Rooney á skotskónum í sigri United Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2013 00:01 Vítaspyrna og rautt spjald í fyrri hálfleik kom Manchester United vel í 2-0 heimasigri gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum. Þeir komust nálægt því að komast yfir á 38. mínútu þegar þrumuskot Robin van Persie small í þverslánni. Wayne Rooney átti sendinguna á Hollendinginn sem tók boltann á brjóstkassann en skotið aðeins of hátt. Gestirnir frá Lundúnum voru nærri því að komast yfir eftir klaufagang Rio Ferdinand í vörn United. Gestunum tókst þó ekki að refsa Englandsmeisturunum. Það átti eftir að kosta þá. Rétt fyrir hálfleikinn gerðist umdeilt atvik. Ashley Young, sem hafði þegar verið áminntur fyrir leikaraskap, féll eftir viðskipti við Kagisho Dikgacoi. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og vísaði varnarmanninum af velli. Umdeildur dómur en United nýtti sér hann þegar van Persie skoraði af öryggi úr spyrnunni. Síðari hálfleikur var einstefna af hálfu heimamanna. Marouane Fellaini kom inn á sem varamaður og komst nærri því að skora en skot hans utan teigs var vel varið af Speroni í markinu. Hann kom engum vörnum við aukaspyrnu Wayne Rooney seint í leiknum. Lokatölurnar 2-0. United hefur nú sjö stig í ensku úrvalsdeildinni en Crystal Palace þrjú stig. Vítaspyrnudóminn má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Video kassi sport íþróttir Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira
Vítaspyrna og rautt spjald í fyrri hálfleik kom Manchester United vel í 2-0 heimasigri gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum. Þeir komust nálægt því að komast yfir á 38. mínútu þegar þrumuskot Robin van Persie small í þverslánni. Wayne Rooney átti sendinguna á Hollendinginn sem tók boltann á brjóstkassann en skotið aðeins of hátt. Gestirnir frá Lundúnum voru nærri því að komast yfir eftir klaufagang Rio Ferdinand í vörn United. Gestunum tókst þó ekki að refsa Englandsmeisturunum. Það átti eftir að kosta þá. Rétt fyrir hálfleikinn gerðist umdeilt atvik. Ashley Young, sem hafði þegar verið áminntur fyrir leikaraskap, féll eftir viðskipti við Kagisho Dikgacoi. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og vísaði varnarmanninum af velli. Umdeildur dómur en United nýtti sér hann þegar van Persie skoraði af öryggi úr spyrnunni. Síðari hálfleikur var einstefna af hálfu heimamanna. Marouane Fellaini kom inn á sem varamaður og komst nærri því að skora en skot hans utan teigs var vel varið af Speroni í markinu. Hann kom engum vörnum við aukaspyrnu Wayne Rooney seint í leiknum. Lokatölurnar 2-0. United hefur nú sjö stig í ensku úrvalsdeildinni en Crystal Palace þrjú stig. Vítaspyrnudóminn má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Video kassi sport íþróttir Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira