Meirihluti laganna berst á síðasta skiladegi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. september 2013 16:16 Hera Ólafsdóttir er verkefnastjóri Söngvakeppinnar. Skilafrestur á lögum til þáttöku í Söngvakeppninni 2014 rennur út þann 7. október. Í fyrra var slegið met í innsendum lögum en alls bárust 240 lög í keppnina. Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri Söngvakeppinnar, segir lítið af lögum komin inn, enda sé það yfirleitt þannig að meirihluti laganna berist á síðasta skiladegi. „Síðast þegar ég gáði voru komin eitthvað um tíu umslög en svo verður væntanlega biðröð í afgreiðslunni síðasta daginn. Þannig er það alltaf,“ segir Hera en í ár má hver einstaklingur aðeins senda tvö lög í keppnina í stað þriggja. „Þetta er smá tilraun. Við vildum komast hjá því að lenda kannski í því að sami höfundur sé með þrjú lög af tólf í sjálfri keppninni eins og hefur gerst. Það er skemmtilegra að hafa fjölbreytni og svo teljum við líka mikilvægt að fólk geti vandað sig við færri lög. En svo ef lagið kemst ekki inn er ekkert sem segir að ekki megi senda það inn aftur að ári.“Milljón í verðlaun Hera segir innsend lög mislangt á leið komin, sum þeirra séu hráar tilraunaupptökur og önnur séu meira unnin, en valnefndin sé skipuð fagfólki sem hafi hæfileika til að hlusta framhjá því. „Við erum bara að leita að lagi til byrja með, en mikilvægt er að upptaka gefi góða mynd af því hvernig lagið er,“ segir Hera og bætir því við að allur gangur sé á því hvort höfundar flytji lög sín sjálfir á upptökunum eða fái aðra til þess. „Mjög oft er það ekki sami söngvari sem syngur inn á demóið og sem flytur lagið þegar það kemst áfram. Stundum eru þetta höfundarnir sjálfir, stundum fá þeir vini til að syngja fyrir sig, ýmist þekkta eða óþekkta.“ Þá er í fyrsta sinn í sögu Söngvakeppninnar verðlaunafé í boði en sigurvegarinn mun hljóta eina milljón í peningaverðlaun. Þau verðlaun bætast við þá upphæð sem sigurvegarinn fær til þess að vinna lagið, sinna markaðsmálum og öðru, og er hugsað sem hreint verðlaunafé sem hefur ekkert með vinnslu lagsins að gera. Sigurvegari Söngvakeppninnar mun síðan taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni sem haldin verður í Kaupmannahöfn dagana 6. til 10. maí næsta vor. Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Skilafrestur á lögum til þáttöku í Söngvakeppninni 2014 rennur út þann 7. október. Í fyrra var slegið met í innsendum lögum en alls bárust 240 lög í keppnina. Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri Söngvakeppinnar, segir lítið af lögum komin inn, enda sé það yfirleitt þannig að meirihluti laganna berist á síðasta skiladegi. „Síðast þegar ég gáði voru komin eitthvað um tíu umslög en svo verður væntanlega biðröð í afgreiðslunni síðasta daginn. Þannig er það alltaf,“ segir Hera en í ár má hver einstaklingur aðeins senda tvö lög í keppnina í stað þriggja. „Þetta er smá tilraun. Við vildum komast hjá því að lenda kannski í því að sami höfundur sé með þrjú lög af tólf í sjálfri keppninni eins og hefur gerst. Það er skemmtilegra að hafa fjölbreytni og svo teljum við líka mikilvægt að fólk geti vandað sig við færri lög. En svo ef lagið kemst ekki inn er ekkert sem segir að ekki megi senda það inn aftur að ári.“Milljón í verðlaun Hera segir innsend lög mislangt á leið komin, sum þeirra séu hráar tilraunaupptökur og önnur séu meira unnin, en valnefndin sé skipuð fagfólki sem hafi hæfileika til að hlusta framhjá því. „Við erum bara að leita að lagi til byrja með, en mikilvægt er að upptaka gefi góða mynd af því hvernig lagið er,“ segir Hera og bætir því við að allur gangur sé á því hvort höfundar flytji lög sín sjálfir á upptökunum eða fái aðra til þess. „Mjög oft er það ekki sami söngvari sem syngur inn á demóið og sem flytur lagið þegar það kemst áfram. Stundum eru þetta höfundarnir sjálfir, stundum fá þeir vini til að syngja fyrir sig, ýmist þekkta eða óþekkta.“ Þá er í fyrsta sinn í sögu Söngvakeppninnar verðlaunafé í boði en sigurvegarinn mun hljóta eina milljón í peningaverðlaun. Þau verðlaun bætast við þá upphæð sem sigurvegarinn fær til þess að vinna lagið, sinna markaðsmálum og öðru, og er hugsað sem hreint verðlaunafé sem hefur ekkert með vinnslu lagsins að gera. Sigurvegari Söngvakeppninnar mun síðan taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni sem haldin verður í Kaupmannahöfn dagana 6. til 10. maí næsta vor.
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira