Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 0-4 Árni Jóhannsson á Nettóvellinum skrifar 20. júlí 2013 15:15 Keflvíkingar tóku á móti liði FH í dag í Pepsi-deild karla þar sem piltarnir úr Kaplakrikanum spiluðu eins og þeir sem valdið hafa. Hafnfirðingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru eftir sex mínútur búnir að ná sér í þrjár hornspyrnur og eiga þrjú skot að marki heimamanna. Tíu mínútum síðar, á 15. mínútu, skilaði pressa FH-inga sér þegar Guðmann Þórisson skoraði mark eftir enn eina hornspyrnu gestanna. Ingimundur Níels Óskarsson tók hornspyrnuna og sendi boltann inn á miðjan teig Keflvíkinga þar sem Guðmann var mættur og stýrði boltanum með sólanum í markhornið framhjá markverði heimamanna. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks náðu Keflvíkingar aðeins að hressa upp á spilið sitt en gestirnir héldu um taumana án þess þó að bæta við fleiri mörkum og var staðan því 0-1 FH í vil þegar gengið var til búningsklefa. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, það er að segja FH-ingar voru með öll völd á vellinum og eftir einungis fjögurra mínútna leik var Björn Daníel Sverrisson búinn að tvöfalda forystu gestanna. Aftur kom markið eftir hornspyrnu en nú var það Sam Tillen sem spyrnti boltanum inn á miðjan teig og Björn kastaði sér fram af miklu harðfylgi og skallaði boltann í net heimamanna. Atli Viðar Björnsson sá síðan um að gulltryggja sigur FH þegar hann bætti við tveimur mörkum með tíu mínútna millibili. Fyrst á 62. mínútu eftir stungusendingu frá Ingimundi Níels og síðan á 72. mínútu þegar Ólafur Páll Snorrason komst upp að endamörkum heimamanna og renndi boltanum út í teig. Þar kom Atli Viðar aðvífandi og þrumaði boltanum í slánna og inn. Sigur gestanna var sanngjarn en leikur Keflvíkinga var ekki mikið fyrir augað og geta þeir verið ánægðir með að fá ekki á sig fleiri mörk en þau fjögur sem FH skoraði í dag. Með sigrinum lyftu FH-ingar sér upp á topp deildarinnar en Keflvíkingar eru enn í níunda sæti deildarinnar. Heimir Guðjónsson: Okkur líður best á toppnum„Ég er mjög ánægður með dagsverkið, við byrjuðum leikinn vel og höfðum góð tök á honum. Það voru bara 10-15 mínútur í seinni hálfleik sem mér fannst við detta aðeins niður, annars var þetta sanngjarn sigur og flottur leikur hjá FH liðinu“, sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH þegar hann var spurður um leik sinna manna við Keflavík í dag. Heimir sagðist hafa átt von á meiri mótspyrnu frá Keflvíkingum í dag „Ég átti von á meiri mótspyrnu en þegar við komumst í 1-0 þá fannst mér við ná öllum tökum á leiknum“ og bætti við að það hafði verið gott að geta tekið Atla Guðnason, Björn Daníel Sverrisson og Kristján Gauta Emilsson af velli og hvílt þá fyrir komandi Evrópuleik á móti FC Ekranas frá Litháen. „Okkur líður alltaf best á toppnum og við töluðum um það fyrir leikinn að við vildum fara þangað og gerðum það“, bætti Heimir við um stöðuna í deildinni en FH situr á toppi deildarinnar með 26 stig. Kristján Guðmundsson: Vorum of ragir í byrjunÞegar Kristján Guðmundsson var spurður að því hvar munurinn á liðunum lá sagði hann: „FH spilaði mjög góðann leik og við spiluðum mjög slakann leik. Við fáum náttúrulega á okkur fyrstu tvö mörkin úr horni og það er óþolandi.“ „Það er ágætt að við sköpum okkur einhver færi en boltinn vildi ekki inn. Byrjunin hjá okkur var ekki nógu góð, við bökkuðum alltof langt aftur“, sagði Kristján um færin sem Keflavík sköpuðu sér í stöðunni 0-1. Um fimm manna vörn heimamanna hafði Kristján þetta að segja: „Það voru ákveðin atriði sem við vorum að reyna með varnarlínunni, aðeins að fá menn til að hugsa á æfingum og að fá hávaxnari menn fyrir framan Bergstein í markinu. Þið sáuð hvernig FH-ingarnir stilltu upp í öllum hornum með því að hrúga mönnum á markvörðinn og það var ein af hugsununum en við vorum bara of ragir í byrjun. Við fáum á okkur þrjú horn á fyrstu mínútunum og þeir skora mark úr einu þeirra.“ Um leikmannamarkaðinn sagði Kristján að Keflvíkingar myndu reyna að sækja leikmenn ásamt þeim leikmönnum sem komnir væru nú þegar. Þar átti hann við Daníel Gylfason og markvörðinn Aron Elís Árnason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
Keflvíkingar tóku á móti liði FH í dag í Pepsi-deild karla þar sem piltarnir úr Kaplakrikanum spiluðu eins og þeir sem valdið hafa. Hafnfirðingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru eftir sex mínútur búnir að ná sér í þrjár hornspyrnur og eiga þrjú skot að marki heimamanna. Tíu mínútum síðar, á 15. mínútu, skilaði pressa FH-inga sér þegar Guðmann Þórisson skoraði mark eftir enn eina hornspyrnu gestanna. Ingimundur Níels Óskarsson tók hornspyrnuna og sendi boltann inn á miðjan teig Keflvíkinga þar sem Guðmann var mættur og stýrði boltanum með sólanum í markhornið framhjá markverði heimamanna. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks náðu Keflvíkingar aðeins að hressa upp á spilið sitt en gestirnir héldu um taumana án þess þó að bæta við fleiri mörkum og var staðan því 0-1 FH í vil þegar gengið var til búningsklefa. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, það er að segja FH-ingar voru með öll völd á vellinum og eftir einungis fjögurra mínútna leik var Björn Daníel Sverrisson búinn að tvöfalda forystu gestanna. Aftur kom markið eftir hornspyrnu en nú var það Sam Tillen sem spyrnti boltanum inn á miðjan teig og Björn kastaði sér fram af miklu harðfylgi og skallaði boltann í net heimamanna. Atli Viðar Björnsson sá síðan um að gulltryggja sigur FH þegar hann bætti við tveimur mörkum með tíu mínútna millibili. Fyrst á 62. mínútu eftir stungusendingu frá Ingimundi Níels og síðan á 72. mínútu þegar Ólafur Páll Snorrason komst upp að endamörkum heimamanna og renndi boltanum út í teig. Þar kom Atli Viðar aðvífandi og þrumaði boltanum í slánna og inn. Sigur gestanna var sanngjarn en leikur Keflvíkinga var ekki mikið fyrir augað og geta þeir verið ánægðir með að fá ekki á sig fleiri mörk en þau fjögur sem FH skoraði í dag. Með sigrinum lyftu FH-ingar sér upp á topp deildarinnar en Keflvíkingar eru enn í níunda sæti deildarinnar. Heimir Guðjónsson: Okkur líður best á toppnum„Ég er mjög ánægður með dagsverkið, við byrjuðum leikinn vel og höfðum góð tök á honum. Það voru bara 10-15 mínútur í seinni hálfleik sem mér fannst við detta aðeins niður, annars var þetta sanngjarn sigur og flottur leikur hjá FH liðinu“, sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH þegar hann var spurður um leik sinna manna við Keflavík í dag. Heimir sagðist hafa átt von á meiri mótspyrnu frá Keflvíkingum í dag „Ég átti von á meiri mótspyrnu en þegar við komumst í 1-0 þá fannst mér við ná öllum tökum á leiknum“ og bætti við að það hafði verið gott að geta tekið Atla Guðnason, Björn Daníel Sverrisson og Kristján Gauta Emilsson af velli og hvílt þá fyrir komandi Evrópuleik á móti FC Ekranas frá Litháen. „Okkur líður alltaf best á toppnum og við töluðum um það fyrir leikinn að við vildum fara þangað og gerðum það“, bætti Heimir við um stöðuna í deildinni en FH situr á toppi deildarinnar með 26 stig. Kristján Guðmundsson: Vorum of ragir í byrjunÞegar Kristján Guðmundsson var spurður að því hvar munurinn á liðunum lá sagði hann: „FH spilaði mjög góðann leik og við spiluðum mjög slakann leik. Við fáum náttúrulega á okkur fyrstu tvö mörkin úr horni og það er óþolandi.“ „Það er ágætt að við sköpum okkur einhver færi en boltinn vildi ekki inn. Byrjunin hjá okkur var ekki nógu góð, við bökkuðum alltof langt aftur“, sagði Kristján um færin sem Keflavík sköpuðu sér í stöðunni 0-1. Um fimm manna vörn heimamanna hafði Kristján þetta að segja: „Það voru ákveðin atriði sem við vorum að reyna með varnarlínunni, aðeins að fá menn til að hugsa á æfingum og að fá hávaxnari menn fyrir framan Bergstein í markinu. Þið sáuð hvernig FH-ingarnir stilltu upp í öllum hornum með því að hrúga mönnum á markvörðinn og það var ein af hugsununum en við vorum bara of ragir í byrjun. Við fáum á okkur þrjú horn á fyrstu mínútunum og þeir skora mark úr einu þeirra.“ Um leikmannamarkaðinn sagði Kristján að Keflvíkingar myndu reyna að sækja leikmenn ásamt þeim leikmönnum sem komnir væru nú þegar. Þar átti hann við Daníel Gylfason og markvörðinn Aron Elís Árnason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira