Verk Kjarval til sýnis í St. Pétursborg Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. september 2013 14:53 Albert Jónssyni sendiherra Íslands í Moskvu, Ólafur Ragnar Grímsson og HafþóriYngvason safnstjóra Listasafns Reykjavíkur við opnun sýningarinnar í St. Pétursborg í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði í dag yfirlitssýningu á verkum Kjarvals á Þjóðarsafninu í St. Pétursborg. Um er að ræða eitt helsta safn Rússlands sem hefur yfir að ráða tveimur glæsilegum sýningarsölum. Kjarvalssýningin er haldin í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg að undirbúningi sýningarinnar. Tilefni sýningarinnar er að í ár eru liðin 70 ár frá því að formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Sýningin samanstendur af lykilverkum Kjarvals, yfir 40 málverkum og teikningum, mestmegnis úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Dr. Evgenia Petrova, aðstoðarstjórnandi fræðilegra rannsókna sér um skipulag sýningarinnar fyrir hönd Þjóðarsafnsins. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar-og ferðamálasviðs flutti ávarp á opnunni. Sönkonan Diddú og Jónas Ingimundarsson píanóleikari fluttu tónlist. Á sýningunni verða verk sem sýna túlkun Kjarvals á hraunbreiðum og fjallalandslagi Íslands. Einnig má sjá verk þar sem hann tvinnar saman landslagi og vætti í dularfulla og margræða heild. Teikningin var undirstaða listsköpunar Kjarvals og á sýningunni eru, auk fjölda olíumálverka, teikningar sem auka skilning á tjáningarríkri og frumlegri nálgun hans. Á sama tíma og Kjarvalssýningin stendur yfir í St. Pétursborg verður haldin sýning á verkum eins helsta listamanns Rússlands, Alexander Rodchenko, á Kjarvalsstöðum, en sú sýning opnar þann 5. október. Rodchenko lagði í raun grunninn að rússneskri nútímalist og var fremsti ljósmyndari og grafískur hönnuður Rússlands. Hann fæddist í St. Pétursborg árið 1891 og er því samtímamaður Kjarvals, sem fæddist 1885. Hann var málari að mennt en sneri sér alfarið að ljósmyndun árið 1925. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði í dag yfirlitssýningu á verkum Kjarvals á Þjóðarsafninu í St. Pétursborg. Um er að ræða eitt helsta safn Rússlands sem hefur yfir að ráða tveimur glæsilegum sýningarsölum. Kjarvalssýningin er haldin í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg að undirbúningi sýningarinnar. Tilefni sýningarinnar er að í ár eru liðin 70 ár frá því að formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Sýningin samanstendur af lykilverkum Kjarvals, yfir 40 málverkum og teikningum, mestmegnis úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Dr. Evgenia Petrova, aðstoðarstjórnandi fræðilegra rannsókna sér um skipulag sýningarinnar fyrir hönd Þjóðarsafnsins. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar-og ferðamálasviðs flutti ávarp á opnunni. Sönkonan Diddú og Jónas Ingimundarsson píanóleikari fluttu tónlist. Á sýningunni verða verk sem sýna túlkun Kjarvals á hraunbreiðum og fjallalandslagi Íslands. Einnig má sjá verk þar sem hann tvinnar saman landslagi og vætti í dularfulla og margræða heild. Teikningin var undirstaða listsköpunar Kjarvals og á sýningunni eru, auk fjölda olíumálverka, teikningar sem auka skilning á tjáningarríkri og frumlegri nálgun hans. Á sama tíma og Kjarvalssýningin stendur yfir í St. Pétursborg verður haldin sýning á verkum eins helsta listamanns Rússlands, Alexander Rodchenko, á Kjarvalsstöðum, en sú sýning opnar þann 5. október. Rodchenko lagði í raun grunninn að rússneskri nútímalist og var fremsti ljósmyndari og grafískur hönnuður Rússlands. Hann fæddist í St. Pétursborg árið 1891 og er því samtímamaður Kjarvals, sem fæddist 1885. Hann var málari að mennt en sneri sér alfarið að ljósmyndun árið 1925.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira