Sprettharður maður á spretthörðum bílum Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 14:45 Usain Bolt við nýja Ferrari California bíl sinn Það er líklega vel við hæfi að sprettharðasti maður heims, Usain Bolt, sé á spretthörðum bílum. Hann hefur reyndar lengi haft mikinn áhuga á hraðskreiðum bílum og hefur lengi átt Nissan GT-R bíl sem er 2,9 sekúndur í hundraðið. Bolt nær sjálfur um það bil 45 kílómetra hraða og verður að láta það duga á hlaupabrautinni og hefur runnið hundrað metra skeiðið best á 9,58 sekúndum og á heimsmetið fyrir vikið. Bolt á nú orðið vænt bílasafn sem samanstendur nú meðal annars af tveimur BMW bílum, Nissan GT-R, en sá nýjasti er Ferrari California. Hann nær hundraðinu á 3,4 sekúndum með sína 450 hestafla V8 vél. Ekki kemur fram hvort Bolt hafi sjálfur pungað út fyrir Ferrari bílnum, eða hvort hann er gjöf frá bakhjörlum hans. Það felast því líklega nokkur fríðindi því að vera sprettharður. Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent
Það er líklega vel við hæfi að sprettharðasti maður heims, Usain Bolt, sé á spretthörðum bílum. Hann hefur reyndar lengi haft mikinn áhuga á hraðskreiðum bílum og hefur lengi átt Nissan GT-R bíl sem er 2,9 sekúndur í hundraðið. Bolt nær sjálfur um það bil 45 kílómetra hraða og verður að láta það duga á hlaupabrautinni og hefur runnið hundrað metra skeiðið best á 9,58 sekúndum og á heimsmetið fyrir vikið. Bolt á nú orðið vænt bílasafn sem samanstendur nú meðal annars af tveimur BMW bílum, Nissan GT-R, en sá nýjasti er Ferrari California. Hann nær hundraðinu á 3,4 sekúndum með sína 450 hestafla V8 vél. Ekki kemur fram hvort Bolt hafi sjálfur pungað út fyrir Ferrari bílnum, eða hvort hann er gjöf frá bakhjörlum hans. Það felast því líklega nokkur fríðindi því að vera sprettharður.
Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent