Bregðast við þvagláti við Þorrasali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2013 14:15 Mynd/Samsett Forsvarsmenn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar vonast til þess tilfellum fækki þar sem kylfingar „taki út á sér sprellann" á 13. braut vallarins. Íbúi í Þorrasölum í Kópavogi sendi klúbbnum bréf í vikunni. Þar sagði hann að ekki væri hægt að hafast við úti á svölum á blokk sinni. „Mig langar að koma þeim tilmælum til skila að þið biðjið golfiðkendur vinsamlega að hætta að kasta af sér þvagi beint fyrir framan blokkirnar í Þorrasölum. Hér er ekki hægt að vera út á svölum án þess að einhver karlinn taki ekki út á sér "sprellann" og kasti af sér þvagi,“ eins og segir í bréfinu. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, segir í samtali við Kylfing.is að áform klúbbsins séu að bæta salernisaðstöðu á umræddu svæði. „„Við erum með flotta salernisaðstöðu við 12. teig. Það er jafnframt stefna okkar að setja upp kamar við flöt á 14. braut, sem nýtist þá þeim sem spila Mýrina líka (5. flöt). Þangað til vonumst við til að karlkynskylfingar finni önnur úrræði en þau að hrella granna okkar í Þorrasölum, enda er okkur í mun að viðhalda nágrannakærleikanum,“ segir Agnar. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Forsvarsmenn Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar vonast til þess tilfellum fækki þar sem kylfingar „taki út á sér sprellann" á 13. braut vallarins. Íbúi í Þorrasölum í Kópavogi sendi klúbbnum bréf í vikunni. Þar sagði hann að ekki væri hægt að hafast við úti á svölum á blokk sinni. „Mig langar að koma þeim tilmælum til skila að þið biðjið golfiðkendur vinsamlega að hætta að kasta af sér þvagi beint fyrir framan blokkirnar í Þorrasölum. Hér er ekki hægt að vera út á svölum án þess að einhver karlinn taki ekki út á sér "sprellann" og kasti af sér þvagi,“ eins og segir í bréfinu. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, segir í samtali við Kylfing.is að áform klúbbsins séu að bæta salernisaðstöðu á umræddu svæði. „„Við erum með flotta salernisaðstöðu við 12. teig. Það er jafnframt stefna okkar að setja upp kamar við flöt á 14. braut, sem nýtist þá þeim sem spila Mýrina líka (5. flöt). Þangað til vonumst við til að karlkynskylfingar finni önnur úrræði en þau að hrella granna okkar í Þorrasölum, enda er okkur í mun að viðhalda nágrannakærleikanum,“ segir Agnar.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira