Óbreyttur BMW 635CSi og í frábæru standi Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2013 09:18 BMW 635 bíllinn er orðinn að fornbíl, enda 27 ára. Einn af fallegri fornbílum landsins er þessi gullfallegi BMW 635CSi af árgerð 1986 sem er í eigu Jörundar Kristinssonar sem haldið hefur bílnum í fullkomnu ástandi. Honum hefur aðeins verið ekið 115.000 kílómetra frá upphafi og er notaður spari af eiganda sínum. Bíllinn er algerlega í upprunanlegu ástandi og er í 100% ásigkomulagi. Lakkið er upprunanlegt og hreinlega allt annað í bílnum einnig en hann hefur fengið fyrirmyndaviðhald frá upphafi. Þessi bílgerð fékk framleiðslunúmerið E24 hjá BMW, var handsmíðaður í Dingolfing verksmiðju BMW. Fluttur inn notaður árið 2001Var þessi bíll framleiddur í 86.216 eintökum á árunum 1976 til 1989, eða aðeins 6.158 eintökum að jafnaði á ári, enda með dýrari bílum sem BMW framleiddi á þessum árum. Á sama tíma framleiddi BMW þristinn í 2,3 milljónum eintaka. Bíllinn var fluttur inn notaður frá Freiburg í Þýskalandi árið 2001 og hafði einungis verið í eigu eins eiganda þar. Jörundur eignaðist bílinn árið 2008, en bíllinn hafði þá verið í eigu tveggja íslenskra eigenda áður. Frakkinn Paul Bracq hannaði þennan fríða bíl, en hann teiknaði bíla fyrir BMW, Mercedes Benz og fleiri bílaframleiðendur. Bíllinn er með sex sílindra línuvél sem er 218 hestöfl og með fjögurra gíra sjálfskiptingu. Rauða lit bílsins kallaði BMW Karminrot og og innréttinguna Leder Schwarz, en bíllinn er með svörtum leðursætum. Verðmikið eintakVirði þessa bíls Jörundar í svona ástandi er um 23.000 Evrur í dag, eða um 3,6 milljónir króna og ef slíkur vagn væri fluttur til landsins í dag myndi verð hans tvöfaldast hingað kominn. Á tímum framleiðslu BMW 635CSi kostaði nýr 7-línu lúxusbíll BMW svo til helmingi minna en þessa bíll. Enginn nýr BMW 635CSi var fluttur til landsins. Varadekkið hefur aldrei verið notað og sjúkrakassinn í skottinu enn í umbúðunum og öll verkfærin í verkfæraboxinu í skottlokinu. Alla tíð hefur hann eingöngu verið notaður sem sumarbíll og ekið í þurru veðri. Leitaði lengi af BMW 635 CSiJörundur hafði leitað að svona bíl hér á landi í nokkur ár en hann vissi ekki af þessum lengst af. Flestar hinna "Sexanna" voru illa farnar og mikið ryðgaðar og lá því ekki gott eintak á lausu. Fór hann þá að huga að öðrum bíladraumum. Í því leitarferli hitti Jörundur á hjálpsaman bílasala hjá Bílasölunni X4 sem þá var og komst þar á snoðir um þennan bíl og tjáð að hugsanlega gæti hann verið til sölu til rétts aðila. Snerist það fyrst og fremst um að bíllinn kæmist í hendur aðila sem passaði vel upp á hann og léti breytingar vera. Jörundur taldi sig vera hinn eina rétta kaupanda en það tók seljandann 2 vikur að ákveða sig en síðan var gengið frá kaupunum. Engar breytingarJörundur hefur engar breytingar gert, nema setja undir hann 16 tommu BBS felgur í stað 14 tommu BBS felga sem hann kom á. Hann á þó upphaflegu felgurnar því þær mega ekki verða viðskila við bílinn að hans mati. Þá keypti hann upprunanleg afturljósa- og þokuljósagler sem voru aðeins farin að mattast. Bíllinn er þægilegur í öllum viðgerðum þar sem hlutar úr öðrum bílum passa í þessa bíla nema auðvitað boddyhlutirnir en þá hefur Jörundur ekki þurft að skipta um sem betur fer. Í Vestmannaeyjum í sumarJörundur fór með bílinn á heimaslóðir til Eyja í sumar til að njóta hans í fríinu. "Það var skemmtileg frelsistilfinning að njóta þess að keyra hann um Heimaey, á löglegum hraða auðvitað. Hér á landi er áhugamannaklúbbur um BMW, www.bmwkraftur.is. Þar er ég, að ég held, elstur í hópnum hef þar predikað svolítið yfir mönnum að breyta ekki bílunum of mikið því oft er ekki aftur snúið og miklar breytingar oft mjög neikvæðar fyrir bílinn, ekki síst verðgildið", sagði Jörundur að lokum. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Einn af fallegri fornbílum landsins er þessi gullfallegi BMW 635CSi af árgerð 1986 sem er í eigu Jörundar Kristinssonar sem haldið hefur bílnum í fullkomnu ástandi. Honum hefur aðeins verið ekið 115.000 kílómetra frá upphafi og er notaður spari af eiganda sínum. Bíllinn er algerlega í upprunanlegu ástandi og er í 100% ásigkomulagi. Lakkið er upprunanlegt og hreinlega allt annað í bílnum einnig en hann hefur fengið fyrirmyndaviðhald frá upphafi. Þessi bílgerð fékk framleiðslunúmerið E24 hjá BMW, var handsmíðaður í Dingolfing verksmiðju BMW. Fluttur inn notaður árið 2001Var þessi bíll framleiddur í 86.216 eintökum á árunum 1976 til 1989, eða aðeins 6.158 eintökum að jafnaði á ári, enda með dýrari bílum sem BMW framleiddi á þessum árum. Á sama tíma framleiddi BMW þristinn í 2,3 milljónum eintaka. Bíllinn var fluttur inn notaður frá Freiburg í Þýskalandi árið 2001 og hafði einungis verið í eigu eins eiganda þar. Jörundur eignaðist bílinn árið 2008, en bíllinn hafði þá verið í eigu tveggja íslenskra eigenda áður. Frakkinn Paul Bracq hannaði þennan fríða bíl, en hann teiknaði bíla fyrir BMW, Mercedes Benz og fleiri bílaframleiðendur. Bíllinn er með sex sílindra línuvél sem er 218 hestöfl og með fjögurra gíra sjálfskiptingu. Rauða lit bílsins kallaði BMW Karminrot og og innréttinguna Leder Schwarz, en bíllinn er með svörtum leðursætum. Verðmikið eintakVirði þessa bíls Jörundar í svona ástandi er um 23.000 Evrur í dag, eða um 3,6 milljónir króna og ef slíkur vagn væri fluttur til landsins í dag myndi verð hans tvöfaldast hingað kominn. Á tímum framleiðslu BMW 635CSi kostaði nýr 7-línu lúxusbíll BMW svo til helmingi minna en þessa bíll. Enginn nýr BMW 635CSi var fluttur til landsins. Varadekkið hefur aldrei verið notað og sjúkrakassinn í skottinu enn í umbúðunum og öll verkfærin í verkfæraboxinu í skottlokinu. Alla tíð hefur hann eingöngu verið notaður sem sumarbíll og ekið í þurru veðri. Leitaði lengi af BMW 635 CSiJörundur hafði leitað að svona bíl hér á landi í nokkur ár en hann vissi ekki af þessum lengst af. Flestar hinna "Sexanna" voru illa farnar og mikið ryðgaðar og lá því ekki gott eintak á lausu. Fór hann þá að huga að öðrum bíladraumum. Í því leitarferli hitti Jörundur á hjálpsaman bílasala hjá Bílasölunni X4 sem þá var og komst þar á snoðir um þennan bíl og tjáð að hugsanlega gæti hann verið til sölu til rétts aðila. Snerist það fyrst og fremst um að bíllinn kæmist í hendur aðila sem passaði vel upp á hann og léti breytingar vera. Jörundur taldi sig vera hinn eina rétta kaupanda en það tók seljandann 2 vikur að ákveða sig en síðan var gengið frá kaupunum. Engar breytingarJörundur hefur engar breytingar gert, nema setja undir hann 16 tommu BBS felgur í stað 14 tommu BBS felga sem hann kom á. Hann á þó upphaflegu felgurnar því þær mega ekki verða viðskila við bílinn að hans mati. Þá keypti hann upprunanleg afturljósa- og þokuljósagler sem voru aðeins farin að mattast. Bíllinn er þægilegur í öllum viðgerðum þar sem hlutar úr öðrum bílum passa í þessa bíla nema auðvitað boddyhlutirnir en þá hefur Jörundur ekki þurft að skipta um sem betur fer. Í Vestmannaeyjum í sumarJörundur fór með bílinn á heimaslóðir til Eyja í sumar til að njóta hans í fríinu. "Það var skemmtileg frelsistilfinning að njóta þess að keyra hann um Heimaey, á löglegum hraða auðvitað. Hér á landi er áhugamannaklúbbur um BMW, www.bmwkraftur.is. Þar er ég, að ég held, elstur í hópnum hef þar predikað svolítið yfir mönnum að breyta ekki bílunum of mikið því oft er ekki aftur snúið og miklar breytingar oft mjög neikvæðar fyrir bílinn, ekki síst verðgildið", sagði Jörundur að lokum.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent