orðið allt að 15 ára fangelsi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent