Owens fékk ekki fyrirsætur til að sýna fatnað sinn, heldur danshópa sem dönsuðu af krafti á sviðinu. Athygli vakti að flestar voru dansararnir dökkir á hörund, en hönnuðir hafa ítrekað verið gagnrýndur fyrir það að ráða helst hvítar fyrirsætur fyrir sýningar á tískuvikunum.
Owens er fæddur í Bandaríkjunum og stundaði hönnunarnám í Los Angeles. Hann vakti fyrst athygli í kjölfar ljósmyndar sem birtist í franska Vogue um aldarmótin. Myndin var af Kate Moss íklæddri leðurjakka frá Owens.
Hönnuðurinn hefur búið og starfað í París frá árinu 2003.
Hér má skoða línuna betur.