Wiesmann gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2013 13:15 Þýski ofursportbílaframleiðandinn Wiesmann hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Kemur það ef til vill fáum á óvart en fyrirtækið hefur ekki kynnt nýjan bíl í mörg herrans ár heldur haldið sig við gamla útlitshönnun bíla sinna. Bílar Wiesmann hafa engu að síður vakið aðdáun bílaáhugmanna, enda engir aumingjar þar á ferð. Wiesmann hefur framleitt um 200 bíla á ári á undanförnum árum. Þeir hafa verið með BMW vélar og nýjustu árgerðirnar hafa verið með 547 hestaflabúnt undir húddinu. Bæði götubíllinn GT MF5 og keppnisakstursbíllinn GT MF4-CS hafa skartað þeirri vél og bílarnir því æði snarpir, en götubíllinn er 3,9 sekúndur í hundraðið. Það eru bræðurnir Martin og Friedhelm Wiesmann sem stofnuðu fyrirtækið árið 1985, en nú gæti 28 ára sögu þess verið lokið. Kannski kaupir einhver loðinn um lófana sig inn í fyrirtækið og kemur því frá gjaldþroti, en greiðslustöðvun er nú oftast undanfari þess. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent
Þýski ofursportbílaframleiðandinn Wiesmann hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Kemur það ef til vill fáum á óvart en fyrirtækið hefur ekki kynnt nýjan bíl í mörg herrans ár heldur haldið sig við gamla útlitshönnun bíla sinna. Bílar Wiesmann hafa engu að síður vakið aðdáun bílaáhugmanna, enda engir aumingjar þar á ferð. Wiesmann hefur framleitt um 200 bíla á ári á undanförnum árum. Þeir hafa verið með BMW vélar og nýjustu árgerðirnar hafa verið með 547 hestaflabúnt undir húddinu. Bæði götubíllinn GT MF5 og keppnisakstursbíllinn GT MF4-CS hafa skartað þeirri vél og bílarnir því æði snarpir, en götubíllinn er 3,9 sekúndur í hundraðið. Það eru bræðurnir Martin og Friedhelm Wiesmann sem stofnuðu fyrirtækið árið 1985, en nú gæti 28 ára sögu þess verið lokið. Kannski kaupir einhver loðinn um lófana sig inn í fyrirtækið og kemur því frá gjaldþroti, en greiðslustöðvun er nú oftast undanfari þess.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent