Flottur kádiljákur Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2013 11:15 Cadillac Elmiraj hagmyndabíllinn Cadillac hefur smíðað óvenju fríðan hugmyndabíl sem ekki er eins kantaður og flestar bílgerðir þeirra í dag. Hann hefur fengið nafnið Elmiraj. Þessi bíll verður sýndur á glæsibílasýningunni Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu sem hefst eftir 2 daga. Bíllinn er með coupe lagi og mjúkar línur leika eftir hliðum hans þó örlítil Cadillac-köntun birtist á afturhluta bílsins. Þessi nýi bíll er enginn smásmíð því hann er 5,25 m langur og 193 cm breiður og vegur 1.815 kíló. Þó eru aðeins tvær hurðir á þessum bíl eins og coupe bíl sæmir, en þær eru sannarlega stórar. Coupe formið lýsir sér einnig í löngu húddi og stuttu skotti, stórri afturrúðu en smáum hliðarrúðum. Vélin hæfir bílnum, 500 hestafla V8 með 4,5 lítra sprengirými sem ætti að duga til að koma bílnum úr sporunum. Í Elmiraj eru 4 sæti því miðjustokkur aðskilur sætin að aftan. Leðursæti bílsins eru að karamellulit og í innréttingunni er innfelldur brasilískur rósaviður sem gefur henni eðalt útlit. Mjúkar línur nema að aftanEkkert sérlega ljótur að innan Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent
Cadillac hefur smíðað óvenju fríðan hugmyndabíl sem ekki er eins kantaður og flestar bílgerðir þeirra í dag. Hann hefur fengið nafnið Elmiraj. Þessi bíll verður sýndur á glæsibílasýningunni Pebble Beach Concours d´Elegance í Kaliforníu sem hefst eftir 2 daga. Bíllinn er með coupe lagi og mjúkar línur leika eftir hliðum hans þó örlítil Cadillac-köntun birtist á afturhluta bílsins. Þessi nýi bíll er enginn smásmíð því hann er 5,25 m langur og 193 cm breiður og vegur 1.815 kíló. Þó eru aðeins tvær hurðir á þessum bíl eins og coupe bíl sæmir, en þær eru sannarlega stórar. Coupe formið lýsir sér einnig í löngu húddi og stuttu skotti, stórri afturrúðu en smáum hliðarrúðum. Vélin hæfir bílnum, 500 hestafla V8 með 4,5 lítra sprengirými sem ætti að duga til að koma bílnum úr sporunum. Í Elmiraj eru 4 sæti því miðjustokkur aðskilur sætin að aftan. Leðursæti bílsins eru að karamellulit og í innréttingunni er innfelldur brasilískur rósaviður sem gefur henni eðalt útlit. Mjúkar línur nema að aftanEkkert sérlega ljótur að innan
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent