Mustang í 180 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2013 08:45 Flestir nýir bílar hafa farið í mikla megrun frá síðustu gerð þeirra og þrýstingur stjórnvalda um lækkun eyðslu og mengunar eru þar stærsti áhrifaþátturinn. Þrýstingurinn á bandaríska bílaframleiðendur er síst minni en á þá evrópsku. Því vinnur Ford nú að því að minnka þyngd næstu kynslóðar Mustang sportbíla sinna og á það að skila 180 kg léttari bíl, hvorki meira né minna. Núna er Ford Mustang 1.635 kíló, en verður því 1.455 kíló. Mun bíllinn því léttast um 11% og því eðlilegt að áætla að eldsneytisnotkununin og mengun bílsins fari niður um samsvarandi tölu. Léttara smíðaefni verður notað og ál spilar þar stóran þátt, sem og þynnra hástyrktarstál. Helstu samkeppnisbílar Mustang í Bandaríkjunum, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger eru 120 og 200 kílóum þyngri, en búast má við því að þeir fari líka í mikla megrun við næstu kynslóð þeirrra. Þessi næsta kynslóð Mustang, sem verður sú sjötta í röðinni, verður styttri en núverandi bíll og munar þar heilum 38 sentimetrum. Bíllinn verður einnig 16,5 sentimetrum mjórri. Núverandi bíll er 4,8 metrar. Mustang mun hækka í verði um 10% og vonandi verður sú hækkun þess virði. Sjötta kynslóð Mustang verður kynnt til sögunnar á bílasýningunni North American International Auto Show í Detroit í janúar. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Flestir nýir bílar hafa farið í mikla megrun frá síðustu gerð þeirra og þrýstingur stjórnvalda um lækkun eyðslu og mengunar eru þar stærsti áhrifaþátturinn. Þrýstingurinn á bandaríska bílaframleiðendur er síst minni en á þá evrópsku. Því vinnur Ford nú að því að minnka þyngd næstu kynslóðar Mustang sportbíla sinna og á það að skila 180 kg léttari bíl, hvorki meira né minna. Núna er Ford Mustang 1.635 kíló, en verður því 1.455 kíló. Mun bíllinn því léttast um 11% og því eðlilegt að áætla að eldsneytisnotkununin og mengun bílsins fari niður um samsvarandi tölu. Léttara smíðaefni verður notað og ál spilar þar stóran þátt, sem og þynnra hástyrktarstál. Helstu samkeppnisbílar Mustang í Bandaríkjunum, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger eru 120 og 200 kílóum þyngri, en búast má við því að þeir fari líka í mikla megrun við næstu kynslóð þeirrra. Þessi næsta kynslóð Mustang, sem verður sú sjötta í röðinni, verður styttri en núverandi bíll og munar þar heilum 38 sentimetrum. Bíllinn verður einnig 16,5 sentimetrum mjórri. Núverandi bíll er 4,8 metrar. Mustang mun hækka í verði um 10% og vonandi verður sú hækkun þess virði. Sjötta kynslóð Mustang verður kynnt til sögunnar á bílasýningunni North American International Auto Show í Detroit í janúar.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent