Seinasta plata Nirvana endurútgefin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. ágúst 2013 14:54 Nirvana á Live and Loud-tónleikum MTV. Frá vinstri: Kurt Cobain, Dave Grohl og Krist Novoselic. mynd/getty Senn eru liðin 20 ár frá dauða Kurts Cobain, söngvara, gítarleikara og lagasmið hljómsveitarinnar Nirvana. Þann 8. apríl 1994 fannst hann látinn á heimili sínu í borginni Seattle og er talið að hann hafi fyrirfarið sér þremur dögum áður. Gruggarar um víða veröld syrgðu þennan vinsæla tónlistarmann og fljótlega fóru samsæriskenningar að skjóta upp kollinum. Það er viðbúið að andlátsins verði minnst með einhverjum hætti næsta vor, en nú þegar hefur verið tilkynnt um endurútgáfu plötunnar In Utero í haust. Platan var þriðja og síðasta hljóðversplata Nirvana og kom út 13. september 1993. Upptökustjórn var í höndum hávaðaseggsins Steve Albini og þótti hljómurinn heldur groddalegri en á stjarnfræðilega vinsælum forveranum, plötunni Nevermind. Hljómsveitinni fannst sem pönkaðar lagasmíðarnar hefðu slípast fullmikið í höndum upptökustjórans Butch Vig, en hann hafði dregið fram poppuðustu og melódískustu hliðar sveitarinnar fram á Nevermind. Hljómsveitarmeðlimir voru hins vegar tvístígandi eftir að upptökum lauk og á síðustu stundu voru nokkur lög endurhljóðblönduð og heildarhljómurinn mýktur örlítið, þrátt fyrir mótbárur Albinis. Hráleikinn var þó enn til staðar og gagnrýnendur voru yfir sig hrifnir af In Utero. Fjölmargir aðdáendur sveitarinnar telja plötuna þá bestu sem hún gaf út, og að á henni hafi Nirvana fullkomnað hljóm sinn. Afmælisútgáfan kemur út þann 24. september og inniheldur þrjá geisladiska og einn DVD-disk. Platan verður þar bæði í upprunalegri og í endurhljómjafnaðri útgáfu, ásamt endurhljóðblönduðum tilraunaupptökum (demóum) og hinum frægu en áður ófáanlegu Live and Loud-tónleikum MTV í heild sinni.Harmsaga söngvara Nirvana fylgdi In Utero eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin í október. Að því loknu fór sveitin til Evrópu en þurfti að aflýsa ferðalaginu í byrjun marsmánaðar 1994 eftir að Cobain tók of stóran skammt af Rohypnoli í Róm og lenti á spítala. Þann 18. mars kallaði eiginkona Cobains, Courtney Love, eftir aðstoð lögreglu á heimili þeirra hjóna. Cobain var í sjálfsvígshugleiðingum og hafði læst sig inni í herbergi með byssu. Hann samþykkti í kjölfarið að fara í meðferð, en lét sig hverfa af meðferðarheimilinu 1. apríl og spurðist ekkert til hans fyrr en hann fannst látinn á heimili sínu viku síðar. Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Senn eru liðin 20 ár frá dauða Kurts Cobain, söngvara, gítarleikara og lagasmið hljómsveitarinnar Nirvana. Þann 8. apríl 1994 fannst hann látinn á heimili sínu í borginni Seattle og er talið að hann hafi fyrirfarið sér þremur dögum áður. Gruggarar um víða veröld syrgðu þennan vinsæla tónlistarmann og fljótlega fóru samsæriskenningar að skjóta upp kollinum. Það er viðbúið að andlátsins verði minnst með einhverjum hætti næsta vor, en nú þegar hefur verið tilkynnt um endurútgáfu plötunnar In Utero í haust. Platan var þriðja og síðasta hljóðversplata Nirvana og kom út 13. september 1993. Upptökustjórn var í höndum hávaðaseggsins Steve Albini og þótti hljómurinn heldur groddalegri en á stjarnfræðilega vinsælum forveranum, plötunni Nevermind. Hljómsveitinni fannst sem pönkaðar lagasmíðarnar hefðu slípast fullmikið í höndum upptökustjórans Butch Vig, en hann hafði dregið fram poppuðustu og melódískustu hliðar sveitarinnar fram á Nevermind. Hljómsveitarmeðlimir voru hins vegar tvístígandi eftir að upptökum lauk og á síðustu stundu voru nokkur lög endurhljóðblönduð og heildarhljómurinn mýktur örlítið, þrátt fyrir mótbárur Albinis. Hráleikinn var þó enn til staðar og gagnrýnendur voru yfir sig hrifnir af In Utero. Fjölmargir aðdáendur sveitarinnar telja plötuna þá bestu sem hún gaf út, og að á henni hafi Nirvana fullkomnað hljóm sinn. Afmælisútgáfan kemur út þann 24. september og inniheldur þrjá geisladiska og einn DVD-disk. Platan verður þar bæði í upprunalegri og í endurhljómjafnaðri útgáfu, ásamt endurhljóðblönduðum tilraunaupptökum (demóum) og hinum frægu en áður ófáanlegu Live and Loud-tónleikum MTV í heild sinni.Harmsaga söngvara Nirvana fylgdi In Utero eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin í október. Að því loknu fór sveitin til Evrópu en þurfti að aflýsa ferðalaginu í byrjun marsmánaðar 1994 eftir að Cobain tók of stóran skammt af Rohypnoli í Róm og lenti á spítala. Þann 18. mars kallaði eiginkona Cobains, Courtney Love, eftir aðstoð lögreglu á heimili þeirra hjóna. Cobain var í sjálfsvígshugleiðingum og hafði læst sig inni í herbergi með byssu. Hann samþykkti í kjölfarið að fara í meðferð, en lét sig hverfa af meðferðarheimilinu 1. apríl og spurðist ekkert til hans fyrr en hann fannst látinn á heimili sínu viku síðar.
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira