Rafmagnsreiðhjól sem heldur 80 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2013 10:15 Flest reiðhjól með rafhlöðum hafa takmörkun á hraða þeim sem hjólin geta náð með tilstilli rafhlöðunnar. Þessi hjóleigandi hefur ekki áhuga á slíkum takmörkunum og hefur bætt við 72 volta lithium-ion aukarafhlöðu sem hann hefur í bakpoka sínum. Fyrir vikið geysist hjól hans áfram og getur haldið 80 km hraða á klukkustund í lengri tíma. Drægni hjólsins er líka mikið, eða 60 kílómetrar. Því ætti hann að geta komist þá vegalengd á um 45 mínútum. Eigandinn er ekki nema tvær klukkustundir að fullhlaða rafhlöður hjólsins, svo þarna er komið frartæki sem auðveldlega getur leyst bílinn af hólmi á stað eins og þessum, í Kaliforníu. Sjá má hversu öflugt hjólið er í meðfylgjandi myndskeiði og mikinn áhuga vegfarenda á þessu magnaða hjóli. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent
Flest reiðhjól með rafhlöðum hafa takmörkun á hraða þeim sem hjólin geta náð með tilstilli rafhlöðunnar. Þessi hjóleigandi hefur ekki áhuga á slíkum takmörkunum og hefur bætt við 72 volta lithium-ion aukarafhlöðu sem hann hefur í bakpoka sínum. Fyrir vikið geysist hjól hans áfram og getur haldið 80 km hraða á klukkustund í lengri tíma. Drægni hjólsins er líka mikið, eða 60 kílómetrar. Því ætti hann að geta komist þá vegalengd á um 45 mínútum. Eigandinn er ekki nema tvær klukkustundir að fullhlaða rafhlöður hjólsins, svo þarna er komið frartæki sem auðveldlega getur leyst bílinn af hólmi á stað eins og þessum, í Kaliforníu. Sjá má hversu öflugt hjólið er í meðfylgjandi myndskeiði og mikinn áhuga vegfarenda á þessu magnaða hjóli.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent