Yfirlýsing frá KSÍ: Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2013 13:36 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Anton Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að Aron hafi ekki svarað kalli A-landsliðsþjálfara Íslands síðasta árið á sama tíma og fréttist af áhuga landsliðsþjálfara Bandaríkjanna á honum. Tengsl Arons við knattspyrnu vestanhafs eru sögð engin. „Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands," segir í yfirlýsingunni þar sem Aron er beðinn um að endurskoða ákvörðun sína.„Það er einfaldlega þannig að landsliðsmenn Íslands leika fyrir land og þjóð og hljóta fyrir heiður og sæmd." KSÍ hefur óskað eftir því að Aron spili með íslenska landsliðinu æfingaleik gegn Færeyingum þann 14. ágúst næstkomandi. Sama dag mætast Bandaríkin og Bosnía í æfingaleik í Sarajevó. Yfirlýsingin var send á fjölmiðla fyrir stundu og má sjá í heild sinni hér að neðan:Aron Jóhannsson er Íslendingur fæddur í Bandaríkjunum 1990 hvar hann bjó fyrstu ár ævinnar. Foreldrar Arons eru Íslendingar. Aron fékk knattspyrnlegt uppeldi innan vébanda KSÍ hjá Fjölni upp alla yngri flokki (með stuttri dvöl hjá Breiðabliki) og lék síðan í meistaraflokki Fjölnis þar til hann gekk til liðs við AGF í Danmörku 1. september 2010. Aron Jóhannsson lék 10 landsleiki með U21-liði Íslands 2011 og 2012. Af þessum 10 leikjum voru 8 í Evrópukeppni landsliða og var Aron í byrjunarliði Íslands í þeim öllum. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) heimilar leikmönnum að sækja einu sinni um að skipta um landslið uppfylli þeir tiltekin skilyrði jafnvel þó þeir hafi leikið með yngri landsliðum svo fremi sem þeir hafi ekki tekið þátt í opinberum leik með A-landsliðinu. Eitt þeirra skilyrði sem heimilar leikmönnum skipti er að þeir hafi verið fæddir í landinu sem þeir óska eftir að leika fyrir. Aron hefur síðasta árið ekki getað svarað kalli A-landsliðsþjálfara KSÍ vegna meiðsla en á sama tíma bárust fregnir um að landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hefði áhuga á leikmanninum. Tengsl Arons við knattspyrnu í Bandaríkjunum eru engin. Í gær birtist yfirlýsing frá Aron þess efnis að leikmaðurinn kjósi að leika fyrir A-landslið Bandaríkjanna. Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands. Það er einfaldlega þannig að landsliðsmenn Íslands leika fyrir land og þjóð og hljóta fyrir heiður og sæmd. Það er eindregin ósk KSÍ að Aron snúi baki við hugmyndum sínum um að skipta um landslið. Aron er Íslendingur í húð og hár sem við þörfnumst í harðri keppni á alþjóðavettvangi. Aron hefur þegar leikið 10 U21-landsleiki fyrir Ísland og þar á framtíð hans að vera. Vonandi mun almenningur og fjölmiðlar bregast við og skora á Aron að halda áfram að leika fyrir Ísland. KSÍ hefur þegar óskað eftir þátttöku Arons í næsta A-landsleik Íslands gegn Færeyjum 14. ágúst nk. Það eru engin rök fyrir því að Aron afsali sér íslensku ríkisfangi sínu í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron valdi bandaríska landsliðið Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. 29. júlí 2013 10:57 Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19 Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00 Klinsmann búinn að ræða við Aron? Þýska blaðið Kicker hefur heimildir fyrir því að Jürgen Klinsmann sé byrjaður að ræða við þá leikmenn sem hann hyggt nota í æfingaleik gegn Bosníu Hersegóvínu í Sarajevó þann 14. ágúst. 29. júlí 2013 15:45 Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að Aron hafi ekki svarað kalli A-landsliðsþjálfara Íslands síðasta árið á sama tíma og fréttist af áhuga landsliðsþjálfara Bandaríkjanna á honum. Tengsl Arons við knattspyrnu vestanhafs eru sögð engin. „Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands," segir í yfirlýsingunni þar sem Aron er beðinn um að endurskoða ákvörðun sína.„Það er einfaldlega þannig að landsliðsmenn Íslands leika fyrir land og þjóð og hljóta fyrir heiður og sæmd." KSÍ hefur óskað eftir því að Aron spili með íslenska landsliðinu æfingaleik gegn Færeyingum þann 14. ágúst næstkomandi. Sama dag mætast Bandaríkin og Bosnía í æfingaleik í Sarajevó. Yfirlýsingin var send á fjölmiðla fyrir stundu og má sjá í heild sinni hér að neðan:Aron Jóhannsson er Íslendingur fæddur í Bandaríkjunum 1990 hvar hann bjó fyrstu ár ævinnar. Foreldrar Arons eru Íslendingar. Aron fékk knattspyrnlegt uppeldi innan vébanda KSÍ hjá Fjölni upp alla yngri flokki (með stuttri dvöl hjá Breiðabliki) og lék síðan í meistaraflokki Fjölnis þar til hann gekk til liðs við AGF í Danmörku 1. september 2010. Aron Jóhannsson lék 10 landsleiki með U21-liði Íslands 2011 og 2012. Af þessum 10 leikjum voru 8 í Evrópukeppni landsliða og var Aron í byrjunarliði Íslands í þeim öllum. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) heimilar leikmönnum að sækja einu sinni um að skipta um landslið uppfylli þeir tiltekin skilyrði jafnvel þó þeir hafi leikið með yngri landsliðum svo fremi sem þeir hafi ekki tekið þátt í opinberum leik með A-landsliðinu. Eitt þeirra skilyrði sem heimilar leikmönnum skipti er að þeir hafi verið fæddir í landinu sem þeir óska eftir að leika fyrir. Aron hefur síðasta árið ekki getað svarað kalli A-landsliðsþjálfara KSÍ vegna meiðsla en á sama tíma bárust fregnir um að landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hefði áhuga á leikmanninum. Tengsl Arons við knattspyrnu í Bandaríkjunum eru engin. Í gær birtist yfirlýsing frá Aron þess efnis að leikmaðurinn kjósi að leika fyrir A-landslið Bandaríkjanna. Það eina sem KSÍ hefur fengið ábendingar um frá hagsmunaaðila er að tekjumöguleikar Arons sem leikmanns fyrir Bandaríkin séu allt aðrir og meiri í formi styrktar- og auglýsingatekna en sem leikmanns Íslands. Það er einfaldlega þannig að landsliðsmenn Íslands leika fyrir land og þjóð og hljóta fyrir heiður og sæmd. Það er eindregin ósk KSÍ að Aron snúi baki við hugmyndum sínum um að skipta um landslið. Aron er Íslendingur í húð og hár sem við þörfnumst í harðri keppni á alþjóðavettvangi. Aron hefur þegar leikið 10 U21-landsleiki fyrir Ísland og þar á framtíð hans að vera. Vonandi mun almenningur og fjölmiðlar bregast við og skora á Aron að halda áfram að leika fyrir Ísland. KSÍ hefur þegar óskað eftir þátttöku Arons í næsta A-landsleik Íslands gegn Færeyjum 14. ágúst nk. Það eru engin rök fyrir því að Aron afsali sér íslensku ríkisfangi sínu í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron valdi bandaríska landsliðið Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. 29. júlí 2013 10:57 Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19 Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00 Klinsmann búinn að ræða við Aron? Þýska blaðið Kicker hefur heimildir fyrir því að Jürgen Klinsmann sé byrjaður að ræða við þá leikmenn sem hann hyggt nota í æfingaleik gegn Bosníu Hersegóvínu í Sarajevó þann 14. ágúst. 29. júlí 2013 15:45 Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Aron valdi bandaríska landsliðið Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. 29. júlí 2013 10:57
Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19
Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Aron Jóhannsson tók þá ákvörðun í gær að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í knattspyrnu og í leiðinni útilokar hann að leika nokkurn tímann með íslenska landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn ósáttur við ákvörðuna. 30. júlí 2013 06:00
Klinsmann búinn að ræða við Aron? Þýska blaðið Kicker hefur heimildir fyrir því að Jürgen Klinsmann sé byrjaður að ræða við þá leikmenn sem hann hyggt nota í æfingaleik gegn Bosníu Hersegóvínu í Sarajevó þann 14. ágúst. 29. júlí 2013 15:45
Skiptar skoðanir um ákvörðun Arons Óhætt er að segja að ákvörðun Arons Jóhannssonar að kjósa að spila fyrir bandaríska landsliðið í knattspyrnu hafi vakið töluverð viðbrögð á samskiptamiðlum. 29. júlí 2013 11:27