Jimenez: 13 ára kylfingar eiga að leika með jafnöldrum sínum Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. september 2013 17:53 Miguel Angel Jimenez slær úr glompu. Mynd/AFP Spánverjinn Miguel Angel Jimenez er ekkert sérstaklega hrifinn af því að 13 ára táningur sé að leika með honum á European Masters mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni um helgina. Jimenez er einn af vinsælustu kylfingum mótaraðarinnar og telur að 13 ára kylfingar eigi ekkert erindi á mótaröð þeirra bestu. Kínverjinn Ye Wo-Cheng, 13 ára, er með keppnisrétt í mótinu. „13 ára kylfingar eiga að leika á móti jafnöldrum sínum en ekki á mótaröð þar sem meðalaldurinn er 33 ára,“ segir Jimenez. „Það er ekki spurning að styrktaraðilinn vill fá áhuga fjölmiðla á mótinu en ég tel að það sé ekki rétt að gera það með að veita unglingum keppnisrétt inn í mótið. Þeir ættu ekki að vera að ýta of mikið á unga kylfinga, sérstaklega á þessum aldri. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar á feril þeirra.“ Jimenez er elsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni og var 49 ára þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á mótaröðinni á síðasta ári. Rætt hefur verið um að setja aldurstakmörk á bestu mótaraðir heims. Saga Guan Tianlang frá Kína frá því á Masters í ár verður líklega lengi í minnum höfð en hann komst í gegnum niðurskurðinn í mótinu, 14 ára gamall. Ye-Wo-Cheng, 13 ára kylfingurinn í European Masters mótinu, komst ekki í gegnum niðurskurðinn í mótinu og hafnaði í þriðja neðsta sæti eftir að hafa leikið á 78 og 76 höggum. Jimenez er hins vegar í þriðja sætið þegar mótið er hálfnað. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Spánverjinn Miguel Angel Jimenez er ekkert sérstaklega hrifinn af því að 13 ára táningur sé að leika með honum á European Masters mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni um helgina. Jimenez er einn af vinsælustu kylfingum mótaraðarinnar og telur að 13 ára kylfingar eigi ekkert erindi á mótaröð þeirra bestu. Kínverjinn Ye Wo-Cheng, 13 ára, er með keppnisrétt í mótinu. „13 ára kylfingar eiga að leika á móti jafnöldrum sínum en ekki á mótaröð þar sem meðalaldurinn er 33 ára,“ segir Jimenez. „Það er ekki spurning að styrktaraðilinn vill fá áhuga fjölmiðla á mótinu en ég tel að það sé ekki rétt að gera það með að veita unglingum keppnisrétt inn í mótið. Þeir ættu ekki að vera að ýta of mikið á unga kylfinga, sérstaklega á þessum aldri. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar á feril þeirra.“ Jimenez er elsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni og var 49 ára þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á mótaröðinni á síðasta ári. Rætt hefur verið um að setja aldurstakmörk á bestu mótaraðir heims. Saga Guan Tianlang frá Kína frá því á Masters í ár verður líklega lengi í minnum höfð en hann komst í gegnum niðurskurðinn í mótinu, 14 ára gamall. Ye-Wo-Cheng, 13 ára kylfingurinn í European Masters mótinu, komst ekki í gegnum niðurskurðinn í mótinu og hafnaði í þriðja neðsta sæti eftir að hafa leikið á 78 og 76 höggum. Jimenez er hins vegar í þriðja sætið þegar mótið er hálfnað.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira