Freyr tekur við kvennalandsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2013 13:18 Freyr Alexandersson. Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi karlalandsins í dag. Freyr er þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í karlaboltanum en var áður þjálfari hjá kvennaliði Vals. Freyr mun áfram stýra Leikni samhliða því að þjálfa kvennalandsliðiðið. Samningur Freys nær til tveggja ára eða fram yfir lokakeppni HM í Kanada árið 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppninni í lok september. Heimir Hallgrímsson verður aðstoðarmaður hans í þeim leik. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Þorlákur Árnason hefði verið fyrsti kostur í starfið. Þorlákur gaf KSÍ hins vegar afsvar. Freyr var næsti kostur og tekur nú að sér hið metnaðarfulla verkefni að koma stelpunum okkar í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti. Freyr sagði á blaðamannafundinum að hann teldi að það yrði ekki vandamál að stýra tveimur liðum á sama tíma. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, lýsir ánægju sinni með ráðningunni á Frey á Twitter. Elísabet var ein þeirra sem sterklega var orðuð við stöðuna.Freyr, sem er 31 árs gamall (fæddur 1982), hóf þjálfaramenntun sína tiltölulega ungur og lauk fyrsta stigi hjá KSÍ árið 2005. Hann lauk KSÍ-A gráðu í þjálfaramenntun árið 2009, og er það hæsta gráða sem veitt er á Íslandi. Breiðholtið í Reykjavík eru æskustöðvar Freys, sem lék með Leikni upp alla yngri flokka og á hann jafnframt að baki alls 81 leik í Íslandsmóti og bikarkeppni með meistaraflokki liðsins. Þjálfaraferillinn hófst einmitt hjá Leikni, þar sem hann þjálfaði yngri flokka, áður en hann tók við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Val árið 2008 ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur og var svo einn með liðið árin 2010 og 2011. Á þessum tíma vann Valur fimm stóra titla, Íslandsmeistaratitilinn öll árin þrjú og bikarmeistaratitilinn 2009 og 2010, auk þess sem Freyr var kosinn þjálfari ársins öll árin af sérstakri valnefnd (fyrsta árið ásamt Elísabetu). Keppnistímabilið 2011 og 2012 var Freyr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Val, en fyrir tímabilið 2013 hélt hann á æskuslóðirnar og tók við aðalþjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni ásamt Davíð Snorra Jónassyni, og mun hann halda því starfi áfram. Nánari upplýsingar um Frey og úrslitakeppni HM 2015, þar sem átta Evrópuþjóðir verða á meðal 24 þátttökuþjóða, má finna á heimasíðu KSÍ.Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, er ánægð með tíðindi dagsins ef marka má Twitter-færslu hennar. Dagný spilaði undir stjórn Freys hjá Val. Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira
Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi karlalandsins í dag. Freyr er þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í karlaboltanum en var áður þjálfari hjá kvennaliði Vals. Freyr mun áfram stýra Leikni samhliða því að þjálfa kvennalandsliðiðið. Samningur Freys nær til tveggja ára eða fram yfir lokakeppni HM í Kanada árið 2015. Íslenska liðið mætir Sviss í fyrsta leik sínum í undankeppninni í lok september. Heimir Hallgrímsson verður aðstoðarmaður hans í þeim leik. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Þorlákur Árnason hefði verið fyrsti kostur í starfið. Þorlákur gaf KSÍ hins vegar afsvar. Freyr var næsti kostur og tekur nú að sér hið metnaðarfulla verkefni að koma stelpunum okkar í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti. Freyr sagði á blaðamannafundinum að hann teldi að það yrði ekki vandamál að stýra tveimur liðum á sama tíma. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, lýsir ánægju sinni með ráðningunni á Frey á Twitter. Elísabet var ein þeirra sem sterklega var orðuð við stöðuna.Freyr, sem er 31 árs gamall (fæddur 1982), hóf þjálfaramenntun sína tiltölulega ungur og lauk fyrsta stigi hjá KSÍ árið 2005. Hann lauk KSÍ-A gráðu í þjálfaramenntun árið 2009, og er það hæsta gráða sem veitt er á Íslandi. Breiðholtið í Reykjavík eru æskustöðvar Freys, sem lék með Leikni upp alla yngri flokka og á hann jafnframt að baki alls 81 leik í Íslandsmóti og bikarkeppni með meistaraflokki liðsins. Þjálfaraferillinn hófst einmitt hjá Leikni, þar sem hann þjálfaði yngri flokka, áður en hann tók við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Val árið 2008 ásamt Elísabetu Gunnarsdóttur og var svo einn með liðið árin 2010 og 2011. Á þessum tíma vann Valur fimm stóra titla, Íslandsmeistaratitilinn öll árin þrjú og bikarmeistaratitilinn 2009 og 2010, auk þess sem Freyr var kosinn þjálfari ársins öll árin af sérstakri valnefnd (fyrsta árið ásamt Elísabetu). Keppnistímabilið 2011 og 2012 var Freyr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Val, en fyrir tímabilið 2013 hélt hann á æskuslóðirnar og tók við aðalþjálfun meistaraflokks karla hjá Leikni ásamt Davíð Snorra Jónassyni, og mun hann halda því starfi áfram. Nánari upplýsingar um Frey og úrslitakeppni HM 2015, þar sem átta Evrópuþjóðir verða á meðal 24 þátttökuþjóða, má finna á heimasíðu KSÍ.Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, er ánægð með tíðindi dagsins ef marka má Twitter-færslu hennar. Dagný spilaði undir stjórn Freys hjá Val.
Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira