Innlent

Sérsveitaraðgerð á Sel­fossi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sérsveitarmaður við störf á vettvangi.
Sérsveitarmaður við störf á vettvangi. Aðsend

Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra þegar tveir voru handteknir á Selfossi í kvöld. 

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi, en þar segir að auk sérsveitar og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra hafi sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og brunavarnir Árnessýslu komið að aðgerðinni.

Haft er eftir lögreglunni á vettvangi RÚV að enginn hafi verið sendur til aðhlynningar á sjúkrahúsi í tengslum við málið.

Jón Gunnar Þórhallsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Selfossi, segir ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu sáust þrír sérsveitarbílar bruna austur Hellisheiðina klukkan hálf sex í kvöld.

Veistu meira? Þú getur sent okkur fréttaskot hér eða sent okkur á ritstjorn@visir.is

Uppfært 20:38

Samkvæmt upplýsingum frá íbúa á Selfossi er sérsveitin að störfum í heimahúsi.

Vegatálmar eru við götuna og engum hleypt inn. Um sé að ræða sama hús og þar sem sérsveitin réðst í sambærilega aðgerð í síðasta mánuði.

Fréttin var uppfærð aftur eftir þegar lögreglan birti tilkynningu um málið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×