Birgir Leifur féll niður töfluna í Frakklandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. september 2013 19:50 Birgir Leifur Hafþórsson lék á 75 höggum í dag. Mynd/Getty Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni í Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne mótinu sem fram fer á Ákorendamótaröðinni í Frakklandi. Birgir Leifur var í öðru sæti eftir fyrsta hring en hefur nú fallið niður í 43. sæti þegar aðeins lokahringurinn er eftir. Birgir lék þriðja hringinn á 75 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á þremur höggum yfir pari eftir 54 holur. Birgir fékk þrjá fulga og þrjá skolla á hringnum í dag. Hann lentii í talsverðum hrakningum á 12. holu en hann lék þessa par-4 braut á níu höggum eða fimm höggum yfir pari holunnar. Áskorendamótaröðin er önnur sterkasta mótaröðin í Evrópu og er Birgir Leifur með takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni. Birgir varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpúlfsstaðavelli fyrr í sumar og hefur verið okkar besti kylfingur um árabil. Hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik. Birgir Leifur mun innan tíðar hefja keppni í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og ætlar sér einnig að taka þátt í úrtökumóti fyrir Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum sem er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna.Staðan í mótinu Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni í Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne mótinu sem fram fer á Ákorendamótaröðinni í Frakklandi. Birgir Leifur var í öðru sæti eftir fyrsta hring en hefur nú fallið niður í 43. sæti þegar aðeins lokahringurinn er eftir. Birgir lék þriðja hringinn á 75 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á þremur höggum yfir pari eftir 54 holur. Birgir fékk þrjá fulga og þrjá skolla á hringnum í dag. Hann lentii í talsverðum hrakningum á 12. holu en hann lék þessa par-4 braut á níu höggum eða fimm höggum yfir pari holunnar. Áskorendamótaröðin er önnur sterkasta mótaröðin í Evrópu og er Birgir Leifur með takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni. Birgir varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpúlfsstaðavelli fyrr í sumar og hefur verið okkar besti kylfingur um árabil. Hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik. Birgir Leifur mun innan tíðar hefja keppni í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og ætlar sér einnig að taka þátt í úrtökumóti fyrir Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum sem er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna.Staðan í mótinu
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira