Gylfi: Við vorum miklu betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2013 21:58 Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Valli Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik á miðju íslenska liðsins í kvöld í 2-1 sigri á Albönum í undankeppni HM. Hann var líka sáttur í leikslok. "Tilfnningin er frábær. Þetta var ógeðslega gaman, fullur völlur og frábær stemmning. Það var markmiðið að ná í fjögur stig í þessarri viku og við náðum því. Það eru því allir sáttir," sagði Gylfi Þór við hóp íslenska blaðamanna eftir leikinn. Íslenska liðið náði enn á ný stigum út úr leik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik en það hefur gerst oft í þessari undankeppni. "Við erum orðnir fínir í því að lenda undir og koma til baka. Við byrjuðum leikinn vel en svo skoruðu þeir gegn gangi leiksins. Við sýndum karakter, komum til baka og unnum þetta," sagði Gylfi. "Við vorum mikið betri í þessum leik en á móti Sviss. Við gerðum ekki eins mikið af mistökum og í þeim leik enda var varnarlínan hærri og það var minna bil á milli allra í liðinu. Þetta var mikið betur," sagði Gylfi. Gylfi fékk slæmt spark frá Lorik Cana í seinni hálfleik en harkaði af sér og kláraði leikinn. "Löppin er svolítið marin og svolítið bólgin en ég held að hún verði orðin ágæt eftir tvo daga," sagði Gylfi. "Við vissum það að með sigri í dag þá myndi þetta líta ágætlega út. Við eigum nú mikilvægan heimaleik á móti Kýpur næst og við verðum bara að vinna hann," sagði Gylfi. Íslenska liðið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en svo var svolítið stress í leik liðsins á lokakafla leiksins. "Það gerist sjálfkrafa þegar menn eru orðnir þreyttir að við dettum aðeins niður. Við duttum kannski aðeins of neðarlega en við náðum að halda þetta út í lokin sem var ágætt," sagði Gylfi og hann var mjög ánægður með leik liðsins. "Við vorum miklu betri og betri á öllum sviðum, betri varnarlega og miklu hættulegri sóknarlega. Ég held að þetta hafi verið einn af betri leikjunum okkar í þessari undankeppni," sagði Gylfi. Gylfi lék að þessu sinni á miðjunni og við hlið Aron Einars Gunnarssonar. "Hann er svo duglegur og ég held að fólk sjái ekki hversu duglegur hann er í raun. Hann er vinna fullt af tæklingum og fullt af seinni boltum. Hann er hirða upp draslið á miðjunni og ég fær um leið meira leyfi til þess að fara fram á við til að spila boltanum. Við erum að ná mjög vel saman," sagði Gylfi. "Við vissum að þetta var bara eitt stig á útivelli. Það var mjög fínt að ná því miðað við hvernig leikurinn þróaðist úti en við vorum allir ákveðnir í að vinna leikinn í dag. Það var mikið búið að fjalla um það að við gætum ekki spilað tvo mjög góða leiki í röð og við vildum troða sokk upp í þá sem voru að segja það. Við erum mjög ánægðir með tvo góða leiki í þessarri viku," sagði Gylfi. Íslenska liðið er í 2. sæti í riðlinum og í frábærri stöðu til þess að komast í umspilið um sæti á HM í Brasilíu. "Þetta er langt frá því að vera búið því það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir. Kýpur er ekki með frábært lið en þeir eru lúmskir og það er erfitt að spila á móti þeim. Svo eigum við mjög erfiðan leik úti á móti Noregi. Vonandi náum við líka jákvæðum úrslitum í næsta mánuði," sagði Gylfi. Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik á miðju íslenska liðsins í kvöld í 2-1 sigri á Albönum í undankeppni HM. Hann var líka sáttur í leikslok. "Tilfnningin er frábær. Þetta var ógeðslega gaman, fullur völlur og frábær stemmning. Það var markmiðið að ná í fjögur stig í þessarri viku og við náðum því. Það eru því allir sáttir," sagði Gylfi Þór við hóp íslenska blaðamanna eftir leikinn. Íslenska liðið náði enn á ný stigum út úr leik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik en það hefur gerst oft í þessari undankeppni. "Við erum orðnir fínir í því að lenda undir og koma til baka. Við byrjuðum leikinn vel en svo skoruðu þeir gegn gangi leiksins. Við sýndum karakter, komum til baka og unnum þetta," sagði Gylfi. "Við vorum mikið betri í þessum leik en á móti Sviss. Við gerðum ekki eins mikið af mistökum og í þeim leik enda var varnarlínan hærri og það var minna bil á milli allra í liðinu. Þetta var mikið betur," sagði Gylfi. Gylfi fékk slæmt spark frá Lorik Cana í seinni hálfleik en harkaði af sér og kláraði leikinn. "Löppin er svolítið marin og svolítið bólgin en ég held að hún verði orðin ágæt eftir tvo daga," sagði Gylfi. "Við vissum það að með sigri í dag þá myndi þetta líta ágætlega út. Við eigum nú mikilvægan heimaleik á móti Kýpur næst og við verðum bara að vinna hann," sagði Gylfi. Íslenska liðið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en svo var svolítið stress í leik liðsins á lokakafla leiksins. "Það gerist sjálfkrafa þegar menn eru orðnir þreyttir að við dettum aðeins niður. Við duttum kannski aðeins of neðarlega en við náðum að halda þetta út í lokin sem var ágætt," sagði Gylfi og hann var mjög ánægður með leik liðsins. "Við vorum miklu betri og betri á öllum sviðum, betri varnarlega og miklu hættulegri sóknarlega. Ég held að þetta hafi verið einn af betri leikjunum okkar í þessari undankeppni," sagði Gylfi. Gylfi lék að þessu sinni á miðjunni og við hlið Aron Einars Gunnarssonar. "Hann er svo duglegur og ég held að fólk sjái ekki hversu duglegur hann er í raun. Hann er vinna fullt af tæklingum og fullt af seinni boltum. Hann er hirða upp draslið á miðjunni og ég fær um leið meira leyfi til þess að fara fram á við til að spila boltanum. Við erum að ná mjög vel saman," sagði Gylfi. "Við vissum að þetta var bara eitt stig á útivelli. Það var mjög fínt að ná því miðað við hvernig leikurinn þróaðist úti en við vorum allir ákveðnir í að vinna leikinn í dag. Það var mikið búið að fjalla um það að við gætum ekki spilað tvo mjög góða leiki í röð og við vildum troða sokk upp í þá sem voru að segja það. Við erum mjög ánægðir með tvo góða leiki í þessarri viku," sagði Gylfi. Íslenska liðið er í 2. sæti í riðlinum og í frábærri stöðu til þess að komast í umspilið um sæti á HM í Brasilíu. "Þetta er langt frá því að vera búið því það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir. Kýpur er ekki með frábært lið en þeir eru lúmskir og það er erfitt að spila á móti þeim. Svo eigum við mjög erfiðan leik úti á móti Noregi. Vonandi náum við líka jákvæðum úrslitum í næsta mánuði," sagði Gylfi.
Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira