Mamma hittir pabba Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2013 09:30 Mamma og Pabbi á fagnaðarfundi Fyrir stuttu vildi svo skemmtilega til að þeir tveir bílar á Íslandi sem bera skráningarnúmerin Mamma og Pabbi hittust og urðu að sjálfsögðu með þeim fagnaðarfundir. Eigendurnir búa í sitthvoru bæjarfélaginu. Bíllinn með skráningarnúmerinu Pabbi er á Selfossi og eigandi hans fréttamaðurinn geðþekki, Magnús Hlynur Hreiðarsson. Eigandi Mamma býr á Eyrarbakka og heitir Óskar Ingvarsson. Ekki er svo langt á milli þessarra bæjarfélaga svo það hlaut að koma að því að þeir hittust. Óskar og eiginkona hans höfðu lengi beðið eftir skráningarnúmerinu Mamma, en það var lengi í eigu fyrirtækis sem hætt hafði starfsemi en númerið skilaði sér samt ekki til Umferðarstofu. En í ágúst árið 20110 rofaði til og þau stukku á númerið, sem vekur ávallt kátínu þeirra sem það sjá. Iðulega sést hvar fólk bendir á bílinn og segir orðið mamma í leiðinni. Það telst vart til tilviljunar að báðir bílarnir eru af Toyota-gerð. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Fyrir stuttu vildi svo skemmtilega til að þeir tveir bílar á Íslandi sem bera skráningarnúmerin Mamma og Pabbi hittust og urðu að sjálfsögðu með þeim fagnaðarfundir. Eigendurnir búa í sitthvoru bæjarfélaginu. Bíllinn með skráningarnúmerinu Pabbi er á Selfossi og eigandi hans fréttamaðurinn geðþekki, Magnús Hlynur Hreiðarsson. Eigandi Mamma býr á Eyrarbakka og heitir Óskar Ingvarsson. Ekki er svo langt á milli þessarra bæjarfélaga svo það hlaut að koma að því að þeir hittust. Óskar og eiginkona hans höfðu lengi beðið eftir skráningarnúmerinu Mamma, en það var lengi í eigu fyrirtækis sem hætt hafði starfsemi en númerið skilaði sér samt ekki til Umferðarstofu. En í ágúst árið 20110 rofaði til og þau stukku á númerið, sem vekur ávallt kátínu þeirra sem það sjá. Iðulega sést hvar fólk bendir á bílinn og segir orðið mamma í leiðinni. Það telst vart til tilviljunar að báðir bílarnir eru af Toyota-gerð.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent