Skortur á unglingastarfi hamlar þátttöku KV í 1. deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2013 17:58 Liðsmenn KV fagna hér sæti í 1. deildinni. Mynd/Daníel Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, tryggði sér sæti í 1. deild karla í fótbolta um helgina þegar liðið varð í öðru sæti í 2. deildinni en KV og HK unnu sér þá sæti í 1. deildinni. Það eru talsverðar kröfur settar á félög sem spila í 1. deild og þurfa þau öll að standast leyfiskerfi KSÍ. KV hefur spilað heimaleiki sína á gervigrasvelli KR-inga sem er ekki löglegur völlur samkvæmt leyfiskerfinu en KV-menn þurfa samt að hafa meiri áhyggjur af því að vera ekki með unglingastarf. KV gæti fengið undanþágu til að leika áfram á gervigrasinu ef lögð verður fram framkvæmdaáætlun og það er því skortur á unglingastarfi sem fyrst og fremst hamlar þátttöku KV í 1. deildinni. Liðin í 1. deild karla þurfa að vera með skriflega áætlun um knattspyrnulegt uppeldi frá níu ára aldri sem KSÍ hefur samþykkt og starfrækja að minnsta kosti fjögur unglingalið hjá félaginu þar af eitt fyrir aldurinn tíu ára og yngri og tvö á aldrinum 11 til 14 ára. „Við höfum verið að fagna um helgina og það sem við förum í núna er að skoða þessi mál. Það þarf enginn að hafa áhyggjur. Við erum rosalega metnaðarfullir og störfum faglega. Það eru fleiri mánuðir í að þetta hefjist og við munum leysa þetta með KSÍ. Við höfum engar áhyggjur," segir Björn Berg Gunnarsson, framkvæmdastjóra KV, í viðtali á vefsíðunni fótbolti.net en hann segir þar íslenska knattspyrnu vera að breytast. „Umræðan í borginni er öll um það að sameina eigi íþróttafélög. Ef það á að gera kröfur um að þriðji aðilinn komi inn með yngri flokka í samkeppni við KR og Gróttu er það algjörlega galið. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að þetta verði bara leyst í sameiningu með KSÍ," sagði Björn Berg en það má sjá alla umfjöllun fótbolta.net um málið með því að smella hér. Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, tryggði sér sæti í 1. deild karla í fótbolta um helgina þegar liðið varð í öðru sæti í 2. deildinni en KV og HK unnu sér þá sæti í 1. deildinni. Það eru talsverðar kröfur settar á félög sem spila í 1. deild og þurfa þau öll að standast leyfiskerfi KSÍ. KV hefur spilað heimaleiki sína á gervigrasvelli KR-inga sem er ekki löglegur völlur samkvæmt leyfiskerfinu en KV-menn þurfa samt að hafa meiri áhyggjur af því að vera ekki með unglingastarf. KV gæti fengið undanþágu til að leika áfram á gervigrasinu ef lögð verður fram framkvæmdaáætlun og það er því skortur á unglingastarfi sem fyrst og fremst hamlar þátttöku KV í 1. deildinni. Liðin í 1. deild karla þurfa að vera með skriflega áætlun um knattspyrnulegt uppeldi frá níu ára aldri sem KSÍ hefur samþykkt og starfrækja að minnsta kosti fjögur unglingalið hjá félaginu þar af eitt fyrir aldurinn tíu ára og yngri og tvö á aldrinum 11 til 14 ára. „Við höfum verið að fagna um helgina og það sem við förum í núna er að skoða þessi mál. Það þarf enginn að hafa áhyggjur. Við erum rosalega metnaðarfullir og störfum faglega. Það eru fleiri mánuðir í að þetta hefjist og við munum leysa þetta með KSÍ. Við höfum engar áhyggjur," segir Björn Berg Gunnarsson, framkvæmdastjóra KV, í viðtali á vefsíðunni fótbolti.net en hann segir þar íslenska knattspyrnu vera að breytast. „Umræðan í borginni er öll um það að sameina eigi íþróttafélög. Ef það á að gera kröfur um að þriðji aðilinn komi inn með yngri flokka í samkeppni við KR og Gróttu er það algjörlega galið. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að þetta verði bara leyst í sameiningu með KSÍ," sagði Björn Berg en það má sjá alla umfjöllun fótbolta.net um málið með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira