Menning

Elmore Leonard allur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Leonard skrifaði 45 skáldsögur á ferli sínum.
Leonard skrifaði 45 skáldsögur á ferli sínum. Mynd/getty
Bandaríski glæpasagnahöfundurinn Elmore Leonard lést í morgun 87 ára að aldri í kjölfar heilablóðfalls sem hann fékk fyrr í mánuðinum.

Leonard skrifaði 45 skáldsögur á ferli sínum og vann að þeirri 46. þegar hann lést. Þekktustu bækur hans eru þær sem urðu síðar að kvikmyndum og má þar nefna Get Shorty, Out of Sight, Mr. Majestyk og Rum Punch, en þá síðastnefndu kvikmyndaði leikstjórinn Quentin Tarantino undir nafninu Jackie Brown.

Bækur hans einkenndust af litríkum persónum og svörtum húmor og minntust fjölmargir rithöfundar Leonards í dag. Meðal þeirra voru Ian Rankin og Patricia Cornwall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×