Opel lokar í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2013 10:17 Opel stoppaði ekki lengi við í Ástralíu Opel stoppaði stutt við hjá andfætlingum okkar í Ástralíu, en fyrirtækið hóf sölu bíla þar fyrir tæpu ári síðan en gafst upp á dögunum eftir að hafa selt einungis 1.530 bíla. Það að Opel skildi draga bíla sína algerlega af markaði svo skömmu eftir þessa tilraun sína til að tryggja merkinu sess í álfunni kom nokkuð á óvart. Boðað var til fundar með söluumboðunum sem opnuð höfðu verið á álfunni og þar bjuggust flestir við jákvæðum fréttum um frekari sókn með nýjum gerðum Zafira og Mokka bílanna. Annað kom á daginn því eina tilefni fundarins var að kynna brotthvarf Opel frá álfunni. General Motors, eigandi Opel, hefur átt í margskonar vandræðum með Opel merkið þrátt fyrir að bílar Opel þyki áreiðanlegir og góðir og hafi margir hverjir unnið til verðlauna á undanförnum árum. GM hefur tapað miklum fjármunum á Opel og Chevrolet í Evrópu á undanförnum árum og er greinilega ekki tilbúið að endurtaka þann leik í Ástralíu. Þó er vart hægt að segja að Opel hafi fengið alvöru séns á þessum skamma tíma sem það fékk til að sanna sig á bílamarkaðnum í Ástralíu. Bent hefur verið á að hin raunverulega ástæða þess að Opel dregur sig af Ástralímarkaði sé að fyrirtækið hafi ekki geta keppt við verð Volkswagen þar. Opel Astra var sem dæmi á 23.900 Ástralíudollara á meðan Volkswagen Golf var boðinn á 19.900 dollara og ef Opel hefði lækkað sig að því verði blasti bara við tap af sölu bílsins, sem og annarra gerða Opel. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður
Opel stoppaði stutt við hjá andfætlingum okkar í Ástralíu, en fyrirtækið hóf sölu bíla þar fyrir tæpu ári síðan en gafst upp á dögunum eftir að hafa selt einungis 1.530 bíla. Það að Opel skildi draga bíla sína algerlega af markaði svo skömmu eftir þessa tilraun sína til að tryggja merkinu sess í álfunni kom nokkuð á óvart. Boðað var til fundar með söluumboðunum sem opnuð höfðu verið á álfunni og þar bjuggust flestir við jákvæðum fréttum um frekari sókn með nýjum gerðum Zafira og Mokka bílanna. Annað kom á daginn því eina tilefni fundarins var að kynna brotthvarf Opel frá álfunni. General Motors, eigandi Opel, hefur átt í margskonar vandræðum með Opel merkið þrátt fyrir að bílar Opel þyki áreiðanlegir og góðir og hafi margir hverjir unnið til verðlauna á undanförnum árum. GM hefur tapað miklum fjármunum á Opel og Chevrolet í Evrópu á undanförnum árum og er greinilega ekki tilbúið að endurtaka þann leik í Ástralíu. Þó er vart hægt að segja að Opel hafi fengið alvöru séns á þessum skamma tíma sem það fékk til að sanna sig á bílamarkaðnum í Ástralíu. Bent hefur verið á að hin raunverulega ástæða þess að Opel dregur sig af Ástralímarkaði sé að fyrirtækið hafi ekki geta keppt við verð Volkswagen þar. Opel Astra var sem dæmi á 23.900 Ástralíudollara á meðan Volkswagen Golf var boðinn á 19.900 dollara og ef Opel hefði lækkað sig að því verði blasti bara við tap af sölu bílsins, sem og annarra gerða Opel.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður