Rafmagnið ofar regnskóginum Svavar Hávarðsson skrifar 5. september 2013 13:46 svara krafist Frumbyggjar Brasilíu hafa um árabil barist gegn virkjunarhugmyndum í regnskóginum. Ættbálkurinn Kayapo er einn þeirra og hefur lýst því yfir að hann muni lýsa stríði á hendur stjórnvöldum fái Belo Monte-verkefnið framgang. nordicphotos/afp Brasilísk stjórnvöld munu, ef fram fer sem horfir, byggja á næstu árum þriðju stærstu vatnsaflsvirkjun heims í hjarta Amason-regnskógarins. Með framkvæmdinni verður stærri hluta skógarins eytt en áður eru fordæmi fyrir. Framkvæmdin er gagnrýnd úr öllum áttum, ekki síst af alþýðu manna í Brasilíu, auk fjölda umhverfisverndarsamtaka um heim allan. Mótrök stjórnvalda eru hins vegar þau að framkvæmdin sé landinu lífsnauðsynleg til að viðhalda hagvexti undangenginna ára og að hún sé í reynd umhverfisvæn.Ekki nýtt af nálinni Verkefnið gengur undir nafninu Belo Monte og kom fyrst fram síðla á áttunda áratugnum. Á þeim tíma féll það í afar grýttan jarðveg og var lagt til hliðar eftir harðvítug mótmæli náttúruverndar- og mannréttindahreyfinga. Sú gagnrýni byggðist meðal annars á því að með framkvæmdinni væru bæði lög og stjórnarskrá Brasilíu þverbrotin. Tveimur áratugum síðar, eða árið 2011, var verkefnið kynnt aftur til sögunnar. Á þeim tíma hefur margt breyst í brasilísku samfélagi, til að mynda hefur eftirspurn eftir orku innan landsins margfaldast. Ástæðan er einföld. Þegar fyrstu hugmyndir um verkefnið voru reifaðar var Brasilía í kaldakoli frá efnahagslegu sjónarmiði. Má reyndar fullyrða að Brasilía hafi verið á barmi þjóðargjaldþrots. Nú stendur Brasilía keik sem eitt öflugasta efnahagsveldi heims og skákar í skjóli þess að vera einn mesti hrávörurisi heimsins og hefur malað gull á meðan verð á mörkuðum hefur haldist hátt. Með efnahagsaðgerðum eftir 1990, til dæmis einkavæðingu á óarðbærum ríkisfyrirtækjum, lokkuðu Brasilíumenn til sín gríðarlegt fjármagn erlendra stórfyrirtækja með tilheyrandi uppbyggingu. Ekki skemmdi fyrir að finna olíulindir á hafsbotni til viðbótar við að vera með stærstu útflytjendum á málmi, steinefnum, viði og landbúnaðarvörum.Þúsundir og milljónir Belo Monte-verkefnið er risavaxið, hvernig sem á það er litið, en Belo Monte er nýjasta útgáfa þessara virkjanahugmynda og kom fram árið 2002. Fyrri hugmyndir [nefndar Kararao] voru kæfðar í fæðingu, eins og áður sagði, en þær voru enn stórkarlalegri en þær sem nú eru í undirbúningi. Mannvirkin verða staðsett í Xingu-fljótinu í Norðvestur-Brasilíu, sem er tæplega tvö þúsund kílómetra langt og rennur til óshólma Amason-fljótsins. Til stendur að beina 80% af vatni fljótsins úr farvegi sínum með fjölmörgum mannvirkjum af ýmsum toga. Fyrst er að telja tvær stórar stíflur. Tvö uppistöðulón myndast og net áveituskurða sem hver og einn er á við stór stíflumannvirki. Vatni Xingu-fljótsins verður veitt um „skurð“ sem er 500 metra breiður. Þegar allt er talið mun meira magn jarðvegs verða flutt úr stað en þegar Panama-skipaskurðurinn var byggður, en hann er yfir 80 kílómetrar að lengd og tengir Atlantshaf og Kyrrahaf í gegnum Panama. Við þetta munu um 1.500 ferkílómetrar gróins lands í Amason-regnskóginum verða lagðir undir framkvæmdina, þar af fara yfir 500 ferkílómetrar lands undir vatn. Þegar fullbyggð mun uppsett afl virkjunarinnar verða um tólf þúsund megavött (MW) á fullum afköstum, eða um fimmtán sinnum meira en Kárahnjúkavirkjun, svo samanburðar sé gætt. Það er þó aðeins hluta úr ári þar sem þurrkatíminn á svæðinu mun sjá til þess að í fjóra til sex mánuði fellur framleiðsla Belo Monte tífalt. Byggja þarf frekar ofar í árkerfinu ef halda á óbreyttum afköstum allt árið um kring [þegar á teikniborði stjórnvalda]. Má geta þess í því samhengi að Belo Monte er aðeins eitt af 40 stórum virkjunarmannvirkjum sem eru í undirbúningi í hinu víðfeðma vatnakerfi skógarins, og allar stærðir Belo Monte má margfalda ef þær verða allar að veruleika.Fólkið Framkvæmdin er talin hafa bein áhrif á búsetu um 20.000 manna sem búa á svæðinu, þótt svartsýnustu spár segi 40.000. Flestir eru búsettir í borginni Altamira [rúmlega 100.000 íbúar] en mannvirkin munu valda þar flóðum á regntímanum. Þótt færri séu líta menn ekki síður til fjölda frumbyggja sem hafa búið við Xingu-fljótið í árþúsundir. Framkvæmdin þýðir að stór hluti fljótsins mun þorna að mestu upp, en þar búa tugþúsundir frumbyggja í fjölmörgum sjálfstæðum samfélögum. Lífshættir þessa fólks hafa lítið sem ekkert breyst í gegnum aldirnar en fljótið er, og hefur alltaf verið, þungamiðja lífsviðurværis þeirra, siða og trúar.Umhverfisáhrifin Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu í rannsóknum á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar að sá hluti Xingu sem nefnist „Stóra beygja“ muni þorna upp að mestu. Afleiðing þessa er að fiskistofnar hverfa. Án fljótsins eru frumbyggjarnir fastir, því þeir komast ekki til borgarinnar Altamira til að selja afurðir sínar og kaupa búpening. Vatnsleysið mun eyða landbúnaðaruppskeru á stórum svæðum, sem mun snerta bæði frumbyggjana og bændur. Regnskógurinn sjálfur, allt um kring, mun líklegast ekki þola breytingarnar. Til að bæta gráu ofan á svart er talið að svæðið verði gróðrarstía sjúkdóma eins og malaríu. Við þetta má bæta að gangi verkefnið eftir munu allt að 100 þúsund manns flytjast til svæðisins í leit að vinnu. Innviðir samfélaganna á svæðinu eru frumstæðir og þola ekki fólksfjölgun af þessari stærðargráðu. Fyrir það fyrsta er ekkert húsnæði handa öllu því fólki sem ætlar að maka krókinn og því óttast menn að mikill fjöldi þurfi að ryðja land til að byggja kofa með enn meira álagi á náttúruna. Áhyggjur af vistkerfi svæðisins snúast um að því verði raskað af áður óþekktri stærðargráðu. Allt að þúsund sjálfstæðar tegundir skriðdýra, fugla og fiska eru taldar í mikilli hættu. Sumar þeirra finnast hvergi annars staðar og munu deyja út. Má geta þess að líffræðileg fjölbreytni vatnasvæðis Xingu-fljótsins er meiri en Evrópu allrar, eins og segir í grein í stórblaðinu Le Monde.HagsmunirÞegar Dilma Rousseff, núverandi forseti Brasilíu og fyrrverandi iðnaðarráðherra, tók við sagði hún í innsetningarræðu sinni að „Brasilía hefði þá heilögu skyldu að sýna heiminum að mikill hagvöxtur er mögulegur án þess að ganga á umhverfið“. Mánuði síðar hafði Dilma losað sig við lykilmenn umhverfismála innan stjórnkerfisins og gefið grænt ljós á Belo Monte-verkefnið fyrir sitt leyti. Reyndar hefur hún hótað því að ef undirbúningsframkvæmdir verða truflaðar af frumbyggjum, eins og Kayapo-ættbálkurinn hefur látið í veðri vaka, muni hernum verða falið að sjá um öryggismál verkamanna. Þegar allt er talið mun Belo Monte kosta á milli átta til sautján milljarða dollara, allt eftir því hver heldur á reiknistokknum. Þrátt fyrir að vinna þurfi úr fjölmörgum álitamálum, þar á meðal fyrir dómstólum, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að stjórnvöld buðu Norte Energia-samsteypunni verkefnið árið 2010. Samsteypan samanstendur af ríkisfyrirtækinu Eletrobras og dótturfyrirtækjum þess; Eletronorte og Chesf, lífeyrissjóðum og alþjóðanámurisanum Vale, sem á mikilla hagsmuna að gæta á svæðinu vegna námahagsmuna. Stjórnvöld halda því fram að þrátt fyrir allt sé verkefnið umhverfisvænt og sjálfbært og vísa til losunar gróðurhúsalofttegunda. Meginrökin eru að orkuþörfin, og hagsæld þjóðarinnar, sé undir en ekki síður skuldbindingar Brasilíu um að draga úr útblæstri. Á sama tíma telja umhverfissamtök að framkvæmdin sé óþörf. Mögulegt sé að ná mun meiri orku úr þeim orkugjöfum sem fyrir eru með því að innleiða nýjustu tækni; reyndar fjórtánfalt það magn sem Belo Monte mun gefa, fyrir brotabrot af byggingarkostnaðinum. Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld munu, ef fram fer sem horfir, byggja á næstu árum þriðju stærstu vatnsaflsvirkjun heims í hjarta Amason-regnskógarins. Með framkvæmdinni verður stærri hluta skógarins eytt en áður eru fordæmi fyrir. Framkvæmdin er gagnrýnd úr öllum áttum, ekki síst af alþýðu manna í Brasilíu, auk fjölda umhverfisverndarsamtaka um heim allan. Mótrök stjórnvalda eru hins vegar þau að framkvæmdin sé landinu lífsnauðsynleg til að viðhalda hagvexti undangenginna ára og að hún sé í reynd umhverfisvæn.Ekki nýtt af nálinni Verkefnið gengur undir nafninu Belo Monte og kom fyrst fram síðla á áttunda áratugnum. Á þeim tíma féll það í afar grýttan jarðveg og var lagt til hliðar eftir harðvítug mótmæli náttúruverndar- og mannréttindahreyfinga. Sú gagnrýni byggðist meðal annars á því að með framkvæmdinni væru bæði lög og stjórnarskrá Brasilíu þverbrotin. Tveimur áratugum síðar, eða árið 2011, var verkefnið kynnt aftur til sögunnar. Á þeim tíma hefur margt breyst í brasilísku samfélagi, til að mynda hefur eftirspurn eftir orku innan landsins margfaldast. Ástæðan er einföld. Þegar fyrstu hugmyndir um verkefnið voru reifaðar var Brasilía í kaldakoli frá efnahagslegu sjónarmiði. Má reyndar fullyrða að Brasilía hafi verið á barmi þjóðargjaldþrots. Nú stendur Brasilía keik sem eitt öflugasta efnahagsveldi heims og skákar í skjóli þess að vera einn mesti hrávörurisi heimsins og hefur malað gull á meðan verð á mörkuðum hefur haldist hátt. Með efnahagsaðgerðum eftir 1990, til dæmis einkavæðingu á óarðbærum ríkisfyrirtækjum, lokkuðu Brasilíumenn til sín gríðarlegt fjármagn erlendra stórfyrirtækja með tilheyrandi uppbyggingu. Ekki skemmdi fyrir að finna olíulindir á hafsbotni til viðbótar við að vera með stærstu útflytjendum á málmi, steinefnum, viði og landbúnaðarvörum.Þúsundir og milljónir Belo Monte-verkefnið er risavaxið, hvernig sem á það er litið, en Belo Monte er nýjasta útgáfa þessara virkjanahugmynda og kom fram árið 2002. Fyrri hugmyndir [nefndar Kararao] voru kæfðar í fæðingu, eins og áður sagði, en þær voru enn stórkarlalegri en þær sem nú eru í undirbúningi. Mannvirkin verða staðsett í Xingu-fljótinu í Norðvestur-Brasilíu, sem er tæplega tvö þúsund kílómetra langt og rennur til óshólma Amason-fljótsins. Til stendur að beina 80% af vatni fljótsins úr farvegi sínum með fjölmörgum mannvirkjum af ýmsum toga. Fyrst er að telja tvær stórar stíflur. Tvö uppistöðulón myndast og net áveituskurða sem hver og einn er á við stór stíflumannvirki. Vatni Xingu-fljótsins verður veitt um „skurð“ sem er 500 metra breiður. Þegar allt er talið mun meira magn jarðvegs verða flutt úr stað en þegar Panama-skipaskurðurinn var byggður, en hann er yfir 80 kílómetrar að lengd og tengir Atlantshaf og Kyrrahaf í gegnum Panama. Við þetta munu um 1.500 ferkílómetrar gróins lands í Amason-regnskóginum verða lagðir undir framkvæmdina, þar af fara yfir 500 ferkílómetrar lands undir vatn. Þegar fullbyggð mun uppsett afl virkjunarinnar verða um tólf þúsund megavött (MW) á fullum afköstum, eða um fimmtán sinnum meira en Kárahnjúkavirkjun, svo samanburðar sé gætt. Það er þó aðeins hluta úr ári þar sem þurrkatíminn á svæðinu mun sjá til þess að í fjóra til sex mánuði fellur framleiðsla Belo Monte tífalt. Byggja þarf frekar ofar í árkerfinu ef halda á óbreyttum afköstum allt árið um kring [þegar á teikniborði stjórnvalda]. Má geta þess í því samhengi að Belo Monte er aðeins eitt af 40 stórum virkjunarmannvirkjum sem eru í undirbúningi í hinu víðfeðma vatnakerfi skógarins, og allar stærðir Belo Monte má margfalda ef þær verða allar að veruleika.Fólkið Framkvæmdin er talin hafa bein áhrif á búsetu um 20.000 manna sem búa á svæðinu, þótt svartsýnustu spár segi 40.000. Flestir eru búsettir í borginni Altamira [rúmlega 100.000 íbúar] en mannvirkin munu valda þar flóðum á regntímanum. Þótt færri séu líta menn ekki síður til fjölda frumbyggja sem hafa búið við Xingu-fljótið í árþúsundir. Framkvæmdin þýðir að stór hluti fljótsins mun þorna að mestu upp, en þar búa tugþúsundir frumbyggja í fjölmörgum sjálfstæðum samfélögum. Lífshættir þessa fólks hafa lítið sem ekkert breyst í gegnum aldirnar en fljótið er, og hefur alltaf verið, þungamiðja lífsviðurværis þeirra, siða og trúar.Umhverfisáhrifin Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu í rannsóknum á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar að sá hluti Xingu sem nefnist „Stóra beygja“ muni þorna upp að mestu. Afleiðing þessa er að fiskistofnar hverfa. Án fljótsins eru frumbyggjarnir fastir, því þeir komast ekki til borgarinnar Altamira til að selja afurðir sínar og kaupa búpening. Vatnsleysið mun eyða landbúnaðaruppskeru á stórum svæðum, sem mun snerta bæði frumbyggjana og bændur. Regnskógurinn sjálfur, allt um kring, mun líklegast ekki þola breytingarnar. Til að bæta gráu ofan á svart er talið að svæðið verði gróðrarstía sjúkdóma eins og malaríu. Við þetta má bæta að gangi verkefnið eftir munu allt að 100 þúsund manns flytjast til svæðisins í leit að vinnu. Innviðir samfélaganna á svæðinu eru frumstæðir og þola ekki fólksfjölgun af þessari stærðargráðu. Fyrir það fyrsta er ekkert húsnæði handa öllu því fólki sem ætlar að maka krókinn og því óttast menn að mikill fjöldi þurfi að ryðja land til að byggja kofa með enn meira álagi á náttúruna. Áhyggjur af vistkerfi svæðisins snúast um að því verði raskað af áður óþekktri stærðargráðu. Allt að þúsund sjálfstæðar tegundir skriðdýra, fugla og fiska eru taldar í mikilli hættu. Sumar þeirra finnast hvergi annars staðar og munu deyja út. Má geta þess að líffræðileg fjölbreytni vatnasvæðis Xingu-fljótsins er meiri en Evrópu allrar, eins og segir í grein í stórblaðinu Le Monde.HagsmunirÞegar Dilma Rousseff, núverandi forseti Brasilíu og fyrrverandi iðnaðarráðherra, tók við sagði hún í innsetningarræðu sinni að „Brasilía hefði þá heilögu skyldu að sýna heiminum að mikill hagvöxtur er mögulegur án þess að ganga á umhverfið“. Mánuði síðar hafði Dilma losað sig við lykilmenn umhverfismála innan stjórnkerfisins og gefið grænt ljós á Belo Monte-verkefnið fyrir sitt leyti. Reyndar hefur hún hótað því að ef undirbúningsframkvæmdir verða truflaðar af frumbyggjum, eins og Kayapo-ættbálkurinn hefur látið í veðri vaka, muni hernum verða falið að sjá um öryggismál verkamanna. Þegar allt er talið mun Belo Monte kosta á milli átta til sautján milljarða dollara, allt eftir því hver heldur á reiknistokknum. Þrátt fyrir að vinna þurfi úr fjölmörgum álitamálum, þar á meðal fyrir dómstólum, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að stjórnvöld buðu Norte Energia-samsteypunni verkefnið árið 2010. Samsteypan samanstendur af ríkisfyrirtækinu Eletrobras og dótturfyrirtækjum þess; Eletronorte og Chesf, lífeyrissjóðum og alþjóðanámurisanum Vale, sem á mikilla hagsmuna að gæta á svæðinu vegna námahagsmuna. Stjórnvöld halda því fram að þrátt fyrir allt sé verkefnið umhverfisvænt og sjálfbært og vísa til losunar gróðurhúsalofttegunda. Meginrökin eru að orkuþörfin, og hagsæld þjóðarinnar, sé undir en ekki síður skuldbindingar Brasilíu um að draga úr útblæstri. Á sama tíma telja umhverfissamtök að framkvæmdin sé óþörf. Mögulegt sé að ná mun meiri orku úr þeim orkugjöfum sem fyrir eru með því að innleiða nýjustu tækni; reyndar fjórtánfalt það magn sem Belo Monte mun gefa, fyrir brotabrot af byggingarkostnaðinum.
Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira