Nýtt fyrirtæki sinnir lögfræðilegri skjalagerð á netinu - "Ódýrara og einfaldara“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 5. september 2013 19:02 Kristrún Elsa Harðardóttir er eigandi Ísskjals, hún stofnaði fyrirtækið og útbjó síðuna ein síns liðs. Íslenska skjalagerðin er nýtt fyrirtæki sem sinnir lögfræðilegri skjalagerð, eingöngu í gegnum internetið. Fyrirtækið var stofnað í vikunni og er stofnandinn ung kona, lögfræðingurinn Kristrún Elsa Harðardóttir. „Að mér best vitandi er þetta nýmæli á íslenskum markaði, að hægt sé að panta sérhannaða löggerninga í gegnum internetið og fá þá senda í tölvupósti innan fárra daga,“ segir Kristrún. Kristrún segir að með því að halda viðskiptunum eingöngu á netinu sé hægt að halda kostnaði viðskiptavinarins í lágmarki. Allur kostnaður við gerð skjalsins sem er pantað er innifalinn í verðinu sem eru uppgefið á síðunni. Það sé því enginn falinn kostnaður. Hún segir jafnframt að með því að halda viðskiptunum eingöngu á internetinu sé einnig hægt að halda umstangi við skjalagerð í lágmarki. Viðskiptavinir panta sérhannaða löggerninga í gegnum vefsíðuna og fá skjalið sent í tölvupósti innan þriggja til fimm virkra daga. Kristrún útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir rúmum þremur árum síðan. Hún hefur hlotið réttindi til málsflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað við lögmennsku. Hún starfar nú sem lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.Fékk hugmyndina fyrir þremur vikum – Síðan fór í loftið í fyrrakvöld„Síðan fór í loftið í fyrrakvöld, ég er strax búin að fá sendar fyrirspurnir en auðvitað er þetta bara að fara af stað,“ segir Kristrún. Hugmyndina að síðunni fékk Kristrún fyrir þremur vikum síðan og fann í kjölfarið forrit á netinu og lærði sjálf að búa til vefsíðu. „Ég gerði þetta algjörlega ein og hef eytt öllum mínum frítíma þessar vikur í að koma síðunni af stað. Það erfiðasta við þetta var að læra að gera vefsíðu. En skjölin kann ég að gera enda hef ég reynslu af skjalagerð úr fyrri störfum,“ segir Kristrún. „Síðan ég útskrifaðist hafa fjölmargir, vinir og vandamenn verið í sambandi við mig um gerð skjala og því er ég viss um að það sé markaður fyrir þetta hér á landi,“ segir hún. Kristrún segir að það sé alltaf að færast í auka að fólk nýti sér lögfræðileg skjöl, til dæmis sé það orðið mun algengara nú en áður að fólk geri með sér kaupamála. Einnig hefur vantað úrræði fyrir fólk í fasteignaviðskiptum sem vill ekki eiga viðskiptin í gegnum fasteignasölur. Ísskjal getur séð um slíka skjalagerð. Kristrún segir að ef fyrirtækið gangi vel ætli hún sér að ráða inn lögfræðing til þess að sjá um verkefnin með sér. Hún vilji ekki hætta í starfi sínu hjá Útlendingastofnun sem henni finnst mjög skemmtilegt. „Í vinnunni minni hitti ég mikið af fólki, alls konar fólki og vinnan getur verið mjög skemmtileg þó hún sé vissulega erfið á köflum. En ég vildi stofna þetta fyrirtæki líka, hugmyndin var einfaldlega of góð til framkvæmda hana ekki,“ segir Kristrún. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Íslenska skjalagerðin er nýtt fyrirtæki sem sinnir lögfræðilegri skjalagerð, eingöngu í gegnum internetið. Fyrirtækið var stofnað í vikunni og er stofnandinn ung kona, lögfræðingurinn Kristrún Elsa Harðardóttir. „Að mér best vitandi er þetta nýmæli á íslenskum markaði, að hægt sé að panta sérhannaða löggerninga í gegnum internetið og fá þá senda í tölvupósti innan fárra daga,“ segir Kristrún. Kristrún segir að með því að halda viðskiptunum eingöngu á netinu sé hægt að halda kostnaði viðskiptavinarins í lágmarki. Allur kostnaður við gerð skjalsins sem er pantað er innifalinn í verðinu sem eru uppgefið á síðunni. Það sé því enginn falinn kostnaður. Hún segir jafnframt að með því að halda viðskiptunum eingöngu á internetinu sé einnig hægt að halda umstangi við skjalagerð í lágmarki. Viðskiptavinir panta sérhannaða löggerninga í gegnum vefsíðuna og fá skjalið sent í tölvupósti innan þriggja til fimm virkra daga. Kristrún útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir rúmum þremur árum síðan. Hún hefur hlotið réttindi til málsflutnings fyrir héraðsdómi og hefur starfað við lögmennsku. Hún starfar nú sem lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.Fékk hugmyndina fyrir þremur vikum – Síðan fór í loftið í fyrrakvöld„Síðan fór í loftið í fyrrakvöld, ég er strax búin að fá sendar fyrirspurnir en auðvitað er þetta bara að fara af stað,“ segir Kristrún. Hugmyndina að síðunni fékk Kristrún fyrir þremur vikum síðan og fann í kjölfarið forrit á netinu og lærði sjálf að búa til vefsíðu. „Ég gerði þetta algjörlega ein og hef eytt öllum mínum frítíma þessar vikur í að koma síðunni af stað. Það erfiðasta við þetta var að læra að gera vefsíðu. En skjölin kann ég að gera enda hef ég reynslu af skjalagerð úr fyrri störfum,“ segir Kristrún. „Síðan ég útskrifaðist hafa fjölmargir, vinir og vandamenn verið í sambandi við mig um gerð skjala og því er ég viss um að það sé markaður fyrir þetta hér á landi,“ segir hún. Kristrún segir að það sé alltaf að færast í auka að fólk nýti sér lögfræðileg skjöl, til dæmis sé það orðið mun algengara nú en áður að fólk geri með sér kaupamála. Einnig hefur vantað úrræði fyrir fólk í fasteignaviðskiptum sem vill ekki eiga viðskiptin í gegnum fasteignasölur. Ísskjal getur séð um slíka skjalagerð. Kristrún segir að ef fyrirtækið gangi vel ætli hún sér að ráða inn lögfræðing til þess að sjá um verkefnin með sér. Hún vilji ekki hætta í starfi sínu hjá Útlendingastofnun sem henni finnst mjög skemmtilegt. „Í vinnunni minni hitti ég mikið af fólki, alls konar fólki og vinnan getur verið mjög skemmtileg þó hún sé vissulega erfið á köflum. En ég vildi stofna þetta fyrirtæki líka, hugmyndin var einfaldlega of góð til framkvæmda hana ekki,“ segir Kristrún.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira