Við vitum aldrei hve lengi við höfum hvert annað Marín Manda skrifar 25. ágúst 2013 10:15 Olga Björt Þórðardóttir. Olga Björt Þórðardóttir hefur stofnað sprotaverkefnið Minningasmiðjuna fyrir alla sem vilja varðveita fallegar og skemmtilegar stundir.Tók fyrsta viðtalið við ömmu "Ég tók fyrsta viðtalið við ömmu mína þegar ég var 11 ára. Síðan þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fólki og ég sá möguleikann í því að gera miklu meira en bara að taka viðtöl við fólk. Það er svo heillandi að fólk hafi frá mörgu að segja frá ýmsum þroskastigum og ég hef áhuga á að greina kjarnann í viðfangsefninu svo sagan glatist ekki," segir Olga Björt, sem nú hefur komið sprotaverkefninu Minningasmiðjan á laggirnar. Olga Björt hefur fína reynslu af viðtölum og skrásetningu gagna, en hún er með BA-gráðu í íslensku og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku. Hún segist hafa fengið hugmyndina að verkefninu eftir að hún varð móðir og foreldrar hennar fóru að eldast.Eitt það dýrmætasta sem við eigum "Við vitum aldrei hve lengi við höfum hvert annað en upptökur eru eitt af því dýrmætasta sem við eigum þegar manneskja fellur frá." Minningasmiðjan felur í sér þá þjónustu að auðvelda fólki að varðveita viðburði og minningar af ýmsu tagi en Olga Björt tekur einlæg viðtöl og skrásetur og vinnur á endanlegt form eftir óskum hvers og eins. Um er að ræða viðburðamyndbönd, viðtöl við verðandi brúðhjón, viðtöl við nánasta fólk einhvers sem á stórafmæli, við ömmu og afa eða viðtöl við börn. Olga Björt segir að eðlilega þurfi fólk að melta það að til sé svona þjónusta en þetta sé í leiðinni hvatning til þess að tala meira hvert við annað og taka upp á myndband. "Fólk má ekki fresta því að taka svona ákvarðanir. Viskan kemur ekki bara frá gamla fólkinu því við erum öll með einhvers konar visku á ýmsu þroskastigi. Unglingur hefur til dæmis vissa sýn á lífið eins og hann upplifir sig þá stundina og það er bara skemmtilegt." Hægt er að hafa samband við Minningasmiðjuna í gegnum olgabjort@gmail.com eða í gegnum vefsíðuna www.olgabjort.com. Heilsa Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Olga Björt Þórðardóttir hefur stofnað sprotaverkefnið Minningasmiðjuna fyrir alla sem vilja varðveita fallegar og skemmtilegar stundir.Tók fyrsta viðtalið við ömmu "Ég tók fyrsta viðtalið við ömmu mína þegar ég var 11 ára. Síðan þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fólki og ég sá möguleikann í því að gera miklu meira en bara að taka viðtöl við fólk. Það er svo heillandi að fólk hafi frá mörgu að segja frá ýmsum þroskastigum og ég hef áhuga á að greina kjarnann í viðfangsefninu svo sagan glatist ekki," segir Olga Björt, sem nú hefur komið sprotaverkefninu Minningasmiðjan á laggirnar. Olga Björt hefur fína reynslu af viðtölum og skrásetningu gagna, en hún er með BA-gráðu í íslensku og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku. Hún segist hafa fengið hugmyndina að verkefninu eftir að hún varð móðir og foreldrar hennar fóru að eldast.Eitt það dýrmætasta sem við eigum "Við vitum aldrei hve lengi við höfum hvert annað en upptökur eru eitt af því dýrmætasta sem við eigum þegar manneskja fellur frá." Minningasmiðjan felur í sér þá þjónustu að auðvelda fólki að varðveita viðburði og minningar af ýmsu tagi en Olga Björt tekur einlæg viðtöl og skrásetur og vinnur á endanlegt form eftir óskum hvers og eins. Um er að ræða viðburðamyndbönd, viðtöl við verðandi brúðhjón, viðtöl við nánasta fólk einhvers sem á stórafmæli, við ömmu og afa eða viðtöl við börn. Olga Björt segir að eðlilega þurfi fólk að melta það að til sé svona þjónusta en þetta sé í leiðinni hvatning til þess að tala meira hvert við annað og taka upp á myndband. "Fólk má ekki fresta því að taka svona ákvarðanir. Viskan kemur ekki bara frá gamla fólkinu því við erum öll með einhvers konar visku á ýmsu þroskastigi. Unglingur hefur til dæmis vissa sýn á lífið eins og hann upplifir sig þá stundina og það er bara skemmtilegt." Hægt er að hafa samband við Minningasmiðjuna í gegnum olgabjort@gmail.com eða í gegnum vefsíðuna www.olgabjort.com.
Heilsa Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira