Hraðamyndavél sektar 987 ökumenn á klukkutíma Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2013 08:45 Mörgum ökumanninum finnst hraðamyndavélar vera fjársöfnun hins opinbera Hraðamyndavél ein í áströlskum vegi rétt fyrir framan veggöng myndaði 987 ökumenn aka á yfir 40 kílómetra hraða og sektaði ökumenn frá 289 Ástralídollurum uppí 1.660 slíka. Ef meðaltalssektin liggur þar á milli hafa sektirnar numið 961 þúsund dollurum. Vegna vegaframkvæmda hafði leyfilegur hraði verið lækkaður úr 60 í 40 tímabundið. Á þessu áttuðu ökumenn sig ekki og líklega hafa því allir ökumenn þennan klukutíma verið sektaðir. Þessi sektasúpa olli heilmikilli umræðu sem endaði með því að sektirnar hafa allar verið dregnar til baka og punktarnir sem ökumennirnir fengu í skrár sínar voru einnig felldir niður. Ástralska vegaeftirlitið vill meina að ekkert hafi verið að sektarmyndavélinni, en engu að síður viðurkennt að merkingum hafi verið ábótavant og því dregið allt til baka vegna þess þrýstings sem þessi uppákoma olli. Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent
Hraðamyndavél ein í áströlskum vegi rétt fyrir framan veggöng myndaði 987 ökumenn aka á yfir 40 kílómetra hraða og sektaði ökumenn frá 289 Ástralídollurum uppí 1.660 slíka. Ef meðaltalssektin liggur þar á milli hafa sektirnar numið 961 þúsund dollurum. Vegna vegaframkvæmda hafði leyfilegur hraði verið lækkaður úr 60 í 40 tímabundið. Á þessu áttuðu ökumenn sig ekki og líklega hafa því allir ökumenn þennan klukutíma verið sektaðir. Þessi sektasúpa olli heilmikilli umræðu sem endaði með því að sektirnar hafa allar verið dregnar til baka og punktarnir sem ökumennirnir fengu í skrár sínar voru einnig felldir niður. Ástralska vegaeftirlitið vill meina að ekkert hafi verið að sektarmyndavélinni, en engu að síður viðurkennt að merkingum hafi verið ábótavant og því dregið allt til baka vegna þess þrýstings sem þessi uppákoma olli.
Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent