Woods ósammála dómurum Jón Júlíus Karlsson skrifar 15. september 2013 17:35 Tiger Woods er fjórum höggum á eftir Jm Furyk á BMW Championship mótinu. Mynd/Getty Images Tiger Woods segir að það hafi verið röng ákvörðun hjá dómurum í BMW Championship mótinu að veita sér tvö högg í víti. Woods var dæmdur brotlegur þegar hann færði til laufblöð í kringum bolta sinn á 1. braut á föstudag sem varð til þess að bolti hans færðist örlítið. Woods fékk dæmt á sig tveggja högga víti fyrir að slá bolta sínum af röngum stað. „Ég var mjög reiður því ég taldi ekkert hafa gerst. Að mínu mati þá titraði boltinn aðeins og ekkert meira en það. Dómararnir endursýndu atvikið aftur og aftur en ég var á sömu skoðun,“ sagði Woods við fjölmiðla eftir þriðja hring í gær. Woods lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari og er fjórum höggum á eftir Jim Furyk fyrir lokahringinn. Woods var ekki sá eini sem hefur fengið dæmt á sig klaufalegt víti í mótinu. Eins og sjá má hér að neðan þá fékk Justin Rose dæmt á sig eitt högg í víti fyrir að slá grastorfu í boltann sinn úr æfingasveiflu sem varð til þess að boltinn færðist. Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods segir að það hafi verið röng ákvörðun hjá dómurum í BMW Championship mótinu að veita sér tvö högg í víti. Woods var dæmdur brotlegur þegar hann færði til laufblöð í kringum bolta sinn á 1. braut á föstudag sem varð til þess að bolti hans færðist örlítið. Woods fékk dæmt á sig tveggja högga víti fyrir að slá bolta sínum af röngum stað. „Ég var mjög reiður því ég taldi ekkert hafa gerst. Að mínu mati þá titraði boltinn aðeins og ekkert meira en það. Dómararnir endursýndu atvikið aftur og aftur en ég var á sömu skoðun,“ sagði Woods við fjölmiðla eftir þriðja hring í gær. Woods lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari og er fjórum höggum á eftir Jim Furyk fyrir lokahringinn. Woods var ekki sá eini sem hefur fengið dæmt á sig klaufalegt víti í mótinu. Eins og sjá má hér að neðan þá fékk Justin Rose dæmt á sig eitt högg í víti fyrir að slá grastorfu í boltann sinn úr æfingasveiflu sem varð til þess að boltinn færðist.
Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira