Ólafur Björn og Signý í forystu á Símamótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2013 18:10 Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili. Mynd/GSÍmyndir.net Ólafur Björn Loftsson og Signý Arnórsdóttir eru efst eftir fyrsta daginn á fimmta móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Símamótinu, en mótið hófst á Leirdalsvelli í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Alls eru 63 kylfingar skráðir til leiks sem er heldur færri en venjulega. Þetta skýrist meðal annars á því að á sama tíma fer fram Íslandsmót höggleik í flokkum unglinga á Hólmsvelli í Leiru.Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék best í karlaflokki í dag en hann lék Leirdalsvöll á 70 höggum eða einu undir pari. Í öðru sæti er Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili en Rúnar lék í dag á pari vallarins eða á 71 höggi. Jafnir í þriðja til fjórða sæti eru þeir Guðjón Henning Hilmarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar og Aron Snær Hákonarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem léku báðir á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í kvennaflokki er það Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sem hefur forystu. Signý lék í dag á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í öðru sæti er Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún lék á 73 höggum í dag. Jafnar í þriðja til fjórða sæti eru síðan þær Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili. Það verður ræst út á morgun frá kl 7:30 en hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is/skor þar sem skor er uppfært á þriggja holu fresti. Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson og Signý Arnórsdóttir eru efst eftir fyrsta daginn á fimmta móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Símamótinu, en mótið hófst á Leirdalsvelli í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Alls eru 63 kylfingar skráðir til leiks sem er heldur færri en venjulega. Þetta skýrist meðal annars á því að á sama tíma fer fram Íslandsmót höggleik í flokkum unglinga á Hólmsvelli í Leiru.Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék best í karlaflokki í dag en hann lék Leirdalsvöll á 70 höggum eða einu undir pari. Í öðru sæti er Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili en Rúnar lék í dag á pari vallarins eða á 71 höggi. Jafnir í þriðja til fjórða sæti eru þeir Guðjón Henning Hilmarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar og Aron Snær Hákonarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem léku báðir á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í kvennaflokki er það Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sem hefur forystu. Signý lék í dag á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í öðru sæti er Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún lék á 73 höggum í dag. Jafnar í þriðja til fjórða sæti eru síðan þær Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili. Það verður ræst út á morgun frá kl 7:30 en hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is/skor þar sem skor er uppfært á þriggja holu fresti.
Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira