Leikmaður Aftureldingar kýldi dómarann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 22:33 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Aðsend Upp úr sauð í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa-deild karla í blaki í kvöld. Tveir úr liði Mosfellinga voru sendir í sturtu. Annar fyrir að slá dómarann. Samkvæmt heimildum Vísis átti dómari leiksins, sem ekki hefur mikla reynslu af dómgæslu í efstu deild, í töluverðu basli með að dæma leikinn. Voru fjölmargir dómar sem leikmenn beggja liða klóruðu sér í hausnum yfir. Stjarnan vann 26-24 sigur í fyrstu hrinu sem var æsispennandi en Afturelding svaraði með 25-18 sigri í næstu hrinu. Í þriðju hrinu sauð upp úr. Leikmaður Aftureldingar, Ismar að nafni, fékk aðvörun (rautt spjald) fyrir hávær mótmæli í garð dómarans í stöðunni 14-21 fyrir Stjörnuna. Voru heimamenn ósáttir við að dómari leiksins gaf Stjörnumönnum ítrekað kost á því að gefa upp án þess að Mosfellingar væru búnir að stilla upp. Áðurnefndur Ismar ítrekaði óánægju sína með dómgæsluna skömmu síðar og var sendur í sturtu (gult og rautt spjald). Heimamenn voru afar ósáttir og sauð á þeim.Úr leiknum í kvöld.Mynd/AðsendÞegar Stjörnuna vantaði eitt stig til að tryggja sér sigur gerðist annað umdeilt atvik. Stillt var upp í skell fyrir Ivo Bartkevics sem sló boltann beint í dómarann. Fékk Bartkevics aðvörun (rautt spjald) fyrir athæfið. Í leikhléi milli hrinanna tók steininn úr. Áðurnefndur Bartkevics sló þá dómarann af miklu afli með hnefanum í bringuna. Dómarinn hneig til jarðar og missti andann í skamma stund. Hann jafnaði sig þó og vísaði Bartkevics af velli sem brást afar illa við. Þrátt fyrir uppákomuna ákvað dómarinn að leik skildi fram haldið. Svo fór að Stjarnan hafði sigur í fjórðu og síðustu hrinunni 26-24 og þar með 3-1. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Benedikt Baldur Tryggvason með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig. Í liði Aftureldingar voru bræðurnir Hilmar Sigurjónsson og Jóhann Eiríksson með 15 stig hvor.Stjórn Blaksambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins. Íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira
Upp úr sauð í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa-deild karla í blaki í kvöld. Tveir úr liði Mosfellinga voru sendir í sturtu. Annar fyrir að slá dómarann. Samkvæmt heimildum Vísis átti dómari leiksins, sem ekki hefur mikla reynslu af dómgæslu í efstu deild, í töluverðu basli með að dæma leikinn. Voru fjölmargir dómar sem leikmenn beggja liða klóruðu sér í hausnum yfir. Stjarnan vann 26-24 sigur í fyrstu hrinu sem var æsispennandi en Afturelding svaraði með 25-18 sigri í næstu hrinu. Í þriðju hrinu sauð upp úr. Leikmaður Aftureldingar, Ismar að nafni, fékk aðvörun (rautt spjald) fyrir hávær mótmæli í garð dómarans í stöðunni 14-21 fyrir Stjörnuna. Voru heimamenn ósáttir við að dómari leiksins gaf Stjörnumönnum ítrekað kost á því að gefa upp án þess að Mosfellingar væru búnir að stilla upp. Áðurnefndur Ismar ítrekaði óánægju sína með dómgæsluna skömmu síðar og var sendur í sturtu (gult og rautt spjald). Heimamenn voru afar ósáttir og sauð á þeim.Úr leiknum í kvöld.Mynd/AðsendÞegar Stjörnuna vantaði eitt stig til að tryggja sér sigur gerðist annað umdeilt atvik. Stillt var upp í skell fyrir Ivo Bartkevics sem sló boltann beint í dómarann. Fékk Bartkevics aðvörun (rautt spjald) fyrir athæfið. Í leikhléi milli hrinanna tók steininn úr. Áðurnefndur Bartkevics sló þá dómarann af miklu afli með hnefanum í bringuna. Dómarinn hneig til jarðar og missti andann í skamma stund. Hann jafnaði sig þó og vísaði Bartkevics af velli sem brást afar illa við. Þrátt fyrir uppákomuna ákvað dómarinn að leik skildi fram haldið. Svo fór að Stjarnan hafði sigur í fjórðu og síðustu hrinunni 26-24 og þar með 3-1. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Benedikt Baldur Tryggvason með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig. Í liði Aftureldingar voru bræðurnir Hilmar Sigurjónsson og Jóhann Eiríksson með 15 stig hvor.Stjórn Blaksambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins.
Íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira