Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi Boði Logason skrifar 28. ágúst 2013 07:00 Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Ísland. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Skilaboð, þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi, voru sett inn á spjallborð nýnasista fyrir níu dögum síðan. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Það er notandinn Swastika88 sem setti inn skilaboðin þann 19. ágúst síðastliðinn. Þar er sagt frá því að borgarráð Reykjavíkur hafi samþykkt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir því að Félag múslima á Íslandi fái lóð undir mosku. Reykjavíkurborg hafi þó ekki samþykkt bygginguna endanlega „vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er á móti hugmyndinni um að ný moska verði byggð. Ef moskan verður byggð hefur það hræðilegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina," segir meðal annars í skilaboðunum. Á Facebook má finna síður tveggja andstæðra hópa í þessum efnum: Mótmælum mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.900 manns hafa líkað við, og Við mótmælum EKKI mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.500 manns hafa líkað við. Í skilaboðunum á Stormfront.org eru notendur hvattir til að líka við fyrrnefnda síðu, þar sem sú síðarnefnda sé að sækja í sig veðrið. „Íslenskir fjölmiðlar hafa nefnt þessar síður þegar fjallað er um fréttir sem eru tengdar þessu [innsk. blm. byggingu mosku]. Svo þetta er mjög öflugt tæki til að sýna að við viljum ekki mosku eða uppgang íslamstrúar hér á Íslandi."Skjáskot af skilaboðunum sem birtust á spjallborði Stormfront.orgmynd/stormfront.orgSverrir segir að skilaboðin hafi haft eitthvað að segja því eftir að þau voru sett inn fyrir níu dögum hafi um 400 manns bæst við hópinn. Hann segir að á síðunni Mótmælum EKKI mosku á Íslandi hafi hann reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þangað hafa borist. „En maður er alltaf að svara sömu leiðinlegu spurningunum aftur og aftur. Ég hef reynt að setja inn jákvætt efni, setja myndir af moskum og meðal annars myndir frá Egyptalandi." Félag múslima á Íslandi bíður nú eftir formlegu leyfi frá Reykjavíkurborg, og vonast Sverrir til þess að það fáist eftir tvær til þrjár vikur. „Ef við fáum formlegt leyfi, þá förum við í fjáröflun og vonumst til að ráðast í framkvæmdir strax næsta vor. Moskan ætti svo að rísa eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni.Facebook-síðurnar tvær. Önnur mótmælir nýju moskunni en hin mótmælir henni ekki.mynd/Facebook Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Skilaboð, þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi, voru sett inn á spjallborð nýnasista fyrir níu dögum síðan. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Það er notandinn Swastika88 sem setti inn skilaboðin þann 19. ágúst síðastliðinn. Þar er sagt frá því að borgarráð Reykjavíkur hafi samþykkt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir því að Félag múslima á Íslandi fái lóð undir mosku. Reykjavíkurborg hafi þó ekki samþykkt bygginguna endanlega „vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er á móti hugmyndinni um að ný moska verði byggð. Ef moskan verður byggð hefur það hræðilegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina," segir meðal annars í skilaboðunum. Á Facebook má finna síður tveggja andstæðra hópa í þessum efnum: Mótmælum mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.900 manns hafa líkað við, og Við mótmælum EKKI mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.500 manns hafa líkað við. Í skilaboðunum á Stormfront.org eru notendur hvattir til að líka við fyrrnefnda síðu, þar sem sú síðarnefnda sé að sækja í sig veðrið. „Íslenskir fjölmiðlar hafa nefnt þessar síður þegar fjallað er um fréttir sem eru tengdar þessu [innsk. blm. byggingu mosku]. Svo þetta er mjög öflugt tæki til að sýna að við viljum ekki mosku eða uppgang íslamstrúar hér á Íslandi."Skjáskot af skilaboðunum sem birtust á spjallborði Stormfront.orgmynd/stormfront.orgSverrir segir að skilaboðin hafi haft eitthvað að segja því eftir að þau voru sett inn fyrir níu dögum hafi um 400 manns bæst við hópinn. Hann segir að á síðunni Mótmælum EKKI mosku á Íslandi hafi hann reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þangað hafa borist. „En maður er alltaf að svara sömu leiðinlegu spurningunum aftur og aftur. Ég hef reynt að setja inn jákvætt efni, setja myndir af moskum og meðal annars myndir frá Egyptalandi." Félag múslima á Íslandi bíður nú eftir formlegu leyfi frá Reykjavíkurborg, og vonast Sverrir til þess að það fáist eftir tvær til þrjár vikur. „Ef við fáum formlegt leyfi, þá förum við í fjáröflun og vonumst til að ráðast í framkvæmdir strax næsta vor. Moskan ætti svo að rísa eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni.Facebook-síðurnar tvær. Önnur mótmælir nýju moskunni en hin mótmælir henni ekki.mynd/Facebook
Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira