Ford Ranger í Dakar rallið Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2013 14:45 Ford Ranger bíllinn sem keppa mun í Dakar þolakstursrallinu Ford ætlar að senda tvo bíla til þátttöku í Dakar rallinu á næsta ári sem fer fram í janúar. Ford hefur smíðað tvo sérútbúna Ranger pallbíla sem verða örugglega enn hæfari til hraðaksturs í erfiðu landslagi en hinn öflugi Ford F-150 SVT Raptor, sem fyrirtækið býður almenningi til sölu. Bíllinn verður með 350 hestafla V8 vél úr Ford Mustang og sex gíra skiptingu. Hámarkshraði bílsins er reyndar ekkert sérstaklega hár, eða 170 km/klst. Bensíntankur bílsins er engin smámíði og tekur hann 500 lítra, sem ekki er vanþörf á í svona keppni. Þessir tveir Ranger bílar eru smíðaðir í S-Afríku af fjölþjóða hópi. Ökumenn bílanna tveggja munu fá aðstoð frá 24 manna hópi frá Ford á meðan keppnin stendur yfir. Dakar keppnin stendur frá 5. til 18. janúar og eknir verða rúmlega 8.500 kílómetrar frá Argentínu til Chile og er það í 6. skipti sem ekið er á þeim slóðum, en keppnin á næsta ári verður sú 35. í röðinni. Yfir einn milljarður manns sáu sjónvarpsútsendingar frá síðast Dakar rallakstri og sáu þeir 745 farartæki af öllum gerðum keppa sín á milli í þessum erfiða þolakstri. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent
Ford ætlar að senda tvo bíla til þátttöku í Dakar rallinu á næsta ári sem fer fram í janúar. Ford hefur smíðað tvo sérútbúna Ranger pallbíla sem verða örugglega enn hæfari til hraðaksturs í erfiðu landslagi en hinn öflugi Ford F-150 SVT Raptor, sem fyrirtækið býður almenningi til sölu. Bíllinn verður með 350 hestafla V8 vél úr Ford Mustang og sex gíra skiptingu. Hámarkshraði bílsins er reyndar ekkert sérstaklega hár, eða 170 km/klst. Bensíntankur bílsins er engin smámíði og tekur hann 500 lítra, sem ekki er vanþörf á í svona keppni. Þessir tveir Ranger bílar eru smíðaðir í S-Afríku af fjölþjóða hópi. Ökumenn bílanna tveggja munu fá aðstoð frá 24 manna hópi frá Ford á meðan keppnin stendur yfir. Dakar keppnin stendur frá 5. til 18. janúar og eknir verða rúmlega 8.500 kílómetrar frá Argentínu til Chile og er það í 6. skipti sem ekið er á þeim slóðum, en keppnin á næsta ári verður sú 35. í röðinni. Yfir einn milljarður manns sáu sjónvarpsútsendingar frá síðast Dakar rallakstri og sáu þeir 745 farartæki af öllum gerðum keppa sín á milli í þessum erfiða þolakstri.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent