Óttalausir ökumenn 18. ágúst 2013 11:30 Martelli bræðurnir Matt og Joshua er fyrir löngu orðnir þekktir fyrir ökuhæfni sína í „Gymkhana“ bílaseríunum. Hér sést til þeirra aka breyttum Polaris RZR XP1000 bíl sem hannaður er til aksturs við erfiðar og ósléttar aðstæður. Venjulegur slíkur bíll er vopnaður tveggja strokka 107 hestafl vélsléðavél, en þessi bíll sem þeir sjást aka hér er 190 hestöfl og þar sem bíllinn er aðeins 626 kíló er hann ansi sprækur. Í myndskeiðinu aka þeir um yfrigefna járnnámu austur af Palm Springs í Kaliforníu. Þar má finna ófáar hætturnar, stökkbrettin, djúpar holurnar og snarbrattar hlíðar. Ekki er víst að margir gætu leikið eftir akstur þeirra við þessar aðstæðurnar og víst er að þeir eru ekki lífhræddir, þó svo veltigrind bílsins veiti eitthvert öryggi. Polaris ökutækið er fjórhjóladrifið, en ef ekki er þörf á gripi á framhjólunum tekur hann aðeins á afturdekkjunum, bara til að auka gamanið og láta hann skrika meira gegnum beygjurnar. Sjón er sögu ríkari hér sem fyrr. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Martelli bræðurnir Matt og Joshua er fyrir löngu orðnir þekktir fyrir ökuhæfni sína í „Gymkhana“ bílaseríunum. Hér sést til þeirra aka breyttum Polaris RZR XP1000 bíl sem hannaður er til aksturs við erfiðar og ósléttar aðstæður. Venjulegur slíkur bíll er vopnaður tveggja strokka 107 hestafl vélsléðavél, en þessi bíll sem þeir sjást aka hér er 190 hestöfl og þar sem bíllinn er aðeins 626 kíló er hann ansi sprækur. Í myndskeiðinu aka þeir um yfrigefna járnnámu austur af Palm Springs í Kaliforníu. Þar má finna ófáar hætturnar, stökkbrettin, djúpar holurnar og snarbrattar hlíðar. Ekki er víst að margir gætu leikið eftir akstur þeirra við þessar aðstæðurnar og víst er að þeir eru ekki lífhræddir, þó svo veltigrind bílsins veiti eitthvert öryggi. Polaris ökutækið er fjórhjóladrifið, en ef ekki er þörf á gripi á framhjólunum tekur hann aðeins á afturdekkjunum, bara til að auka gamanið og láta hann skrika meira gegnum beygjurnar. Sjón er sögu ríkari hér sem fyrr.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent