Opel lokar í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2013 10:17 Opel stoppaði ekki lengi við í Ástralíu Opel stoppaði stutt við hjá andfætlingum okkar í Ástralíu, en fyrirtækið hóf sölu bíla þar fyrir tæpu ári síðan en gafst upp á dögunum eftir að hafa selt einungis 1.530 bíla. Það að Opel skildi draga bíla sína algerlega af markaði svo skömmu eftir þessa tilraun sína til að tryggja merkinu sess í álfunni kom nokkuð á óvart. Boðað var til fundar með söluumboðunum sem opnuð höfðu verið á álfunni og þar bjuggust flestir við jákvæðum fréttum um frekari sókn með nýjum gerðum Zafira og Mokka bílanna. Annað kom á daginn því eina tilefni fundarins var að kynna brotthvarf Opel frá álfunni. General Motors, eigandi Opel, hefur átt í margskonar vandræðum með Opel merkið þrátt fyrir að bílar Opel þyki áreiðanlegir og góðir og hafi margir hverjir unnið til verðlauna á undanförnum árum. GM hefur tapað miklum fjármunum á Opel og Chevrolet í Evrópu á undanförnum árum og er greinilega ekki tilbúið að endurtaka þann leik í Ástralíu. Þó er vart hægt að segja að Opel hafi fengið alvöru séns á þessum skamma tíma sem það fékk til að sanna sig á bílamarkaðnum í Ástralíu. Bent hefur verið á að hin raunverulega ástæða þess að Opel dregur sig af Ástralímarkaði sé að fyrirtækið hafi ekki geta keppt við verð Volkswagen þar. Opel Astra var sem dæmi á 23.900 Ástralíudollara á meðan Volkswagen Golf var boðinn á 19.900 dollara og ef Opel hefði lækkað sig að því verði blasti bara við tap af sölu bílsins, sem og annarra gerða Opel. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Opel stoppaði stutt við hjá andfætlingum okkar í Ástralíu, en fyrirtækið hóf sölu bíla þar fyrir tæpu ári síðan en gafst upp á dögunum eftir að hafa selt einungis 1.530 bíla. Það að Opel skildi draga bíla sína algerlega af markaði svo skömmu eftir þessa tilraun sína til að tryggja merkinu sess í álfunni kom nokkuð á óvart. Boðað var til fundar með söluumboðunum sem opnuð höfðu verið á álfunni og þar bjuggust flestir við jákvæðum fréttum um frekari sókn með nýjum gerðum Zafira og Mokka bílanna. Annað kom á daginn því eina tilefni fundarins var að kynna brotthvarf Opel frá álfunni. General Motors, eigandi Opel, hefur átt í margskonar vandræðum með Opel merkið þrátt fyrir að bílar Opel þyki áreiðanlegir og góðir og hafi margir hverjir unnið til verðlauna á undanförnum árum. GM hefur tapað miklum fjármunum á Opel og Chevrolet í Evrópu á undanförnum árum og er greinilega ekki tilbúið að endurtaka þann leik í Ástralíu. Þó er vart hægt að segja að Opel hafi fengið alvöru séns á þessum skamma tíma sem það fékk til að sanna sig á bílamarkaðnum í Ástralíu. Bent hefur verið á að hin raunverulega ástæða þess að Opel dregur sig af Ástralímarkaði sé að fyrirtækið hafi ekki geta keppt við verð Volkswagen þar. Opel Astra var sem dæmi á 23.900 Ástralíudollara á meðan Volkswagen Golf var boðinn á 19.900 dollara og ef Opel hefði lækkað sig að því verði blasti bara við tap af sölu bílsins, sem og annarra gerða Opel.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent