Neitun Jim Carrey sögð milljarða virði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2013 16:31 Réttsælis frá vinstri: Leikarinn Jim Carrey, leikstjórinn Jeff Wadlow og myndasöguhöfundurinn Mark Millar. samsett mynd Mark Millar, skapari myndasögunnar Kick-Ass, segir ákvörðun leikarans Jims Carrey um að taka ekki þátt í auglýsingaherferð kvikmyndarinnar Kick-Ass 2 vera 3,6 milljarða virði. Carrey leikur í kvikmyndinni, sem frumsýnd verður í þessum mánuði, og ákvað hann í kjölfar fjöldamorðanna í Sandy Hook að veita ekki viðtöl vegna myndarinnar. „Ég lék í myndinni mánuði fyrir fjöldamorðin en nú get ég ekki, samvisku minnar vegna, lagt blessun mína yfir ofbeldi af þessu tagi,“ skrifaði leikarinn á Twitter-síðu sína í júní. Í viðtali við kvikmyndavef Yahoo! segir Millar ummæli Carrey vera frábær. „Kick-Ass 2 er 28 milljón dollara mynd. Við höfum ekki sama fjármagn og The Lone Ranger eða einhver af hinum risamyndum sumarsins. En við vorum meira í blöðunum.“ Millar segir „baunateljarana“ hjá Universal-kvikmyndaverinu hafa reiknað það út að fjölmiðlaumfjöllunin um ákvörðun Carreys hafi verið um 30 milljón dala virði. Það jafngildir um 3,6 milljörðum króna. Jeff Wadlow, leikstjóri myndarinnar, tekur þó ekki undir orð Millars. „Hvaðan fær hann þessar tölur? Ég elska Mark. Þetta hefur hann dregið út úr afturendanum á sér.“ Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Mark Millar, skapari myndasögunnar Kick-Ass, segir ákvörðun leikarans Jims Carrey um að taka ekki þátt í auglýsingaherferð kvikmyndarinnar Kick-Ass 2 vera 3,6 milljarða virði. Carrey leikur í kvikmyndinni, sem frumsýnd verður í þessum mánuði, og ákvað hann í kjölfar fjöldamorðanna í Sandy Hook að veita ekki viðtöl vegna myndarinnar. „Ég lék í myndinni mánuði fyrir fjöldamorðin en nú get ég ekki, samvisku minnar vegna, lagt blessun mína yfir ofbeldi af þessu tagi,“ skrifaði leikarinn á Twitter-síðu sína í júní. Í viðtali við kvikmyndavef Yahoo! segir Millar ummæli Carrey vera frábær. „Kick-Ass 2 er 28 milljón dollara mynd. Við höfum ekki sama fjármagn og The Lone Ranger eða einhver af hinum risamyndum sumarsins. En við vorum meira í blöðunum.“ Millar segir „baunateljarana“ hjá Universal-kvikmyndaverinu hafa reiknað það út að fjölmiðlaumfjöllunin um ákvörðun Carreys hafi verið um 30 milljón dala virði. Það jafngildir um 3,6 milljörðum króna. Jeff Wadlow, leikstjóri myndarinnar, tekur þó ekki undir orð Millars. „Hvaðan fær hann þessar tölur? Ég elska Mark. Þetta hefur hann dregið út úr afturendanum á sér.“
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira