Hundruð milljarða í húfi Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2013 13:13 Einar Páll Tamimi lögmaður hefur rekið prófmál einstaklings með íbúðarlán hjá Íslandsbanka fyrir dómstólum. Hundruð milljarða afskriftir blasa við fjármálastofnunum ef EFTA-dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að verðtrygging lána hér á landi sé óheimil. En Hæstiréttur kvað upp þann dóm í gær að prófmáli vegna verðtryggingar verði vísað til EFTA-dómstólsins. Einar Páll Tamimi lögmaður hefur rekið prófmál einstaklings með íbúðarlán hjá Íslandsbanka fyrir dómstólum, en ágreiningurinn snýst um það hvort löglega sé staðið að verðtryggingu slíkra lána. Hæstiréttur dæmdi í gær að kallað skyldi eftir áliti EFTA-dómstólsins á því hvort lánasamningar sem þessi væru í samræmi við evróputilskipun. „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að verðtryggingin sem slík í þessum tilteknu neytendasamningum standist ekki þessa tilskipun er ljóst að henni verður að víkja til hliðar að einhverju eða öllu leyti í neytendasamningum samkvæmt íslenskum lögum.“ Fréttaveitan Bloomberg telur að ef EFTA-dómstóllinn dæmir íslenska lántakandanum í hag gætu íslenskar fjármálastofnanir þurft að afskrifa allt að 400 milljarða króna, sem að stærstum hluta myndu falla á Íbúðalánasjóð. Einar Páll segir erfitt að meta þetta en sjálfsagt verði þetta miklar upphæðir falli dómur þannig. „Ágreiningurinn snýst um það hvort sú aðferð sem notuð hefur verið til þess að vísitölutengja lánssamninga til neytenda standist, það er að segja tilgreiningin á vísitölunni í samningunum sjálfum.“ Málið snúist ekki um hvort almenn vísitölutenging lána sé ólögleg. Málið snúist í raun um að lántakandanum séu við töku verðtryggðs láns ljóst í hverju verðtryggingin felst. „Það er einungis vísað í vísitöluna. Það er ekki tilgreint með neinum hætti hvernig sú vísitala er samansett, hvernig hún geti þróast og breyst, og um að samsetningu undirliggjandi þátta í vísitölunni sé breytt með reglulegu millibili. Flestum atriðum sem máli skipta varðandi þessa vísitölu er einfaldlega sleppt í samningunum. Það er einnungis vísað til vísitölunnar með nafni.“ Því megi segja að forsendurbreytingar, t.d. vegna aðgerða ríkisvaldsins sem hafi áhrf á vísitöluna, séu lántakandanum huldar og því geti hann ekki gert sér grein fyrir því hvernig skuldbindingar hans geti aukist á lánstímanum. Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hundruð milljarða afskriftir blasa við fjármálastofnunum ef EFTA-dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að verðtrygging lána hér á landi sé óheimil. En Hæstiréttur kvað upp þann dóm í gær að prófmáli vegna verðtryggingar verði vísað til EFTA-dómstólsins. Einar Páll Tamimi lögmaður hefur rekið prófmál einstaklings með íbúðarlán hjá Íslandsbanka fyrir dómstólum, en ágreiningurinn snýst um það hvort löglega sé staðið að verðtryggingu slíkra lána. Hæstiréttur dæmdi í gær að kallað skyldi eftir áliti EFTA-dómstólsins á því hvort lánasamningar sem þessi væru í samræmi við evróputilskipun. „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að verðtryggingin sem slík í þessum tilteknu neytendasamningum standist ekki þessa tilskipun er ljóst að henni verður að víkja til hliðar að einhverju eða öllu leyti í neytendasamningum samkvæmt íslenskum lögum.“ Fréttaveitan Bloomberg telur að ef EFTA-dómstóllinn dæmir íslenska lántakandanum í hag gætu íslenskar fjármálastofnanir þurft að afskrifa allt að 400 milljarða króna, sem að stærstum hluta myndu falla á Íbúðalánasjóð. Einar Páll segir erfitt að meta þetta en sjálfsagt verði þetta miklar upphæðir falli dómur þannig. „Ágreiningurinn snýst um það hvort sú aðferð sem notuð hefur verið til þess að vísitölutengja lánssamninga til neytenda standist, það er að segja tilgreiningin á vísitölunni í samningunum sjálfum.“ Málið snúist ekki um hvort almenn vísitölutenging lána sé ólögleg. Málið snúist í raun um að lántakandanum séu við töku verðtryggðs láns ljóst í hverju verðtryggingin felst. „Það er einungis vísað í vísitöluna. Það er ekki tilgreint með neinum hætti hvernig sú vísitala er samansett, hvernig hún geti þróast og breyst, og um að samsetningu undirliggjandi þátta í vísitölunni sé breytt með reglulegu millibili. Flestum atriðum sem máli skipta varðandi þessa vísitölu er einfaldlega sleppt í samningunum. Það er einnungis vísað til vísitölunnar með nafni.“ Því megi segja að forsendurbreytingar, t.d. vegna aðgerða ríkisvaldsins sem hafi áhrf á vísitöluna, séu lántakandanum huldar og því geti hann ekki gert sér grein fyrir því hvernig skuldbindingar hans geti aukist á lánstímanum.
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira