Mikil stemmning í Reykjavíkurmaraþoninu Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. ágúst 2013 11:26 Pétur Jóhann Sigfússon í mark Myndir/Daníel Rúnarsson Dagskrá Menningarnætur hófst í morgun með Reykjavíkurmaraþoninu. Um 14000 manns tóku þátt í maraþoninu en þátttakan hefur aldrei verið meiri. Þá söfnuðust tæplega 67 milljónir til styrktar góðra málefna samkvæmt heimasíðunni hlaupastyrkur.is, þar sem áheitasöfnun fer fram. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræsti maraþonið, sem eru 42 kílómetrar, og hálf-maraþonið, sem eru 21 kílómetri. Þeir hlauparar fóru fyrst af stað klukkan 8.40 í morgun. Jón Gnarr, borgarstjóri, ræsti svo tíu kílómetra hlaupið, rétt rúmlega hálf tíu í morgun. Skemmtiskokkið hefst svo klukkan 12.15, en það eru þrír kílómetrar. Þetta er í þrítugusta sinn sem Reykjavíkurmaraþonið er haldið. Fyrsta hlaupið var haldið 24. ágúst, 1984. Að sögn hlauparanna var ekki jafn margt í bænum og undanfarin ár, og telja margir veðrið þar spila inn í. En óvenju mikil stemning hafði myndast á leiðinni, þar sem íbúar stóðu meðfram hlaupaleiðinni og hvöttu hlauparana áfram. Þá voru hljómsveitir sem spiluðu á leiðinni fyrir áhorfendur og hlaupara.Kári Steinn, hlaupariPétur Sturla og Rósa Björk eru Íslandsmeistarar í maraþoni 2013. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er Íslandsmeistaramót í maraþoni. Íslandsmeistarar árið 2013 eru Rósa Björk Svavarsdóttir og Pétur Sturla Bjarnason. Íslandsmeistaramótið í maraþoni - sigurvegarar í karlaflokki1. Pétur Sturla Bjarnason 2:46:512. Sigurjón Ernir Sturluson, 2:57:43 3. Þórir Magnússon, 3:04:35 Íslandsmeistaramótið í maraþoni - sigurvegarar í kvennaflokki1. Rósa Björk Svavarsdóttir 3:35:26 2. Ásta Kristín R. Parker, 3:44:36 3. Elín Gísladóttir, 3:44:41 Þó var sigurvegari í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þau Melanie Staley og James Buis, frá Bretlandi. Fyrstu konur í mark í maraþoni:1. Melanie Staley, UK, 2:55:142. Elena Calvillo Arteaga, ESP, 3:12:553. Sara Bryony Brown, UK, 3:13:02 Fyrstu þrír karlar:1. James Buis, UK, 2:33:492. Eddi C Valentine, USA, 2:36:443. Graham Breen, UK, 2:39:18 Kári Steinn og Helen sigruðu í hálfu maraþoni Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson sigraði í hálfmaraþoni í karlaflokki. Helen Ólafsdóttir var fyrst kvenna í mark í hálfu maraþoni. Fyrstu þrjár konur í mark í hálfu maraþoni: 1. Helen Ólafsdóttir, 1:22:572. Martha Erntsdóttir, 1:24:043. Íris Anna Skúladóttir, 1:25:18 Fyrstu þrír karlar í mark: 1. Kári Steinn Karlsson, 1:07:402. Denis Korablev, Rússlandi, 1:12:513. Javier Rodriguez, Bandaríkjunum, 1:17:11Kevin og Arndís fyrst í mark í 10 km hlaupinu Kevin Rojas Andersson frá Bretlandi og Arndís Ýr Hafþórsdóttir sigruðu í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2013. Fyrstu þrjár konur í mark í 10 km hlaupinu1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 38:372. Helga Guðný Elíasdóttir 41:203. Borghildur Valgeirsdóttir, 41:37 Fyrstu þrír karlar í mark í 10 km hlaupinu1. Kevin Rojas Anderson, UK, 31:502. Þorbergur Ingi Jónsson, ISL, 32:003. Howard Bristow, UK, 32:08 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Dagskrá Menningarnætur hófst í morgun með Reykjavíkurmaraþoninu. Um 14000 manns tóku þátt í maraþoninu en þátttakan hefur aldrei verið meiri. Þá söfnuðust tæplega 67 milljónir til styrktar góðra málefna samkvæmt heimasíðunni hlaupastyrkur.is, þar sem áheitasöfnun fer fram. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræsti maraþonið, sem eru 42 kílómetrar, og hálf-maraþonið, sem eru 21 kílómetri. Þeir hlauparar fóru fyrst af stað klukkan 8.40 í morgun. Jón Gnarr, borgarstjóri, ræsti svo tíu kílómetra hlaupið, rétt rúmlega hálf tíu í morgun. Skemmtiskokkið hefst svo klukkan 12.15, en það eru þrír kílómetrar. Þetta er í þrítugusta sinn sem Reykjavíkurmaraþonið er haldið. Fyrsta hlaupið var haldið 24. ágúst, 1984. Að sögn hlauparanna var ekki jafn margt í bænum og undanfarin ár, og telja margir veðrið þar spila inn í. En óvenju mikil stemning hafði myndast á leiðinni, þar sem íbúar stóðu meðfram hlaupaleiðinni og hvöttu hlauparana áfram. Þá voru hljómsveitir sem spiluðu á leiðinni fyrir áhorfendur og hlaupara.Kári Steinn, hlaupariPétur Sturla og Rósa Björk eru Íslandsmeistarar í maraþoni 2013. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er Íslandsmeistaramót í maraþoni. Íslandsmeistarar árið 2013 eru Rósa Björk Svavarsdóttir og Pétur Sturla Bjarnason. Íslandsmeistaramótið í maraþoni - sigurvegarar í karlaflokki1. Pétur Sturla Bjarnason 2:46:512. Sigurjón Ernir Sturluson, 2:57:43 3. Þórir Magnússon, 3:04:35 Íslandsmeistaramótið í maraþoni - sigurvegarar í kvennaflokki1. Rósa Björk Svavarsdóttir 3:35:26 2. Ásta Kristín R. Parker, 3:44:36 3. Elín Gísladóttir, 3:44:41 Þó var sigurvegari í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þau Melanie Staley og James Buis, frá Bretlandi. Fyrstu konur í mark í maraþoni:1. Melanie Staley, UK, 2:55:142. Elena Calvillo Arteaga, ESP, 3:12:553. Sara Bryony Brown, UK, 3:13:02 Fyrstu þrír karlar:1. James Buis, UK, 2:33:492. Eddi C Valentine, USA, 2:36:443. Graham Breen, UK, 2:39:18 Kári Steinn og Helen sigruðu í hálfu maraþoni Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson sigraði í hálfmaraþoni í karlaflokki. Helen Ólafsdóttir var fyrst kvenna í mark í hálfu maraþoni. Fyrstu þrjár konur í mark í hálfu maraþoni: 1. Helen Ólafsdóttir, 1:22:572. Martha Erntsdóttir, 1:24:043. Íris Anna Skúladóttir, 1:25:18 Fyrstu þrír karlar í mark: 1. Kári Steinn Karlsson, 1:07:402. Denis Korablev, Rússlandi, 1:12:513. Javier Rodriguez, Bandaríkjunum, 1:17:11Kevin og Arndís fyrst í mark í 10 km hlaupinu Kevin Rojas Andersson frá Bretlandi og Arndís Ýr Hafþórsdóttir sigruðu í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2013. Fyrstu þrjár konur í mark í 10 km hlaupinu1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 38:372. Helga Guðný Elíasdóttir 41:203. Borghildur Valgeirsdóttir, 41:37 Fyrstu þrír karlar í mark í 10 km hlaupinu1. Kevin Rojas Anderson, UK, 31:502. Þorbergur Ingi Jónsson, ISL, 32:003. Howard Bristow, UK, 32:08
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira