Svartur markaður blússar á Facebook Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. september 2013 19:30 Skattrannsóknarstjóra hafa borist töluvert af ábendingum vegna netverslana sem starfræktar eru í gegnum Facebook. Grunur leikur á að slíkar verslanir séu í einhverjum tilfellum reknar svart, en sömu reglur gilda um netverslanir og önnur viðskipti. Ef orðinu netverslun er slegið upp í leitarglugga á Facebook kemur í ljós að slíkar íslenskar netverslanir skipta tugum. Þar er hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar, en mest árberandi eru síður sem selja fatnað, skó skart og aukahluti fyrir síma og snjalltölvur. Það er greinilegt að fjöldi fólks hefur atvinnu og tekjur af því að reka slíkar síður. Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, segir sömu lög gilda um netverslanir á Facebook og aðrar verslanir. Tilkynna þurfi starfsemina, halda bókhald og borga af henni virðisaukaskatt.Frétt sem birtist á Vísi.is í dag um íslenska sölusíðu á Facebook hefur vakið mikla athygli. Í kommentakerfi fréttarinnar mynduðust heitar umræður þar sem því er meðal ananrs varpað fram að sölusíður á Facebook séu í mörgum tilfellum svört atvinnustarfssemi. Jón segir að viðurlög við slíkum skattsvikum geti verið háar fjárupphæðir og í verstu tilfellunum fangelsi. Fréttastofan spjallaði í dag við nokkra einstaklinga sem lent hafa í ýmsu misjöfnu eftir að hafa verslað í gegnum Facebook. Vörurnar komust í sumum tilfellum aldrei til skila, fólk átti erfiðleikum með að skila og fá endurgreitt, og í verstu tilfellunum hreinlega hurfu síðurnar af Facebook eða skiptu um nafn. Það er því öruggast að ganga í skugga um að kvittun fylgi öllum slíkum kaupum því annars getur verið um vafasaman verslunarrekstur að ræða. Fréttastofa ræddi einnig við Gunnar Thorberg Kristjánsson, forstöðumann rannsóknarsviðs hjá Skattrannsóknarstjóra, og sagði hann að starfsfólk þar væri meðvitað um þetta vandamál og fjöldi ábendinga bærust vegna netverslana á Facebook. Engin sérstök rannsókn er þó í gangi eins og er. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Skattrannsóknarstjóra hafa borist töluvert af ábendingum vegna netverslana sem starfræktar eru í gegnum Facebook. Grunur leikur á að slíkar verslanir séu í einhverjum tilfellum reknar svart, en sömu reglur gilda um netverslanir og önnur viðskipti. Ef orðinu netverslun er slegið upp í leitarglugga á Facebook kemur í ljós að slíkar íslenskar netverslanir skipta tugum. Þar er hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar, en mest árberandi eru síður sem selja fatnað, skó skart og aukahluti fyrir síma og snjalltölvur. Það er greinilegt að fjöldi fólks hefur atvinnu og tekjur af því að reka slíkar síður. Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, segir sömu lög gilda um netverslanir á Facebook og aðrar verslanir. Tilkynna þurfi starfsemina, halda bókhald og borga af henni virðisaukaskatt.Frétt sem birtist á Vísi.is í dag um íslenska sölusíðu á Facebook hefur vakið mikla athygli. Í kommentakerfi fréttarinnar mynduðust heitar umræður þar sem því er meðal ananrs varpað fram að sölusíður á Facebook séu í mörgum tilfellum svört atvinnustarfssemi. Jón segir að viðurlög við slíkum skattsvikum geti verið háar fjárupphæðir og í verstu tilfellunum fangelsi. Fréttastofan spjallaði í dag við nokkra einstaklinga sem lent hafa í ýmsu misjöfnu eftir að hafa verslað í gegnum Facebook. Vörurnar komust í sumum tilfellum aldrei til skila, fólk átti erfiðleikum með að skila og fá endurgreitt, og í verstu tilfellunum hreinlega hurfu síðurnar af Facebook eða skiptu um nafn. Það er því öruggast að ganga í skugga um að kvittun fylgi öllum slíkum kaupum því annars getur verið um vafasaman verslunarrekstur að ræða. Fréttastofa ræddi einnig við Gunnar Thorberg Kristjánsson, forstöðumann rannsóknarsviðs hjá Skattrannsóknarstjóra, og sagði hann að starfsfólk þar væri meðvitað um þetta vandamál og fjöldi ábendinga bærust vegna netverslana á Facebook. Engin sérstök rannsókn er þó í gangi eins og er.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira