Íslensk módel á síðu VOGUE Ellý Ármanns skrifar 7. ágúst 2013 13:30 Myndir eftir íslenskan ljósmyndara, Braga Kort, birtust á vefsíðu ítalska Vogue. Hann sérhæfir sig meðal annars í „fine art nude" myndum en það getur hver sem er skráð sig sem ljósmyndara á þessa síðu. Skjámynd af umræddri mynd á vefsíðu ítalska Vogue.Erfitt þykir fyrir ljósmyndara að fá myndir samþykktar á vefsíðu Vogue tískutímaritsins en Vogue setur stimpilinn sinn á þær. Braga hefur þó tekist að fá nokkrar myndir samþykktar og þar á meðal þessa mynd af íslensku fyrirsætunum Melínu Kolka Guðmundsdóttur og Mariu Jimenez Pacifico. Melina Kolka ásamt Maríu Jimenez Pacifico í myndatökunni.Við spurðum Melínu sem er menntaður grafískur hönnuður um umrædda mynd. Hvernig kom það til að þú tókst þátt í þessu verkefni? „Maria hafði samband við mig og bað mig að taka þátt í þessu verkefni með sér en við þekkjumst í gegnum Kvikmyndaskólann. Ég er bara að prófa mig áfram í módelheiminum en ég er nýkomin á skrá hjá Eskimo."Innileg tengsl „Tilfinningin og áhrifin frá þessari mynd eru ótrúleg. Tengsl þeirra eru innileg og einlæg eins og samband systra eða vinkvenna. Myndin er kröftug en fáguð á sama tíma. Nafn myndarinnar Umhyggja eða affection á svo sannarlega vel við," segir Melina spurð út í myndina og hvað þau leituðust við að skapa. Ljósmyndarinn, Bragi Kort, hefur meðal annars verið að aðstoða Dave Rudin þegar hann var hér á landi að taka „fine art nude" myndir á Íslandi.Hér má sjá flickr síðuna hans BragaHér er hlekkur á sjálfa myndina þar sem hún birtist á Vogue.itPrófíll Braga á Vogue.it Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Myndir eftir íslenskan ljósmyndara, Braga Kort, birtust á vefsíðu ítalska Vogue. Hann sérhæfir sig meðal annars í „fine art nude" myndum en það getur hver sem er skráð sig sem ljósmyndara á þessa síðu. Skjámynd af umræddri mynd á vefsíðu ítalska Vogue.Erfitt þykir fyrir ljósmyndara að fá myndir samþykktar á vefsíðu Vogue tískutímaritsins en Vogue setur stimpilinn sinn á þær. Braga hefur þó tekist að fá nokkrar myndir samþykktar og þar á meðal þessa mynd af íslensku fyrirsætunum Melínu Kolka Guðmundsdóttur og Mariu Jimenez Pacifico. Melina Kolka ásamt Maríu Jimenez Pacifico í myndatökunni.Við spurðum Melínu sem er menntaður grafískur hönnuður um umrædda mynd. Hvernig kom það til að þú tókst þátt í þessu verkefni? „Maria hafði samband við mig og bað mig að taka þátt í þessu verkefni með sér en við þekkjumst í gegnum Kvikmyndaskólann. Ég er bara að prófa mig áfram í módelheiminum en ég er nýkomin á skrá hjá Eskimo."Innileg tengsl „Tilfinningin og áhrifin frá þessari mynd eru ótrúleg. Tengsl þeirra eru innileg og einlæg eins og samband systra eða vinkvenna. Myndin er kröftug en fáguð á sama tíma. Nafn myndarinnar Umhyggja eða affection á svo sannarlega vel við," segir Melina spurð út í myndina og hvað þau leituðust við að skapa. Ljósmyndarinn, Bragi Kort, hefur meðal annars verið að aðstoða Dave Rudin þegar hann var hér á landi að taka „fine art nude" myndir á Íslandi.Hér má sjá flickr síðuna hans BragaHér er hlekkur á sjálfa myndina þar sem hún birtist á Vogue.itPrófíll Braga á Vogue.it
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira