Audi fagnar 500.000 TT bílum með sérútgáfu Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2013 10:15 Audi TT er orðinn 15 ára Audi kynnti TT til sögunnar árið 1998 og hefur nú framleitt hálfa milljón slíkra bíla. Eins og títt er fagnar Audi þessum áfanga með sérútgáfu bílsins, með 500 sérútbúnum TTS bílum sem ætlaðir eru til kappakstur. Bílarnir munu aðeins fást í tveimur litum, Imola gulum og Nimbus gráum. Bílarnir fá stóran afturvæng, líkum þeim sem er á Audi TT RS bílnum og bílarnir standa á 19 tommu felgum. Bílarnir verða fjórhjóladrifnir og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Grá leðurinnrétting með gulum saumum gera bílinn glæsilegan að innan og skjöldur sem tilgreinir hvar í röðinni 1 til 500 hver bíll er verður á mælaborðinu. Bílarnir verða aðeins seldir í Evrópu. Vélin í bílnum er sú sama og í hefðbundnum TTS bíl, það er 272 hestafla forþjöppudrifin og fjögurra strokka. Er sú vél 61 hestafli öflugri en í venjulegum Audi TT. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Audi kynnti TT til sögunnar árið 1998 og hefur nú framleitt hálfa milljón slíkra bíla. Eins og títt er fagnar Audi þessum áfanga með sérútgáfu bílsins, með 500 sérútbúnum TTS bílum sem ætlaðir eru til kappakstur. Bílarnir munu aðeins fást í tveimur litum, Imola gulum og Nimbus gráum. Bílarnir fá stóran afturvæng, líkum þeim sem er á Audi TT RS bílnum og bílarnir standa á 19 tommu felgum. Bílarnir verða fjórhjóladrifnir og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Grá leðurinnrétting með gulum saumum gera bílinn glæsilegan að innan og skjöldur sem tilgreinir hvar í röðinni 1 til 500 hver bíll er verður á mælaborðinu. Bílarnir verða aðeins seldir í Evrópu. Vélin í bílnum er sú sama og í hefðbundnum TTS bíl, það er 272 hestafla forþjöppudrifin og fjögurra strokka. Er sú vél 61 hestafli öflugri en í venjulegum Audi TT.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent